Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.2010, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.2010, Blaðsíða 24
Knattspyrnufélagið Valur fagnaði merkum áfanga á sunnudaginn þegar stúlkurnar í meistaraflokki kvenna í knattspyrnu lyftu Íslands- meistarabikarnum fimmta árið í röð eftir sigur á Grindavík, 7-1. Úrslitin réðust þó ekki í þessum leik en ljóst var að Valur yrði Íslandsmeistari eft- ir síðustu umferð. Titillinn sem fór á Hlíðarenda var sá hundraðasti sem félagið vinnur í meistaraflokki í öll- um greinum, sannarlega merkilegur áfangi hjá Reykjavíkurrisanum. Markadrottningin Kristín Ýr Bjarnadóttir setti tóninn með fyrstu þremur mörkum leiksins og leiddi Valur í hálfleik, 3-0. Rakel Logadótt- ir, Málfríður Erna Sigurðardóttir og Helga Sjöfn Jóhannesdóttir skoruðu svo eitt mar hvor en Kristín bætti einnig við sínu fjórða marki og er nú búin að skora 21 mark í sautján leikj- um í sumar. Það þarf því ansi mik- ið að gerast ef hún á ekki að fá sinn annan gullskó í röð. Breiðablik og Þór/KA unnu bæði sína leiki en þau eru í öðru og þriðja sæti deildarinnar. Breiðablik í öðru með 35 stig og Þór/KA í þriðja með 34 stig. Verður því hörð barátta um seinna Evrópusætið í lokaumferð- inni. Blikastúlkur fá þó það erfiða verkefni að mæta fimmföldum Ís- landsmeisturum Vals á meðan norð- ankonur eiga leik gegn Aftureldingu. Afturelding er í harðri fallbaráttu og gæti missti sætið sitt í deildinni tapi liðið fyrir Þór/KA og FH og Grinda- vík vinni sína leiki. Haukar eru fyrir löngu fallnir úr deildinni. Hundraðasti titill Vals á loft: Fastir liðir að Hlíðarenda Theódór elmar á skoTskónum Bæði Ragnar Sigurðsson og Theódór Elmar Bjarnason voru í byrjunarliði IFK Gautaborgar þegar liðið lagði Åtvidaberg, 3-0, í sænsku úrvalsdeildinni í gær. Theódór skoraði annað mark liðsins á 62. mínútu en hann lék all- an leikinn og það sama gerði miðvörðurinn Ragnar Sigurðsson. Hjálm- ar Jónsson var ónotaður varamaður í leiknum. Með sigrinum komst IFK upp í fimmta sæti deildarinnar. Jónas Guðni Sævarsson lék einnig allan leikinn með Halmstad sem gerði 1-1 jafntefli við Örebro í gær. Halm- stad er í fjórða neðsta sæti deildarinnar og í harðri fallbaráttu. aron fær TukThúslim sem samherja Landsliðsmaðurinn Aron Einar Gunnarsson ætti að fá skrautlegan sam- herja í dag en fastlega er búist við að vandræðapésinn Marlon King skrifi undir við Coventry. King losnaði í júlí úr fangelsi en þar sat hann inni fyrir að áreita konu kynferðislega og nefbrjóta hana. King hefur verið án félags frá því hann var dæmdur í fangelsið á síðasta ári en fyrir það var hann leikmaður Wigan. „Marlon mun skrifa undir hjá okkur á mánudaginn ef allt gengur upp,“ segir Aidy Boothroyd, knattspyrnu- stjóri Coventry. molar Kimi vann sitt fyrsta rall n Fyrrverandi heimsmeistarinn í Formúlu 1, Kimi Raikkonen, vann sitt fyrsta rallí um helgina en hann snéri sér að þeirri grein þegar hann yfirgaf Formúl- una eftir síðasta tímabil. Kimi ók Citroen C4-bíl sínum fyrstur í mark á öllum sex keppnisleiðum Vosgien-ralls- ins sem fram fór í Strasbourg í Frakklandi. Þetta er góður undir- búningur fyrir Raikkonen þar sem næsta keppni í heimsbikarnum, Frakklands-rallið, fer fram nálægt staðnum sem hann vann sigurinn á. Kimi hefur þótt aka mjög vel í ár miðað við að þetta sé hans fyrsta ár undir stýri á rallí-bíl. Petrov færi til lotus n Og meira af hinum hlédræga Kimi Raikkonen. Finninn hefur haft samband við Renault um að keyra fyrir liðið í For- múlu 1 á næsta keppnistímabili. Morgunljóst er að Renault mun ekki losa sig við Pólverjann Ro- bert Kubica og er því sæti Rússans Vitalys Petrov ótryggt. Fram kom í frönskum miðlum um helgina að vilji Kimi Ra- ikkonen aka fyrir Renault mun Eric Boullier, liðstjóri Renault, ekki hugsa sig tvisvar um og skrifa undir við Kimi á staðnum. Er þá talið líklegast að Renault muni bjóða nýliðum Lotus Petrov á kostakjörum. schumi hlaKKar til singaPúr n Sjöfaldi heimsmeistarinn í Formúlu 1, Michael Schumacher, hefur ekkert getað í endurkomu sinni en hlakkar þó til kappakst- urins í Singapúr um næstu helgi. Schumi hefur aldrei keppt á þeirri mögnuðu braut en þar er keppt að næturlagi í flóðljósum. „Það eru þrjár ástæður fyrir mig til að hlakka til næstu helgar. Þetta er ný braut fyrir mér, ný borg og þetta verður í fyrsta skipti sem ég keppi að næturlagi. Að aka á nýjum brautum hefur aldreið verið vandamál fyrir mig og ég er vanalega mjög fljótur að finna taktinn,“ segir Schumacher. „næsta sPurning“ n Svo virðist sem leikmenn Aston Villa séu ekkert alltof ánægðir með ráðningu nýja knattspyrnustjórans, Gerards Houlli- er, ef marka má orð framherjans Gabriels Agbonlahors eftir jafntefl- isleik liðsins gegn Bolton um helgina. Agbonlahor sat upp í stúku allan leikinn með nýja aðstoðarstjóranum, Gary McAll- ister, en var spurður eftir leik hvort hann væri heillaður af afrekum Houlliers og hvort hann hlakkaði til að vinna með honum. „Næsta spurning,“ svaraði framherjinn um leið, ekki tilbúinn til að ræða nýja stjórann. 24 sporT uMSJón: tóMAS þóR þóRðARSon tomas@dv.is 20. september Mánudagur Fimm ár í röð Katrín Jónsdóttir, fyrirliði Vals, tekur við bikarnum á sunnudaginn. Mynd RóBERt REyniSSon Það er þjóðhátíðarstemning í Þorpinu á Akureyri þar sem hvítir Þórsarar ráða ríkjum. Þór er komið í úrvalsdeildina eftir sjö ára fjarveru. Árið 2005 tók Lár- us Orri Sigurðsson við liðinu og setti það takmark að komast upp árið 2010. Lárus Orri var látinn taka pokann sinn hjá Þór snemma á tímabilinu en eftir- maður hans, Páll Viðar Gíslason, sigldi Þórsskútunni upp um deild. Fyrir loka- umferðina var Leiknir með öll trompin á sinni hendi. Liðið þurfti bara að gera jafntefli á heimavelli gegn Fjölni en fyr- ir leikinn hafði Leiknir unnið alla sína tíu heimaleiki og aðeins fengið á sig tvö mörk. Pétur Georg Markan gerði Þórs- urum aftur á móti stóran greiða með þrennu í 3-1 sigri Grafarvogspilta. Allir trompuðust Þórsarar kláruðu sitt gegn Fjarðabyggð og rúmlega það með 9-1 sigri. Eftir leik- inn var markahróknum Jóhanni Helga Hanssyni réttur sími þar sem var bein- tengdur við mann í Breiðholtinu. „Mín- úturnar í símanum voru helvíti magn- aðar. Við vorum búnir að gera okkar og vorum bara að bíða eftir staðfestingu. Það var vissulega tveggja marka mun- ur en þetta var samt stressandi,“ segir Jóhann Helgi sem hoppaði hæð sína í loft upp þegar honum var tilkynnt að leik væri lokið í Breiðholtinu. „Það bara trompaðist allt þegar þetta var orðið ljóst. Við erum flestir búnir að vera í þessu liði í nokkur ár og stefna að þessu lengi. Fyrir þennan leik var veik von en á meðan það var ein- hver von til staðar ákváðum við bara að hugsa um okkar leik. Það skilaði sér með góðum sigri og svo voru heilla- dísirnar á okkar bandi,“ segir Jóhann Helgi. Margir höfðu ekki þolinmæði „Það voru vissulega margir sem höfðu ekki þolinmæði í þetta,“ segir Jóhann um fimm ára takmarkið sem náðist á laugardaginn. „Liðið er þó búið að breytast mikið frá því það takmark var sett. Það hafa yngri leikmenn verið að koma inn, leikmenn sem Palli þjálf- ari er búinn að búa til. Við erum bara hans strákar,“ segir hann en hvernig var stemningin í leikmannahópnum í kringum brottrekstur Lárusar Orra? „Okkur var bara haldið algjörlega utan við það og þannig lagað séð feng- um við lítið að vita. Þegar Palli tók við breyttust áherslurnar voðalega lít- ið. Markmiðið var bara alltaf að sigla þessu í hús,“ segir Jóhann Helgi. Klassa betri en KA Akureyrarliðin tvö, Þór og KA, hafa nóg fengið að spila gegn hvort öðru und- anfarin ár enda fór KA niður í 1. deild 2003 og hefur eins og Þór varla ver- ið nálægt því að komast upp aftur. Í ár mættust liðin tvívegis og hafði Þór bet- ur í báðum leikjum, fyrst 2-0 á heima- velli KA og svo 3-0 á sínum heimavelli. Þetta er eitthvað sem Jóhanni leiðist alls ekkert. „Það er helvíti sætt að skilja KA- mennina eftir niðri. Við erum búnir að vera spila við KA síðustu ár og það gengið upp og ofan. Í ár var einfaldlega klassamunur á liðunum og við áttum sigurinn skilinn í báðum leikjum. Það er helvíti sætt að vera komnir deild fyrir ofan þá og það verður fagnað í Þorpinu eitthvað áfram,“ segir Jóhann Helgi. tóMAS þóR þóRðARSon blaðamaður skrifar: tomas@dv.is Þórsarar leika í Pepsi-deild karla á næsta ári eftir ótrúlegan lokadag í 1. deildinni. Þórsarar unnu Fjarðabyggð, 9-1, á meðan Fjölnismenn gerðu þeim greiða og lögðu Leiknismenn sem höfðu allt í hendi sér fyrir lokaumferðina. Þór setti sér það mark- mið árið 2005 að komast upp eftir fimm ár. fimm ára takMarki náð FöGnuðuR Öskur Jóhanns Helga gerði öllum ljóst að Þór væri kominn í úrvalsdeild. Mynd FotBolti.nEt tRAuStiR Mjölnismenn er öflug stuðningsmannasveit sem mun lita Pepsi-deildina. Mynd FotBolti.nEt

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.