Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.2010, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.2010, Blaðsíða 18
Hræddir alþingismenn halda því til streitu að ekki megi rétta yfir vinum þeirra og flokkssystkin- um, sem einu sinni voru ráðherrar, af því að lög um landsdóm og ráðherra- ábyrgð eru úreld. Þau séu ekki í takt við þróun lagaumhverfisins hin síðari ár. Þetta sama fólk og vill ekki fara að lögum hefur einmitt atvinnu af því að setja ný lög, breyta lögum og fella gömul lög úr gildi. Ekkert þeirra hafði hins vegar haft af því teljandi áhyggjur að lög um landsdóm væru enn í gildi. Það er að segja áður en þau uppgötvuðu að lögin gátu átt við þau sjálf. Svarthöfði er á því að það sé nákvæmlega ekkert að því að kalla saman landsdóm og höfða mál gegn ráðherrum á þessum forsendum, því það stendur jú í lögum. Kannski væru þessir vesal-ings stjórnmálamenn ekki í hinni slæmu klípu að þurfa að mæta fyrir landsdóm ef þeir hefðu nýtt tíma Alþingis betur og sýnt því þá virðingu sem það á skilið. Í stað þess að afnema þessi fornu og óréttlátu lög um landsdóm úr gildi og styrkja þannig réttarkerfið á Íslandi nýttu þeir tímann í að grafa sig ofan í skotgrafir, þar sem þeir komu sér huggulega fyrir með vistir sem end- ast í fjögur ár. Eftir atvikum áfengi einnig. Langar vökunætur hafa farið í að flytja níðvísur hver um annan í ræðustól. Síðan koma menn niður úr pontu, taka í nefið saman og hlæja að allri þessari vitleysu. Alþingismenn hafa einnig karpað dögum saman um stóru málin á borð við hvort Jón og Gunna megi kaupa bjór í Hagkaupum eða hvort þau þurfi áfram að fara í ríkið. Þeir hafa einnig flutt vel á annað þúsund ræður um Icesave, þar sem 80 prósent þeirra gerðu álíka gagn og viðrekstur í hljóð- nemann. Svona eftir á að hyggja, þá hljóta Geir, Ingibjörg, Árni og Björg-vin G., að klóra sér í höfðinu yfir því að hafa ekki látið af- nema þessi fjandans lög, sem nú eru komin til að bíta þau í rassinn. Þau voru í algjöru dauðafæri, en nýttu það ekki. Ekki einu sinni hinn lögfróði Bjarni Ben tók eftir óréttlætinu í tæka tíð. Ekki aðeins varð gáleysi ráðherr- anna til þess að Ísland hrundi, heldur líka til þess að enn eru í gildi lög sem gerir þjóðinni kleift að refsa þeim fyr- ir. Tvöfalt gáleysi. Engin önnur stétt í landinu getur haldið uppi vörn-um alþingismanna. Aldrei gæti blaðamaðurinn sem er dæmdur til að borga milljón fyrir að skrifa niður ummæli annarra varið sig á þeim forsendum að lögin væru furðuleg. Þau væru ekki í takti við þróunina í bransanum. Aldrei gæti ófríska konan sem bíður þess að vera dregin fyrir dóm fyrir húsbrot á hinu háa Alþingi varið sig með því að það sé fáránlegt að fá fangelsisdóm fyrir athæfið. Jafnvel þó um sé að ræða eldgömul lög sem aldrei hefur verið dæmt eftir. Hræddir stjórnmálamenn reyna hins vegar að komast upp með þessar varnir. Þeim nægir ekki aðeins að setja lög sem aðrir eiga að fara eftir. Sumir þeirra telja einnig að þeir séu yfir lögin hafnir. GÖMUL OG ÚRELT LÖG „Nei, alls ekki. Það er einn leikur eftir og við verðum að klára hann,“ segir Guðmundur Kristjánsson, leikmaður Breiðabliks, sem er í frábærri stöðu í Pepsi-deild karla í knattspyrnu fyrir lokaumferð mótsins. Sigri liðið andstæðing sinn í þeim leik verður það Íslandsmeistari. ER bikaRinn í hÖfn? „Þá er það ég.“ n Þórhallur Gunnarsson, fyrrverandi dagskrárstjóri á RÚV, um að ef einhver einn beri ábyrgðina á því að Spaugstofan sé ekki lengur á dagskrá RÚV, þá sé það hann. - DV „Peningar eru ekki allt.“ n Herbert Guðmundsson, sem sér nú lífið í nýju ljósi og er að senda frá sér lagið Treasure Hunt. Lagið fjallar um athugavert hugarfar Íslendinga þegar kemur að peningum og öðrum veraldlegum gæðum. - DV „Hvað ertu búin að koma þér út í?“ n Ragna Árnadóttir, fyrrverandi dómsmála- ráðherra, um viðbrögð eiginmanns síns eftir að hún ákvað að taka að sér ráðherrastarfið. - DV „... augljóst að dómaranum er skítsama um að ég sé að fara að eiga barn.“ n Ragnheiður Esther Briem, einn níumenninganna sem ákærðir hafa verið fyrir árás gegn Alþingi. Hún er ólétt og er sett skömmu áður en aðalmeðferð málsins á að hefjast. - DV „Þvert á móti reyndi hann að stilla til friðar en uppskar aðeins hótanir og svívirðingar.“ n Sveinn Andri Sveinsson, um aðild skjólstæðings síns, Jóns „stóra“ Hallgrímssonar, að máli þar sem kúbverskir feðgar flúðu land. - Pressan Óvenjuleg einlægni Jón Gnarr braut blað í stjórnmálasögu Ís- lands með grínframboði sínu. En það merki- legasta við Jón er ekki grínið, heldur annars konar nýjungar í íslenskum stjórnmálum. Ruglaðar hugmyndir hafa vikið fyrir ein- lægni, heiðarleika og lýðræðislegu samráði. Til allrar hamingju fyrir Reykvíkinga virð- ist Jón ekki ætla að efna fáránlegustu kosn- ingaloforð sín. Þvert á móti færir hann kjós- endum það sem þeir báðu um eftir hrunið. Stærsta krafa kjósenda eftir hrunið var heið- arleiki og gegnsæi. Hana uppfyllir Jón betur en nokkur annar stjórnmálamaður á land- inu. Enginn annar borgarstjóri hefur deilt jafnmiklum upplýsingum með kjósend- um sínum og Jón. Hann segir frá erfiðleik- um sínum við að hætta að reykja og held- ur blaðamannafund um ofbeldi, þar sem hann greinir frá líkamsárás á hendur sér. Erfitt er að ímynda sér forvera hans opna sig svo mikið. Þeir voru í besta falli tímabund- ið opnir í kosningabaráttunni en lokuðu sig af eftir hana. Og þegar þeir opnuðu sig var það sjaldnast af einlægni, heldur sýndu þeir útreiknaða ímynd hins sterka stjórnmála- manns. Það hæfir ekki ímynd hins sterka pólitíkusar að vera laminn í miðbænum. Jón nýtir sér óspart tengslavefinn Face- book til þess að fá viðbrögð kjósenda við hugmyndum. Íhaldssamir stjórnmálamenn líta eflaust á beintengingu Jóns við kjósend- ur sem popúlisma eða lýðskrum. Þeim þykir rangt að hlaupa á eftir því sem almenning- ur vill hverju sinni. Það kom meðal annars skýrt fram í gagnrýni á Jóhönnu Sigurðar- dóttur þegar hún svaraði því til að ástæðan fyrir því að ráðherrar væru dregnir fyrir dóm væri vilji fólksins. Jón boðaði grín en færði okkur stökk í áttina að beinu lýðræði. Engin viðlíka bylt- ing hefur orðið á Alþingi. Þingmenn blogga í kosningabaráttu en þagna svo. Tryggvi Þór Herbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks- ins, gafst til dæmis upp á því fyrir nokkru að leyfa lesendum að gera athugasemdir við skrif hans. Beint samband við kjósendur er erfitt þegar umdeildar ákvarðanir eru teknar. Jón Gnarr mun fá óánægjuna beint í æð þeg- ar hún sprettur upp. Þá fyrst reynir á hvort beintengingin við kjósendur gengur upp. Grín getur ekki bjargað honum út úr því, en ef hann viðheldur einlægninni og forð- ast fílabeinsturninn gæti fólk þyrmt honum á grundvelli þess að hann sé mannlegur og ófullkominn, eins og við hin. Jón TRaUsTi REynissOn RiTsTJóRi skRifaR. Jón boðaði grín en færði okkur stökk í áttina að beinu lýðræði. leiðari spurningin svarthöfði bókstaflega 18 umræða 20. september Mánudagur Vinkonan ráðin n Ráðning ágústu margrétar Ólafsdóttur, eiginkonu Lárusar Welding fyrrverandi bankastjóra, á dagskrár- svið Stöðvar 2 sem verkefna- stjóri mælist misjafnlega vel fyrir. Hermt er að Pálmi Guð- mundsson sjón- varpsstjóri hafi fengið 100 um- sóknir um starfið og rætt við fjölda manns. Það flýgur fyrir að hann hafi ekki verið mjög sáttur við að ráða Ágústu sem er mikil vinkona ingibjargar Pálmadóttur, aðaleig- anda Stöðvar 2. Lokasprettur árna n Á Suðurnesjum veðja menn nú sín í milli um það hve lengi árni sigfússon bæjarstjóri nái að halda stóli sínum. Flest er í kalda- koli þegar litið er til fjárhags bæj- arins og er það rakið til aðgerða Árna sem meðal annars hefur selt flestar eignir Reykjanesbæj- ar til Fasteignar og leigir þær aftur. Bæjarfélagið er komið hálfa leið í gjörgæslu vegna fjárhagserfiðleika. Fari svo að sett verði neyðarstjórn mun Árni ekki geta setið áfram. ingibjörg „auLi“ n Mikill óróleiki er innan Sam- fylkingar vegna áforma um að draga ingibjörgu sólrúnu Gísla- dóttur, fyrrver- andi formann Samfylkingar, fyrir landsdóm. Og þeir leynast víðar stuðn- ingsmennirn- ir því sá gamli fjandvinur Ingi- bjargar Hann- es Hólmsteinn Gissurarson tekur slaginn hiklaust og ákveðið með henni. „Ingibjörg Sólrún er enginn glæpamaður, og tilraun Samfylk- ingarinnar til að breyta Íslandi í leikvang að rómverskum sið er í senn sorgleg og hlægileg, en aðal- lega fyrirlitleg,“ bloggar Hannes á Pressunni en segir þó að Ingibjörg sé „auli“. HyLmt yfir með perra n Biskupsstofa er í miklum vanda nú þegar viðurkennt hefur verið að mál prests nokkurs hafi verið til umfjöllunar vegna þriggja kynferðisbrota. Starfsmenn hafa lengst af neitað að svara spurn- ingum DV um málið og sum- ir þeirra hafa gengið svo langt að reyna að fela það. Upplýsinga- fulltrúinn, steinunn Arnþrúður Björnsdóttir, lýsti því aðspurð við blaðamann að málið væri „slúð- ur“. Örfáum dögum seinna viður- kenndi Biskupsstofa að málið hefði átt sér stað og presturinn játað. sandkorn tryggvagötu 11, 101 reykjavÍk Útgáfufélag: Dv ehf. Stjórnarformaður: Lilja Skaftadóttir ritStjórar: jón trausti reynisson, jontrausti@dv.is og reynir traustason, rt@dv.is fréttaStjóri: Ingi Freyr vilhjálmsson, ingi@dv.is umSjón helgarblaðS: Ingibjörg Dögg kjartansdóttir, ingibjorg@dv.is umSjón innblaðS: Ásgeir jónsson, asgeir@dv.is dv á netinu: Dv.IS aðalnÚmer: 512 7000, ritStjórn: 512 7010, áSkriftarSími: 512 7080, auglýSingar: 512 7050. SmáauglýSingar: 515 5550. umbrot: Dv. Prentvinnsla: Landsprent. dreifing: Árvakur. Dv áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.