Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.2010, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.2010, Blaðsíða 21
Sigurður Einarsson FYRRV. STJÓRNARFORMAÐUR KAUPÞINGS Sigurður fæddist í Reykjavík og ólst þar upp. Hann lauk stúdentsprófi frá MH 1980, cand. polit.-prófi frá Kaup- mannahafnarháskóla 1987 og öðlað- ist réttindi sem löggiltur verðbréfa- miðlari í EES árið 1994. Sigurður var starfsmaður hjá Den danske bank 1982–88 og fulltrúi þar frá 1986, sérfræðingur hjá Iðnaðar- banka Íslands hf. 1988–90 og hjá Ís- landsbanka hf. 1990–94, forstöðu- maður hjá Kaupþingi hf. 1994–96, aðstoðarforstjóri þar frá 1996, for- stjóri Kaupþings frá 1997 og síðan stjórnarformaður Kaupþings 2003– 2008. Þá var Sigurður stundakennari við Háskóla Íslands 1993–97. Sigurður sat í stjórn Kauphall- ar Íslands 1993–97, Verðbréfa- þings Íslands frá 1997, í stjórn Samtaka fjármálafyrirtækja, var for- maður Samtaka verðbréfafyrirtækja, sat í stjórnum dótturfyrirtækja Kaup- þings og situr í stjórn Norvestia og Aurora velgerðarsjóðs. Fjölskylda Sigurður kvæntist 20.5. 1995 Arn- dísi Björnsdóttur, f. 23.5. 1955, við- skiptafræðingi og forstöðumanni hjá Búnaðarbanka Íslands. Hún er dóttir Björns Jenssonar, f. 30.12. 1930, skrif- stofustjóra í Reykjavík, og k.h., Elínar Óladóttur, f. 27.1. 1932, húsmóðir. Börn Sigurðar og Arndísar eru Þórunn, f. 17.5. 1994; Björn, f. 13.9. 1997. Systur Sigurðar: Helga, f. 21.7. 1949, d. 29.9. 1994, meinatæknir í Reykjavík; Kristjana Erna, f. 5.1. 1954, hjúkrunarfræðingur og fram- kvæmdastjóri starfsmannamála Rík- isspítalanna; Þóra, f. 17.12. 1958, d. 10.1. 1970, nemi. Foreldrar Sigurðar: Einar Ág- ústsson, f. 23.9. 1922, d. 12.4. 1986, bankastjóri, alþm., utanríkisráð- herra og sendiherra, og k.h., Þórunn Sigurðardóttir, f. 12.5. 1927, húsmóð- ir. Ætt Einar var sonur Ágústs, b. í Mið- ey í Landeyjum, kaupfélagsstjóra í Hallgeirsey og kaupmanns í Dan- mörku, bróður Árna, póst– og sím- stöðvarstjóra á Hvolsvelli. Ágúst var sonur Einars, b. í Miðey, Árnasonar og Helgu, systur Þórunnar, móður Gizurar hæstaréttardómara, föður Sigurðar hrl. og Bergsteins, bruna- málastjóra. Helga var einnig systir Guðrúnar, langömmu Sveinbjörns Baldvinssonar rithöfundar. Helga var dóttir Ísleifs, b. á Kanastöðum í Landeyjum Magnússonar, b. á Kana- stöðum Magnússonar, b. í Núpakoti Einarssonar. Móðir Magnúsar Ein- arssonar var Hildur Magnúsdóttir, systir Þuríðar, langömmu Jensínu, móður Ásgeirs Ásgeirssonar for- seta. Móðir Helgu var Sigríður, syst- ir Hólmfríðar, langömmu Gunn- ars Zoega hagfræðings, föður Gylfa Zoega hagfræðiprófessors. Sigríður var einnig systir Höllu, ömmu Gunn- laugs Scheving listmálara. Bróðir Sigríðar var Magnús, langafi Svein- björns Dagfinnssonar ráðuneytis- stjóra. Sigríður var dóttir Árna, dbrm. á Stóra-Ármóti í Flóa Magnússonar, b. í Þorlákshöfn Beinteinssonar, lrm. á Breiðabólstað Ingimundarsonar, b. í Hólum Bergssonar, ættföður Berg- sættar Sturlaugssonar. Móðir Einars var Helga kennari, systir Helga, alþm. og læknis á Stór- ólfshvoli. Helga var dóttir Jónas- ar, b. á Reynifelli, bróður Guðríðar, langömmu Gunnars Ragnars for- stjóra. Jónas var sonur Árna, hrepp- stjóra á Reynifelli, bróður Ingiríðar, langömmu Kristínar, móður Þórðar Friðjónssonar, forstjóra Þjóðhags- stofnunar. Bróðir Árna var Jón, afi Jóns Helgasonar, skálds og prófess- ors. Árni var sonur Guðmundar ríka á Keldum Brynjólfssonar, hrepp- stjóra á Vestri–Kirkjubæ Stefánsson- ar, hreppstjóra í Árbæ, bróður Ólafs á Fossi, langafa Odds á Sámsstöðum, langafa Davíðs Oddssonar Morgun- blaðsritstjóra. Stefán var einnig bróð- ir Jóns í Vindási, afa Stefáns, langafa Guðmundar, afa Jóhönnu Sigurðar- dóttur forsætisráðherra. Þá var Stef- án langafi Steins, langafa Ágústu, móður Ólafs Ísleifssonar hagfræð- ings. Loks var Stefán bróðir Brands í Rimhúsum, langafa Þorbjargar, í Haga í Holtum, langömmu Gísla á Eyrarbakka, afa Gylfa Magnússonar, fyrrv. viðskiptaráðherra. Stefán var sonur Bjarna, ættföður Víkingslækj- arættar Halldórssonar. Móðir Helgu kennara var Sigríður Helgadóttir, b. í Árbæ Jónssonar. Þórunn er dóttir Sig- urðar, sýslu- skrifara í Arnar- holti og Borg- ar- nesi og bæj- ar- fóg- etaritara í Reykjavík, bróður Jóns á Hamri, föður Þorsteins skálds frá Hamri. Sigurður var sonur Þor- steins, b. á Hamri Sigurðssonar, b. í Höll Þorsteinssonar, b. á Glitstöð- um í Norðurárdal Sigurðssonar, b. í Höll Guðmundssonar. Móðir Þor- steins á Glitstöðum var Þórunn Þor- steinsdóttir, systir Þorvalds, langafa Sigríðar, móður Halldórs Laxness. Móðir Þorsteins á Hamri var Þórdís Þorbjarnardóttir, b. á Helgavatni Sig- urðssonar, og Margrétar Halldórs- dóttur, fróða á Ásbjarnarstöðum Pálssonar, langafa Jóns, föður Hall- dórs, stjórnarformanns og arkitekts, og Selmu, forstöðukonu Listasafns Íslands. Móðir Sigurðar sýsluskrifara var Þórunn Eiríksdóttir, b. á Svigna- skarði Ólafssonar, b. á Lundum Þor- bjarnarsonar, föður Ólafs, langafa Bjarna Benediktssonar forsætisráð- herra, föður Valgerðar alþm. Móðir Þórunnar var Kristjana Ólafía Einarsdóttir, sjómanns í Reykjavík Eyjólfssonar. 30 ÁRA „„ Karolina Lewandowska Hverfisgötu 10, Hafnarfirði „„ Pavla Nevarilova Brekkuhvarfi 9, Kópavogi „„ Agnieszka Bakowska Framnesvegi 44, Reykjavík „„ Steinunn Lukka Sigurðardóttir Litlagerði 6, Reykjavík „„ Jón Geir Ásgeirsson Kríuási 47, Hafnarfirði „„ Davíð Páll Viðarsson Hlíðarvegi 90, Reykja- nesbæ „„ Baldur Már Kristmundsson Vesturbergi 31, Reykjavík „„ Eva Dögg Long Bjarnadóttir Stigahlíð 2, Reykjavík „„ Róbert Þórðarson Goðaborgum 8, Reykjavík „„ Þór Hallgrímsson Vættaborgum 18, Reykjavík „„ Pálmi Jónsson Skagfirðingabraut 7, Sauð- árkróki „„ Hjalti Jón Kjartansson Berghólum 23, Selfossi „„ Adam Örn Jóhannsson Miðbraut 3, Seltjarn- arnesi „„ Lena Huld Sigurðardóttir Skjólbraut 2, Kópavogi „„ Bjarni Már Ólafsson Krummahólum 2, Reykjavík 40 ÁRA „„ Anna Dóra Helgadóttir Álfatröð 7b, Egils- stöðum „„ Jón Birgir Valsson Brekkusmára 1, Kópavogi „„ Birgir Þór Jónsson Vesturbrún 9, Flúðum „„ Guðrún Jóna Thorarensen Garðsstöðum 44, Reykjavík „„ María Elísabet Guðsteinsdóttir Álftamýri 6, Reykjavík „„ Guðbjörg Vernharðsdóttir Álfaborgum 15, Reykjavík „„ Soffía Hildur Pálsdóttir Tjarnarlundi 2d, Akureyri „„ Þórhildur Loftsdóttir Haukagili, Blönduósi „„ Harpa Margrét Leifsdóttir Hagaflöt 22, Garðabæ 50 ÁRA „„ Vigfús Hallgrímsson Álfatúni 25, Kópavogi „„ Haraldur Gunnarsson Kleifarási 12, Reykjavík „„ Þuríður Sævarsdóttir Hverfisgötu 75, Reykjavík „„ Elvar Eyvindsson Skíðbakka 2, Hvolsvelli „„ Arndís Þórðardóttir Álfaskeiði 94, Hafnarfirði „„ Jónína Ólöf Sighvatsdóttir Þrastarhólum 10, Reykjavík „„ Sigurlaug Þorsteinsdóttir Sæbólsbraut 2, Kópavogi „„ Böðvar A. Eggertsson Þórunnarstræti 108, Akureyri „„ Birgir Karl Knútsson Álfabyggð 22, Akureyri „„ Kristrún Harpa Kjartansdóttir Bogaslóð 10, Höfn í Hornafirði „„ Sigurður Guðnason Tunguvegi 7, Reykjanesbæ „„ Jón Bjarni Gíslason Dalbraut 45, Akranesi „„ Guðríður Sigurðardóttir Krókavaði 12, Reykjavík „„ Ómar Jóhannsson Steinahlíð 7, Hafnarfirði „„ Bjarni Helgason Þingási 21, Reykjavík „„ Hjördís Jónsdóttir Dynskógum 1, Hveragerði 60 ÁRA „„ María Sigurðardóttir Ystaseli 3, Reykjavík „„ Erna Stefánsdóttir Ægisgötu 10, Reykjavík „„ Margrét S. Gunnarsdóttir Mýrarási 10, Reykjavík „„ Lilja G. Ólafsdóttir Borgarhrauni 6, Hveragerði „„ Guðmunda Ingjaldsdóttir Stóragerði 32, Reykjavík „„ Ásgerður Halldórsdóttir Blásölum 24, Kópavogi „„ Ólrikka Sveinsdóttir Bakkavegi 21, Reykja- nesbæ „„ Snorri Sturluson Aðalgötu 12, Suðureyri „„ Björn Helgi Jónasson Urðarbakka 16, Reykjavík „„ Sigurður Michaelsson Iðufelli 4, Reykjavík „„ Guðrún Guðbjartsdóttir Birkigrund 21, Selfossi 70 ÁRA „„ Ólafur Bertelsson Trönuhjalla 15, Kópavogi „„ Sigurður R. Bjarnason Veghúsum 31, Reykjavík „„ Unnur Kristjánsdóttir Flyðrugranda 6, Reykjavík „„ María Jóhannesdóttir Kríuási 15, Hafnarfirði 75 ÁRA „„ Elfa Björnsdóttir Kaupvangi 45, Egilsstöðum „„ Guðmundur Jóhannsson Árhvammi 1a, Egilsstöðum „„ Sveinn Jóhannsson Faxatröð 11, Egilsstöðum „„ Jón Björnsson Breiðvangi 1, Borgarfirði (eystri) „„ Guðmundur Jónsson Aðalstræti 20, Ísafirði „„ Jóhann Gunnarsson Bjarkarheiði 12, Hvera- gerði „„ Hilmar Steingrímsson Breiðuvík 7, Reykjavík „„ Guðbjörg K. Valdimarsdóttir Hólmvaði 8, Reykjavík 80 ÁRA „„ Hannes Bjarnason Varmalandi, Flúðum „„ Vilhelmína Baldvinsdóttir Kirkjubraut 7, Seltjarnarnesi „„ Vilborg Helga Kristjánsdóttir Hringbraut 50, Reykjavík „„ Ásta Þorgerður Jakobsdóttir Torfnesi Hlíf 1, Ísafirði „„ Ásvaldur Ingi Guðmundsson Núpi, Þingeyri 85 ÁRA „„ Sigurður Árnason Miðbraut 12, Seltjarnarnesi 90 ÁRA „„ Guðrún Þorláksdóttir Hraunvangi 7, Hafn- arfirði 95 ÁRA „„ Ragnheiður Jónsdóttir Mýrakoti, Hofsós 103 ÁRA „„ Guðný Ásbjörnsdóttir Kleppsvegi Hrafnistu, Reykjavík 30 ÁRA „„ Marsha Loraine Italia Eggertsgötu 6, Reykjavík „„ Agim Gashi Torfufelli 30, Reykjavík „„ Guðrún Halldórsdóttir Drekavöllum 10, Hafnarfirði „„ Guðrún Jónsdóttir Þorláksgeisla 3, Reykjavík „„ Valdís Ósk Valsdóttir Tunguvegi 6, Reykja- nesbæ „„ Jóna Björg Jónsdóttir Vallarási 12, Reykja- nesbæ „„ Berglind Aðalsteinsdóttir Reykjahlíð 10, Reykjavík „„ Berglind Einarsdóttir Suðurgötu 100, Hafn- arfirði „„ Ari Fenger Sólvallagötu 16, Reykjavík „„ Ásdís Björg Jakobsdóttir Maríubakka 22, Reykjavík „„ Sandra Jónsdóttir Svarthömrum 32, Reykjavík „„ Fatiha Kamal Helgubraut 31, Kópavogi „„ Rachelle Nicole Robinson Hofakri 3, Garðabæ „„ Misels Misakjans Efstahjalla 21, Kópavogi „„ Hlynur Þór Jensson Helgamagrastræti 2, Akureyri 40 ÁRA „„ Bogdan Cybulski Holtsgötu 36, Reykjanesbæ „„ Adam Jan Szczepanski Vesturbrún 28, Reykjavík „„ Dariusz Adam Malinowski Flúðaseli 90, Reykjavík „„ Iveta Golubeva Hjalteyrargötu 20, Akureyri „„ Jón Geir Birgisson Rauðalæk 69, Reykjavík „„ Anna Valbjörg Ólafsdóttir Núpabakka 9, Reykjavík „„ Anna Margrét Gunnarsdóttir Höfðabrekku 25, Húsavík „„ Álfheiður Hrönn Ástvaldsdóttir Baugakór 18, Kópavogi „„ Svala Hilmarsdóttir Breiðvangi 24, Hafnarfirði „„ Sigrún Eugenio Jónsdóttir Bogabraut 950, Reykjanesbæ „„ Ásdís Birgisdóttir Pílutúni 6, Akureyri „„ Ómar Þór Kristinsson Bolholti 6, Reykjavík 50 ÁRA „„ Hulda Björg Birgisdóttir Háseylu 20, Reykja- nesbæ „„ Höskuldur Stefánsson Dvergagili 2, Akureyri „„ Kolbrún Skúladóttir Fífumóa 5a, Reykjanesbæ „„ Garðar Gunnar Þorgilsson Njálsgerði 2, Hvolsvelli „„ Sigríður B. Kjartansdóttir Akurholti 8, Mos- fellsbæ „„ Gun Carina Holmvik Þorbjörnsson Skógar- lundi 5, Garðabæ „„ Marek Borys Suðurgötu 23, Akranesi „„ Pétur Ásgeirsson Klausturhvammi 26, Hafn- arfirði „„ Helgi Þór Eiríksson Helgafelli 1, Mosfellsbæ „„ Sjöfn Þráinsdóttir Hofgörðum 23, Seltjarn- arnesi „„ Þorgeir Jóhannesson Rauðalæk 37, Reykjavík „„ Anna Þórðardóttir Langholtsvegi 108a, Reykjavík „„ Sigrún Dan Róbertsdóttir Greniási 3, Garðabæ „„ Þóra Kristinsdóttir Huldulandi 7, Reykjavík „„ Friðþór Jakobsson Austurbergi 6, Reykjavík „„ Sævar Gunnarsson Þórufelli 12, Reykjavík „„ Ragnheiður Sigurlaug Spence Kleppsvegi 120, Reykjavík 60 ÁRA „„ Bragi Guðmundsson Vindási, Hellu „„ Guðrún Toft Einarsdóttir Starhólma 18, Kópavogi „„ Helga G. Aðalsteinsdóttir Maríubaugi 135, Reykjavík „„ Steinunn Ragnarsdóttir Strandgötu 81, Eskifirði „„ Ingi Halldór Árnason Hlíðarhjalla 30, Kópavogi „„ Guðmundur Gíslason Sléttuvegi 7, Reykjavík „„ Sigurður Sigurðsson Laugarnesvegi 80, Reykjavík „„ Guðmundur Birgir Aðalsteinsson Urðarhæð 3, Garðabæ „„ Friðjón Bjarnason Ásholti 10, Reykjavík „„ Þórður Georg Andersen Eyrargötu 15, Siglu- firði 70 ÁRA „„ Haraldur Sigmarsson Múlavegi 25, Seyðisfirði „„ Guðrún Finnbogadóttir Klapparstíg 35, Reykjavík „„ Ólafur Bergsteinn Ólafsson Hringbraut 136c, Reykjanesbæ „„ Dagný Ólafsdóttir Grund, Flúðum „„ Ragnar J. Henriksson Hvammsgötu 2, Vogum „„ Hrafnhildur Þorsteinsdóttir Hrauni, Akureyri „„ Haraldur Schiöth Haraldsson Fellsmúla 15, Reykjavík „„ Vigdís S. Fjeldsted Álfhólsvegi 93, Kópavogi „„ Stefanía Ólöf Jónsdóttir Hafnarbraut 43, Höfn í Hornafirði 75 ÁRA „„ Kolbrún Hreiðars Lorange Gullengi 5, Reykjavík „„ Borghildur Björnsdóttir Faxabraut 18, Reykjanesbæ „„ Ingimundur Jónsson Öldugranda 9, Reykjavík „„ Steinar Ragnarsson Tjarnarási 6, Stykkishólmi „„ Svandís Jóhannsdóttir Aðalbraut 6, Drangs- nesi 80 ÁRA „„ Jón Magnússon Miðtúni 16, Seyðisfirði „„ Ingigerður Jónsdóttir Ökrum, Húsavík „„ Jón Marinó Kristinsson Kirkjuvegi 11, Reykja- nesbæ „„ Hildigunnur Valdimarsdóttir Brekkubrún 6, Egilsstöðum „„ Erna Arnar Strandvegi 11, Garðabæ „„ Guðfinna Pálsdóttir Brekkubyggð 8, Blönduósi 85 ÁRA „„ Haraldur Sigfússon Álfheimum 44, Reykjavík „„ Guðmundur Pálsson Fjarðargötu 19, Hafn- arfirði 90 ÁRA „„ Guðrún Árnadóttir Kleppsvegi Hrafnistu, Reykjavík 95 ÁRA „„ Helga Vigfúsdóttir Hraunvangi 7, Hafnarfirði 100 ÁRA „„ Guðríður Jónsdóttir Kleppsvegi Hrafnistu, Reykjavík 101 ÁRA „„ Klara Vemundsdóttir Kleppsvegi 64, Reykjavík TIL HAMINGJU HAMINGJU AFMÆLI 20. SEPTEMBER TIL HAMINGJU AFMÆLI 21. SEPTEMBER MÁNUDAGUR 20. september UMSJÓN: KJARTAN GUNNAR KJARTANSSON kjartan@dv.is ÆTTFRÆÐI 21 50 ÁRA Í GÆR Hannes Örn Kjartansson, vörubílstjóri á Hellu sem er þrítugur í dag, sá ekki fram á afmælisveislu hjá sér á næst- unni, enda upp fyrir haus í vinnunni, þegar blaðamaður DV sló á þráðinn á föstudaginn: „Ég hef nú ekki haldið upp á afmæli frá því ég var krakki – og sé ekki fram á að það verði gert á næstunni. Líklega hef ég aldrei haft minni tíma í afmælis- stúss en einmitt núna. Ég hef verið að vinna við Bakkahöfn síðastliðin tvö ár – og nú erum við að ganga frá ljósa- möstrum, vélum og öðru sem þarf að huga að við lok verksins. Afmælis- veisla verður því að bíða betri tíma,“ sagði bílstjórinn. Já, það er auðvitað nóg að gera við Bakkavararhöfn? „Já, þetta hefur verið ágæt törn í tvö ár – stundum unnið á tólf tíma vökt- um, nætur og daga.“ En er þetta ekki allt unnið fyrir gíg ef höfnin fyllist alltaf af sandi? „Nei, það held ég ekki. Ég hef fulla trú á þessu verki. Það er enginn sandur hér inní höfinni sjálfri heldur fyrir utan hana. Framburðurinn hér hefur verið gífurlegur vegna gossins í vor. Það er því ekki alveg að marka þetta núna. En Perlan er nú að dæla hér við hafnar- kantinn. Ég held að hún sé langt kom- in með sitt verk og nú í þessum töl- uðu orðum voru menn að lýsa því yfir að höfnin væri orðin fær og Herjólfur leggi hér upp að á morgun. “ En sem sagt. Ekkert afmæli? „Ekki að sinni að minnsta kosti. Samgöngumál þjóðarinnar ganga fyr- ir. Annars eru tveir vinir mínir nýbún- ir að eiga þrítugsafmæli. Það er aldrei að vita nema að við sláum allir saman í eina góða veislu og höldum upp á ald- urinn og opnun hafnarinnar.“ Afmælisbarn dagsins: Bakkahöfn gengur fyrir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.