Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.2010, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.2010, Blaðsíða 16
16 erlent 20. september Mánudagur bandarískur fangi: Hefur stefnt 3.800 manns Bandaríska fanganum Jonathan Lee Riches hefur verið stefnt fyrir dóm- stólum þar í landi. Ástæðan fyrir stefnunni er nokkuð óvenjuleg. Lee Riches hefur nefninlega sjálfur stefnt um það bil 3.800 manns í gegn- um tíðina. Meðal þeirra má nefna tónlistarmanninn Stevie Wonder, George W. Bush, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, og sjónvarpskonuna Martha Stewart, sem er Íslendingum að góðu kunn. Þá hefur hann stefnt heim- spekingnum Plató, sem dó reynd- ar fyrir mörg þúsund árum. Einnig varð fyrrver- andi reikistjarn- an Plútó fyrir barðinu á hinum lögsóknarglaða refsifanga. Nú hafa yfirvöld í Bandaríkjnum hins vegar tekið sig til og stefnt Lee Riches fyrir að trufla störf dómstóla með ótelj- andi stefnum sem ekkert vit er í. Það er gert í þeirri von að hann láti af þessari sérstæðu iðju sinni. Riches hefur setið í fangelsi í 10 ár fyrir kreditkortasvindl og hefur notað mestan tíma sinn í að stefna fólki fyrir mjög óljósar eða engar sakir. Yfirvöld krefjast þess nú að fangels- isstjórinn í fangelsinu þar sem Lee Riches afplánar dóm sinn banni honum að senda stefnur út um allt. Mark Zuckerberg, stofnandi og eigandi Facebook, hefur sagt að helst vaki fyrir honum að auka flæði upplýsinga. Þessari staðhæfingu er aðgerðarhóp- ur sem berst gegn fordómum gegn samkynhneigðum ósam- mála. Meðlimir hópsins segja að hluti Facebook-síðu þeirra hafi verið gerður óvirkur. Þeir fullyrða að þetta sé gert af pól- itískum ástæðum. Annar hópur, sem hvetur fólk til að sniðganga olíufélag- ið BP, tekur í sama streng. Þau segja að vefsíðu sinni hafi verið lokað og að ástæðurnar séu mjög grunsamlegar. Facebook hefur hins vegar lýst því yfir að þess konar herferð eigi einfald- lega ekki heima á Facebook. Mörgum finn skjóta skökku við að halda því fram, enda er Fac- ebook mjög stórt samskipta- tæki fyrir stjórnmálamenn og hvers konar herferðir. gagnrýna facebook: Saka Facebook um ritskoðun Martha stewart george W. bush Íraksstjórn hefur gert samkomulag við Bandaríkjamenn sem voru gíslar Saddams Hussein í aðdraganda Persaflóastríðsins. Þeir hafa árum saman krafist skaðabóta vegna tjónsins sem þeir urðu fyrir. Írak mun borga þeim samtals sem nemur um 46 milljörðum króna. Margir Írakar eru reiðir vegna þessa og skilja ekki hvers vegna hin stríðshrjáða þjóð þarf að greiða Bandaríkjamönnum fyrir misgjörðir einræðisherrans heitna. stríðshrjáð þjóð Íraksstjórn hefur ákveðið að greiða banda- rískum gíslum Saddams Hussein árið 1990 400 milljónir dala í skaðabætur. Margir Írakar mótmæla því að þjóðin stríðshrjáða borgi Bandaríkjamönnum skaðabætur. ÍRAKAR BORGA SKAÐABÆTUR Ríkisstjórn Íraks hefur samþykkt að greiða Bandaríkjamönnum, sem segj- ast hafa orðið fyrir tjóni vegna ógnar- stjórnar Saddams Hussein, 400 millj- ónir Bandaríkjadala, sem jafngildir um 46 milljörðum íslenskra króna, í skaðabætur. Ríkisstjórnin hefur gert sáttmála við Bandaríkjamennina sem hafa í áraraðir háð baráttu fyrir dóm- stólum. Þeir segjast hafa verið pynt- aðir af írökskum stjórnvöldum í fyrra Persaflóastríðinu, þegar herir Sadd- ams réðust inn í nágrannaríkið Kúvæt. Samkomulagið hefur reitt marga Íraka til reiði sem sjálfir þjáðust af völdum Saddams og innrásar Banda- ríkjamanna og bandalagsþjóða þeirra inn í landið árið 2003. Margir velta fyr- ir sér hvers vegna þeir þurfi að borga fyrir glæpi einræðisherrans. Þá hefur komið í ljós upp á síð- kastið að langtímaáhrif innrásarinnar 2003 verða mun verri en áður var talið en Bandaríkjamenn og Bretar notuðu rýrt úran í skotfæri og sprengjur í stríð- inu sem hefur valdið gífurlegri meng- un í Írak. Írak er eitruð eyðimörk, segir þekktur jarðfræðingur um málið. gíslar saddams Yfirvöld í Írak, undir stjórn Saddams Hussein, tóku hundruð Bandaríkja- manna sem gísla í aðdraganda Persa- flóastríðsins árið 1991. Saddam vonaði að það myndi hræða Bandaríkjamenn og bandamenn þeirra frá því að ráðast á landið. Margir gíslanna hafa staðið í málaferlum við yfirvöld í Írak æ síð- an og viljað skaðabætur fyrir meintar pyntingar og þann sálræna skaða sem þeir urðu fyrir þegar þeim var haldið föngnum. Samkomulagið verður að fara fyrir þingið í Írak, en talið er að erfitt verði fyrir ríkisstjórnina að afla fylgis við það þar vegna andstöðu þjóðarinnar og þeirrar staðreyndar að þingið hef- ur aðeins einu sinni komið saman frá þingkosningunum 7. mars. kröfurnar nema 10 milljörðum dala Ali al-Dabbagh, talsmaður ríkisstjórn- innar, nefndi ekki upphæðina sem Írak hefur samþykkt að borga. En írakskir embættismenn hafa áður sagt að Írak muni borga Bandaríkjamönnunum sem þjást vegna innrásarinnar í Kú- veit 400 milljónir dollara. Al-Dabbagh segir að líta verði á samkomulagið sem varnarsigur fyrir Írak þar sem kröfur Bandaríkjamannanna nema samtals um tíu milljörðum Bandaríkjadala. Talsmaðurinn sagði að samkomu- lagið myndi enn fremur stuðla að því að hömlum þeim er alþjóðsamfélagið hefur lagt á Írak verði aflétt. gríðarleg reiði Eins og áður segir hefur umræðan um að Írakar borgi Bandaríkjamönnum bætur valdið mörgum landsmönn- um mikilli reiði. Spurt er hvenær Bandaríkjamenn borgi Írökum sem þjáðst hafa vegna aðgerða stjórnvalda í Washington. Vefsíðan Iraq Body Count, sem safnað hefur gögnum um mannfall meðal almennra borgara í Írak í stríðinu, segir að um 100 þúsund Írakar hafi látið lífið vegna ofbeldis frá innrásinni árið 2003. Hið virta lækna- blað Lancet reiknaði út árið 2006 að um 655 þúsund almennir borgarar hefðu fallið vegna stríðsins. Verra en í Hiroshima Þá hafa nýjar skýrslur og rannsókn- ir um umhverfismengun vegna inn- rásarinnar valdið mikilli reiði í Írak. Staðfest hefur verið að Bretar og Bandaríkjamenn notuðu skotfæri og sprengjur sem innihalda rýrt úran (e. depleted uranium) við innrásina í Írak árið 2003. Samkvæmt nýrri rannsókn eru fæðingargallar algengari og tíðni krabbameins og hvítblæðis hærri í íröksku borginni Fallujah en í Hir- oshima skömmu eftir að kjarnorku- sprengju var varpað á borgina undir lok seinni heimsstyrjaldar. írak er eitruð eyðimörk Þekktur jarðfræðingur og sérfræðing- ur í rýrðu úrani, Leuren Moret, telur framtíð Íraka vera svarta: „Erfðamengi írakskra borgara framtíðarinnar er svo gott sem ónýtt.“ Tehran Times fjallar um skrif Morets en þar segir hún einn- ig þetta: „Langtímaáhrif af rýrðu úrani eru hrein dauðarefsing. Írak er eitruð eyðimörk. Hver sem þar er er líkleg- ur til að fá krabbamein eða hvítblæði. Í Írak er fæðingartíðni stökkbreyttra algjörlega stjórnlaus.“ Moret útskýr- ir: „Fyrir hvern erfðagalla sem við sjá- um núna munum við sjá þúsundir hjá kynslóðum framtíðarinnar.“ Hún segir umhverfið í Írak núna vera fullkom- lega geislavirkt. Tíföldun krabbameinstilfella Alþjóðaheilbrigðisstofnunin, WHO, rannsakar nú mikinn fjölda fæðingar- galla í Írak en læknar þar í landi hafa bent á að líklega tengist þeir notkun Helgi Hrafn guðMundsson blaðamaður skrifar: helgihrafn@dv.is Spurt er hvenær Banda-ríkjamenn borgi Írökum sem þjáðst hafa vegna aðgerða stjórnvalda í Washington. sprengdir með rýrðu úrani Skriðdrekar Íraka sem sprengdir voru með sprengjum með rýrðu úrani við úthverfi Bagdad í maí 2003. Læknar og vísindamenn hafa áhyggjur af áhrifum rýrðs úrans. Mynd reuTers

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.