Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.2010, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.2010, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIR 20. september MÁNUDAGUR Sími 569 3100 • Stórhöfða 25 • www.eirberg.is Ný kynslóð Rafskutlur -frelsi og nýir möguleikar Einfaldar í notkun og hagkvæmar í rekstri Helgi Rafn Brynjarsson, sem árið 2007 var sakaður um að hafa drepið hundinn Lúkas á Akureyri, krefst 500 þúsund króna í bætur frá 29 ára konu vegna ummæla sem hún lét um hann falla á bloggsíðu. Málið var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjaness á föstudag. Lúkasarmálið kom upp á svoköll- uðum Bíladögum á Akureyri í júní 2007. Gekk tölvupóstur milli manna þess efnis að hópur ungra manna hefði misþyrmt smáhundinum Lúkasi með því að setja hann ofan í íþróttatösku og sparka í hana þar til hundurinn drapst. Mikið var skrifað um málið á bloggsíðum þar sem Helgi Rafn var nafngreindur. Málið vatt upp á sig og vakti það mikla reiði í sam- félaginu. Síðar kom í ljós að hundur- inn Lúkas var sprelllifandi og var það því uppspuni frá rótum að Helgi Rafn hefði orðið honum að bana. Helgi Rafn kærði upphaflega um hundrað manns vegna ærumeiðinga. Málið sem tekið var fyrir á föstudag er það fyrsta og eina sem fer alla leið fyrir dómstólum, samkvæmt upplýs- ingum frá lögmanni hans, Arnari Kor- máki Friðrikssyni. Eitt annað meið- yrðamál fór fyrir dóm en dómssátt var gerð í því máli. Samþykkti hinn stefndi í því máli að greiða Helga 550 þúsund krónur í bætur. Konunni, sem nú er stefnt, er gef- ið að sök að hafa fullyrt að Helgi hefði framið „ógeðslegan glæp“, auk þess að birta mynd af honum á bloggsíðunni. Krefst Helgi þess að fá miskabætur að upphæð 500 þúsund krónur og auk þess 200 þúsund krónur til að kosta birtingu dómsins í fjölmiðlum. Aðal- meðferð í málinu fer fram þann 16. nóvember næstkomandi. einar@dv.is Krefst hálfrar milljónar í bætur vegna ummæla á bloggsíðu: Lúkasarmálið lifir Hundurinn Lúkas Helgi Rafn krefst 500 þúsund króna í bætur frá konunni. Össur verði ákærður Bjarni Harðarson, fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins og bóksali á Selfossi, segir á bloggi sínu að hann sakni þess að sjá ekki fleiri ákærða fyrir landsdómi vegna hrunsins og nefnir þar Össur Skarp- héðinsson utanríkisráðherra sér- staklega. „Það eina sem ég geri at- hugasemdir við er að ekki skuli fleiri ákærðir, þ.á m. núverandi utanríkis- ráðherra en sakfelling þeirra sem nú eru nefndir hlýtur að kalla á endur- skoðun þeirra mála.“ Taprekstur hjá lögreglunni Lögreglan á Suðurnesjum hefur ver- ið rekin með tapi undanfarin tíu ár að árinu 2009 undanskildu. Þá náð- ist fyrst fram afgangur, 25 milljón- ir króna, en uppsafnað tap var 186 milljónir króna árið áður. Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á Suðurnesjum, sagði í samtali við Ríkisútvarpið að þessar 25 milljónir í afgang hefðu ekki færst yfir á þetta ár heldur farið upp í hallann. Emb- ættið væri fyrst nú á áætlun, það yrði einhver afgangur á þessu ári og hann færi væntanlega líka upp í þennan gamla halla. Með byssu á Landspítalanum Sérsveit ríkislögreglustjóra af- vopnaði mann á sextugsaldri á Landspítalanum að morgni sunnudags. Hann er talinn and- lega vanheill. Lögreglan á höfuð- borgarsvæðinu segir manninn hafa verið vistaðan á viðeigandi stofnun eftir að yfirheyrslum yfir honum lauk. Vopnið sem hann var með slíðrað er hálfsjálfvirk skammbyssa en lögreglan segist ekki vita hvað manninum gekk til. Byssan var óhlaðin. Maður- inn kom á Landspítalann í leit að læknisþjónustu. Hann sýndi starfsfólki spítalans slíðrað vopnið. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, ætlar að ræða við Ivan Gašparovic, forseta Slóvakíu, um málefni Evrópu og stöðu Róma-barna í landinu en Amnesty Internation- al hefur varpað ljósi á umfangsmikil mannréttindabrot gegn börnunum. Mannrétt- indabrotin eru framin innan skólakerfisins og koma fram í aðskilnaðarstefnu. Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, segist vilja ræða við for- seta Slóvakíu, Ivan Gašparovic, um mannréttindastöðu Róma-barna í Slóvakíu. Gašparovic átti fund á sunnudaginn með Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands, og hitt- ir svo í dag Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra og Össur Skarphéð- insson utanríkisráðherra auk þess sem hann heimsækir Alþingi. Í gær- kvöld bauð forseti Íslands forsetan- um ásamt fylgdarliði til kvöldverðar á Bessastöðum. Forsetinn heldur af landi brott í dag eftir skoðunarferð til Þingvalla. „Ég mun einnig ræða við hann um málefni Evrópu í víðu samhengi,“ segir Ólafur í samtali við DV. „Mér finnst jákvætt að taka vel á móti öll- um þeim evrópsku þjóðhöfðingjum sem vilja heiðra okkur með heim- sókn sinni og ræða mál sem eru efst á baugi. Vissulega eru aðstæður Róma-barnanna eitt þeirra.“ Mikið verk fyrir höndum Ólafur segist hafa kynnt sér vand- aða úttekt samtakanna Amnesty International og tilmæli þeirra til ríkisstjórnar Slóvakíu. „Ég tel að rík- isstjórnin eigi afar mikið verk fyr- ir höndum, mér skilst að hlutirnir séu að hreyfast í rétta átt. Gefin hafa verið loforð um að binda enda á að- greiningu og mismunun en það er ef til vill ekki ljóst hvernig á að gera það og ég mun ræða það við hann.“ Ólafur vísar í nýja áætlun rík- isstjórnarinnar sem felur í sér lof- orð um að binda enda á aðskiln- að Róma-barna í skólum landsins. Hann viti einnig af áhyggjum Am- nesty International um að áætlunin nái ekki fram að ganga þar sem hún sé ekki sett í forgang og hafi ekki enn verið fylgt eftir með aðgerðum. Aðskilnaðarstefna í Evrópu Davíð Þór Jónsson, talsmaður Am- nesty International á Íslandi, segir mikilvægt að fylgjast með aðgerðum slóvakísku ríkisstjórnarinnar. Hann segir ríkisstjórnina hafa brugðist börnunum og þar sé aðskilnaðar- stefna við lýði. Þau fái ekki tækifæri til menntunar og séu þannig dæmd til að lifa á jaðri samfélagsins í fátækt. „Þau eru með þessu gerð valdalaus og raddlaus. Stuðst er við námsmat sem þeim er nærri ómögulegt að standast. Þar eru tekin til atriði eins og málskilningur og félagslegar að- stæður. Rómabörnin tala ekki sló- vakísku og þau búa við mikla fátækt. Þannig er þeim úthýst frá upphafi.“ Davíð Þór segir ástæður að- skilnaðarins að hluta stafa af óvild í garð Róma-fólks og að hluta af ófullkomnu menntakerfi sem sé ekki í stakk búið til að mennta börn af Róma-uppruna. Um fordóm- ana segir hann að foreldrar slóvak- ískra barna vilji ekki að börn sín eigi samneyti við Róma-börn. Kennar- ar barnanna séu líka með fordóma gegn þeim. Hann nefnir að aðstæð- ur þessara barna séu oft ömurlegar. Oft sé gengið langt í því að tryggja að Róma-börn blandi ekki geði við nemendur af öðrum uppruna. Þau séu meira að segja stundum læst inni í kennslustofum. Róma-börn í Slóvakíu búa við aðskilnað- arstefnu innan menntakerfisins. Börnin eru á grundvelli mats á félagslegum aðstæðum og tungumálakunnáttu send í skóla sem ætlaðir eru nemendum með „væga vitsmunalega fötlun“ eða skóla þar sem nemendur eru hreint og klárt aðgreindir eftir uppruna. Amnesty International sendi nýverið tilmæli til ríkisstjórnar Slóvakíu um aðgerðir til að binda enda á aðskilnað í menntakerfinu. Samtökin hafa sýnt fram á alvarlega bresti á framkvæmd og eftirliti með banni við mismunun og aðskilnaði í skólum landsins. Samkvæmt könnun sem gerð var árið 2009 eru Róma-börn 60% nemenda í sérskólum í Slóvakíu, enda þótt Róma-fólk sé aðeins 10% af íbúafjölda. BROTIÐ Á BÖRNUM KRISTJANA GUÐBRANDSDÓTTIR blaðamaður skrifar: kristjana@dv.is Gefin hafa ver-ið loforð um að binda enda á aðgrein- ingu og mismunun. HEIMSÓKN Í SKUGGA BROTA GEGN BÖRNUM Viðræður við forseta Slóvakíu Ólafur Ragnar Grímsson og Ivan Gašparovic, forseti Slóvakíu. MYND RÓBERT REYNISSON

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.