Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.2010, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.2010, Blaðsíða 8
8 fréttir 20. september Mánudagur Aratúns-hjónin Sigurður Stefánsson og Margrét Lilja Guðmundsdóttir hafa kraf- ið bloggara um milljón krónur, afsökunarbeiðni, og að hann dragi öll ummæli sín um meint ofbeldisverk í Aratúni til baka. Andrés Helgi Valgarðsson telur þau hóta honum þessu til að koma í veg fyrir að hann tjái sig um málið í fjölmiðlum. „Ég fékk sent bréf í vikunni þar sem þess er krafist að ég dragi til baka öll orð mín um þetta mál og biðjist afsökunar bæði í fjölmiðl- um og á bloggsíðunni minni,“ segir Andrés Helgi Valgarðsson, nemi í stjórnmálafræði og bloggari. Hann skrifaði um meintar ofsóknir Ara- túns-hjónanna á hendur Brynju Scheving Arnardóttur og fjöl- skyldu hennar á bloggsíðuna rovl. blogspot.com í júlí. Þá krefja hjón- in hann um milljón króna í skaða- bætur, ellegar stefni þau honum fyrir dómstóla. Svört saga Eins og fram kom í helgarblaði DV eiga Aratúns-hjónin, Sigurður Stefánsson og Margrét Lilja Guð- mundsdóttir, sér sögu ofbeldis- verka og ofsókna. Fjöldi fólks seg- ist hafa þurft að flýja heimili sín vegna áreitis af þeirra hendi. Nú síðast Brynja Arnardóttir Scheving og Karl Jóhann Guðsteinsson sem í sumar sögðust hafa orðið fyrir of- beldi af þeirra hendi, þar sem pip- arúða var meðal annars beitt. Frá því að þau flúðu heimili sitt í júlí hafa þau haldið til hjá vinafólki og sjá ekki fyrir endann á raunum sínum. Andrés ákvað að skrifa um mál- ið á bloggi sínu til þess að vekja athygli á því óréttlæti sem hon- um fannst vinafólk sitt vera beitt. Hann er fastur á því að það hafi verið rétt. „Ef fólki finnst óþægi- legt að fjallað sé um ofbeldisverk sem það fremur væri nærtækara að sleppa því að fremja slík ofbeld- isverk heldur en að ráðast gegn þeim sem fjalla um ofbeldið,“ seg- ir Andrés enn fremur. Hann segir skrítið að svona fólk gangi laust í samfélaginu og ekkert sé hægt að gera: „Það virðist vera að ef fólk kann aðeins að spila á kerfið, þá geti það komist upp með næstum hvað sem er.“ Ljótir áverkar „Ég hef þekkt Brynju mjög lengi, ég ólst upp með hana í kring- um mig en hún og mamma voru æskuvinkonur,“ segir Andrés og bætir því við að erfitt hafi verið að horfa upp á og heyra af hinni meintu piparúða-árás án þess að bregðast við og gera eitthvað til að hjálpa. „Ég vissi ekkert hvað væri hægt að gera en ég átti svona von á því að þetta myndi leysast hjá lögreglunni og fyrir dómstólum,“ segir Andrés. Hann segir að tveimur vikum síðar hafi Brynja hringt í mömmu hans og sagt að hún og Karl hefðu verið lamin. „Síðan kom hún heim til okkar blá og marin vegna þess að hún þorði ekki heim til sín. Hún gat varla setið og gat varla haldið á barninu sínu, sem mér fannst al- veg svakalega átakanlegt að horfa upp á,“ segir Andrés og tekur fram að það hafi soðið á honum við að upplifa þetta. Hann segir að einn- ig hafi verið mjög ljótt að sjá Karl þennan dag: „Augnlokin á honum voru bólgin og þrútin eins og þrjá sentímetra út fyrir hauskúpuna. Ég vissi ekki að fólk gæti orðið svona.“ Vinafólk ennþá á vergangi Andrés segir að eftir seinni árás- ina hafi hann ákveðið að bregðast við hinu meinta ofbeldi með því að skrifa bloggfærslu um málið. Nú sé sú bloggfærsla tilefni málsókn- ar meints árásarfólks. „Ástæðan fyrir því að ég vildi vekja athygli í þjóðfélaginu á þessu var sú að mér sýndist ekki að lögreglan væri að taka á þessu.“ Andrés segist vilja árétta það að tilgangur hans hafi miklu frekar verið að vekja yfirvöld til umhugsunar og hvetja lögreglu til aðgerða en að þetta væri ætlað til höfuðs Aratúns-hjónunum og börnum þeirra. Andrés segist telja að Sigurður, Margrét og börnin þeirra viti upp á sig sökina og að hótun um mál- sókn og krafa um milljón í greiðslu sé til þess gerð að hann tjái sig ekki frekar um málið. Hann vill því lítið gera úr væntanlegri málsókn: „Ég vil ekki að fókusinn fari á þetta. Það sem mér finnst skipta mestu máli eru ofbeldisverkin sem voru framin, það að lögregluyfirvöld hafi ekkert aðhafst í þessu máli, og að vinafólk mitt sé ennþá á ver- gangi hjá vinum og vandamönn- um frá því í júlí.“ Ef fólki finnst óþægilegt að fjallað sé um ofbeld- isverk sem það frem- ur væri nærtækara að sleppa því að fremja slík ofbeldisverk held- ur en að ráðast gegn þeim sem fjalla um of- beldið. ArAtúns-hjón krefjA bloggArA um milljón jón bjArki MAGnúSSon blaðamaður skrifar: jonbjarki@dv.is Á flótta BrynjaogKarlhafafráþví aðþauflúðuheimilisittíjúlíhaldiðtil hjávinafólkiogsjáekkifyrirendanná raunumsínum. óhræddur AndrésHelgigerirlítiðúrhótunummálsóknogsegiraðofbeldið gegnvinafólkihansskiptimestumáli. Mynd róbert reyniSSon harður árekstur á suðurlandsvegi Lögreglan á Selfossi segir það vera mikla mildi að ekki urðu slys á fólki þegar bíl var ekið aftan á annan á Suðurlandsvegi á fimmta tímanum á sunnudag. Lögreglan segir starfs- mann hestaleigunnar Eldhesta hafa stöðvað umferð á Suðurlandsvegi til þess að leiða hestastóð yfir veginn. Lögreglan segist líta málið alvar- legum augum því engum öðrum en lögreglunni og starfsmönnum Vega- gerðarinnar er heimilt að stöðva umferð samkvæmt umferðarlögum. Slysið átti sér stað með þeim hætti að starfsmaður Eldhesta veif- aði ökumanni bíls og bað hann að stöðva svo hægt væri að leiða hest- ana yfir veginn. Ökumaðurinn í aft- ari bílnum varð ekki var við að bíll- inn fyrir framan hefði hægt á sér og ók aftan á hann. Bílarnir eru báðir mikið skemmdir og óökufærir. Eins og fyrr segir urðu engin slys á fólki en áreksturinn varð við bæinn Velli, rétt utan við Hveragerði. Lögreglan á Selfossi segir málið fara til skoðunar hjá lögfræðingum og fari eflaust einnig til skoðunar hjá tryggingarfélögunum. fih seldur á 103 milljarða Samið hefur verið um að selja danska FIH-bankann á 5 milljarða danskra króna, jafnvirði 103 millj- arða íslenskra króna. Kaupendurn- ir eru dönsku lífeyrissjóðirnir ATP og PFA, sænska tryggingarfyrirtæk- ið Folksam og fyrirtækið CPDyvig. Seðlabanki Íslands á veð í bankan- um til tryggingar þrautavaraláni sem Kaupþing fékk hjá Seðlabankanum í október 2008 að fjárhæð 500 millj- ónir evra. Tæpir 40 milljarðar verða staðgreiddir. Már Guðmundsson seðlabanka- stjóri segir að þessi niðurstaða sé ágæt miðað við aðstæður. Seðla- bankinn muni strax fá talsverða fjárhæð í erlendum gjaldeyri þegar frágangi viðskiptanna sé lokið auk möguleika á að endurheimta veð sitt að fullu þegar fram líða stundir. „Það var sú hætta fyrir hendi að við fengj- um ekkert fyrir bankann og hann yrði verðlaus. Þetta var eina tilboðið sem kom,“ sagði Már við fréttastofu RÚV. Vegagerðin merkti ný jarðgöng með vitlausu nafni: Vandræðagangurmeðnafngift „Þetta voru mistök, þau eiga að heita Bolungarvíkurgöng,“ segir G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vega- gerðarinnar. Það þótti fremur undar- legt þegar starfsmenn Vegagerðarinnar á Vestfjörðum neyddust til að líma yfir skilti sem gefur til kynna hvað ný göng á milli Bolungarvíkur og Hnífsdals eiga að heita. Skiltið sem sett var upp við gangamunnann bar nafnið Óshlíðar- göng og er þar vísað í veginn sem ligg- ur um Óshlíð og er leiðin til Bolungar- víkur frá Hnífsdal. Kristján L. Möller, fyrrverandi samgönguráðherra, hafði nefnt göngin Bolungarvíkurgöng fyr- ir tveimur árum. Þrátt fyrir nafngift ráðherrans var sett upp skilti sem bar nafnið Óshlíðargöng. „Göngin hétu Óshlíðargöng í útboðsgögnum fyrst. Það hefur verið vinnuheitið á göngun- um meðfram verkinu,“ segir G. Pétur Matthíasson. Athygli vakti að fyrir tæp- um tveimur árum var sett upp skilti til að merkja framkvæmdirnar við göng- in. Þar stóð skilti sem stóð á „Óshlíð- argöng“. Kristján Möller hafði þá nefnt göngin Bolungarvíkurgöng og veltu menn fyrir sér hvort Vegagerðin ætlaði ekki að fara eftir þeirri nafngift. Í sam- tali við vef ísfirska fréttablaðsins Bæjar- ins besta í október árið 2008 sagði Gísli Eiríksson, umdæmisstjóri Vegagerðar- innar á Ísafirði, að þá hefði ekki verið um misskilning að ræða heldur hefði skiltið verið prentað áður en ráðherra nefndi göngin. G. Pétur Matthíasson segir ástæðuna fyrir þessum vand- ræðagangi geta verið að það sé ekki alveg á hreinu innan Vegagerðarinn- ar hvenær hlutir fá nöfn. „Það er held- ur mikið á reiki hvenær og þá hvern- ig hlutir fá nöfn. Síðan ráðum við því ekki hvað fólk segir hvert við annað,“ segir G. Pétur sem segir enga óánægju vera innan Vegagerðarinnar með þessa nafngift ráðherrans. „Ekki hef ég orðið var við það.“ Bolungarvíkurgöng verða formlega opnuð laugardaginn 25. sept- ember af innanríkisráðherranum Ög- mundi Jónassyni. birgir@dv.is nafngift ráðherra Virðisthafafariðfram hjástarfsmönnum Vegagerðarinnar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.