Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.2010, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.2010, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIR 20. september MÁNUDAGUR Hvernig munu farþegaþotur fram- tíðarinnar líta út eftir 2.050 ár? Nú hefur starfshópur verkfræðinga frá evrópska flugvélaframleið- andanum Airbus unnið skýrslu þar sem varpað er fram nokkrum hugmyndum um flugsamgöng- ur í framtíðinni. Þeir stinga með- al annars upp á þotu með ósýni- legan skrokk. Farþegarnir munu þannig geta séð stjörnurnar fyrir ofan sig og borgarljósin fyrir neð- an. Verkfræðingarnir hafa einnig þróað leiðir sem eiga að draga úr eldsneytisnotkun flugvéla í fram- tíðinni og draga úr hljóðmengun í flugsamgöngum. Ósýnileg þota Það er líkt og þotan hafi verið strokuð út. Fyrst hverfur þakið, þá gólfið og smám saman fer far- þegunum að líða líkt og þeir svífi í lausu lofti. Þeir verða við fyrstu sýn líklega örlítið smeykir og halda sér þéttingsfast í sæti sín. En farþegarnir, sem eru rúm- lega 300 talsins, hrynja ekki til jarðar. Í staðinn heldur ferð þeirra um himininn áfram. Fyrir ofan þá gefur að líta óteljandi stjörnur Vetrarbrautarinnar og fyrir neð- an sig sjá farþegarnir borgarljósin á jörðu niðri sem virka agnarsmá úr háloftunum. Þessi tækni er enn sem komið er nokkuð fjarlægur draumur en gert er ráð fyrir að ytra borð flugvélarinnar sé þakið sér- stakri gerð keramíks. Með einum hnappi myndi flugstjórinn senda rafmagnsstraum í gegnum efnið sem þá yrði ósýnilegt. Raunsæjar hugmyndir „Farþegar í þessari gerð flugvéla myndu upplifa flugferðina á nýstár- legan hátt,“ segir Axel Krein, for- stöðumaður rannsókna- og tækni- sviðs hjá evrópska flugrisanum Airbus. Úrvalsteymi verkfræðinga sem starfar undir honum fann upp á þessari hugmynd en hópurinn starf- ar eingöngu við hugmyndavinnu fyr- ir flugvélar framtíðarinnar. „Við sögðum verkfræðingunum okkar að gefa ímyndunaraflinu laus- an tauminn. Niðurstöðurnar voru fullkomlega raunsæjar hugmyndir um flugsamgöngur árið 2050. Starfs- fólkið okkar er ákaflega jarðbundið. Tæknin er að mestu leyti til staðar í dag,“ útskýrir Krein hróðugur. Samt verður að segjast að hugmyndir Air- bus hljóma eins og þær séu fengnar úr vísindaskáldsögum. Flugvélin geri við sig sjálf Önnur hugmynd starfshópsins geng- ur út á að ytra borð flugvéla muni geta gert við sig sjálft. Um leið og það skynjaði minnstu sprungu í flugvél- inni myndu örsmá nanó-hylki opn- ast. Þau myndu seyta hátæknilegum límefnum sem myndu umsvifalaust gera við skemmdina. „Flugvélin yrði næstum því að lifandi veru,“ segir Krein. Aukið hreinlæti virðist einnig vera kappsmál hjá framtíðarflug- vélahönnuðum Airbus. Nanó-efni myndu sjá til þess að sætin hreins- uðu sig sjálf. Sú tækni myndi bjóða upp á hreinni flugvélar og myndi spara kostnaðinn við að ráða ræst- ingarfólk. „Flugfarþegum framtíðarinnar mun ávallt líða eins og þeir sitji í glæ- nýrri flugvél sem er í þann mund að leggja af stað í jómfrúarflugið,“ segir Krein. Skynjarar myndu koma í veg fyr- ir að farþegarnir fyndu fyrir ókyrrð með því að stýra flugvélinni sjálfvirkt frá óþægilegum straumum í loftinu. Innbyggðir hreyflar En mikilvægustu verkefni verkfræð- inga snúa að eldsneytissparnaði og minnkun hljóðmengunar vegna þota. Til þess að ná þeim markmið- um boða þeir byltingu í byggingu flugvéla. Hreyflarnir myndu verða innbyggðir í bol flugvélarinnar í stað þess að liggja undir vængjunum. Flugvélin yrði hönnuð með aukna straumlínulögun í huga. „Farþegarn- ir munu varla heyra í hreyflunum. Og fólkið niðri á jörðunni enn síður. Hreyflarnir verða að vísu óaðgengi- legri með þessum máta, sem myndi gera viðhald erfiðara, en við gerum ráð fyrir að hreyflar framtíðarinnar þurfi ekki á viðhaldi að halda árið 2050,“ segir Krein. Fljúgandi halakörtur Starfshópurinn leggur til byltingar- kennda gerð nýrra flugvéla. Lögun flugvélanna, sem líkjast einna helst fljúgandi halakörtum, mun einn- ig draga úr eldsneytisþörfinni. Hún veitir þotunum aukinn lyftikraft og þar hjálpa lengri og mjórri vængir einnig til. Ef ein sniðugasta hugmynd starfs- hópsins verður að veruleika munu farþegarnir sjálfir stuðla að minni eldsneytisnotkun flugvélanna – án þess að taka eftir því. Líkamshita far- þeganna yrði safnað og hann yrði nýttur með varmaskiptabúnaði. En eins og Axel Krein hjá Airbus bend- ir á er það alls ekki ný hugmynd: Bændur víða um lönd hafa um aldir byggt fjós með það að markmiði að líkamshiti nautgripanna hiti híbýli þeirra. HELGI HRAFN GUÐMUNDSSON blaðamaður skrifar: helgihrafn@dv.is ÓSÝNILEGAR FLUGVÉLAR Í HÁLOFTUM FRAMTÍÐARINNAR Framtíðarþota ÞotaframtíðarinnarsemstarfshópurAirbushefurhannað.Axel Krein,forstöðumaðurrannsókna-ogtæknisviðshjáAirbus,segiraðverkfræðingarnir hafifengiðaðgefaímyndunaraflinulausantauminn.MYND AIRBUS Ný tækni Mikilvægastamarkmiðverkfræðingannaeraðdragaúreldsneytisþörf flugvélaogdragaúrhljóðmengunafvöldumþeirra.MYND AIRBUS Raunsæjar hugmyndir „Niðurstöðurnarvorufullkomlegaraunsæjarhugmyndir umflugsamgöngurárið2050.Starfsfólkiðokkarerákaflegajarðbundið.Tækninerað mestuleytitilstaðarídag.“MYND AIRBUS Við sögðum verkfræðing- unum okkar að gefa ímyndunaraflinu lausan tauminn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.