Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.2010, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.2010, Blaðsíða 13
Íslandsbanki rukkar Í nóvember Íslandsbanki ætlar að byrja að rukka viðskiptavini sína sem eru með gengistryggð lán aftur í nóvember. Birna Einarsdóttir bankastjóri segir að ellefu þúsund viðskiptavinir hafi bílalán hjá bankanum. Hún segir flækjustig samninganna hátt og miklir útreikningar séu fram undan. Haft er eftir Birnu að bankinn muni setja sig í samband við viðskiptavini vegna lánanna á næstunni. Höfuðstóll allra slíkra lána lækki strax en töluverður fjöldi slíkra lána sé flókinn úrlausnar enda hafi bílar og samningar gengið kaupum og sölum. landsbankinn stofnar ráðgjafarsetur Fyrstu viðbrögð Lands- bankans við dómi Hæstaréttar voru að setja á stofn ráðgjafarsetur fyrir skuldsett heimili. Þá stendur til að stofna sérstakt svið innan bankans sem mun sinna endurskipulagningu skulda fyrirtækja. Þá mun bankinn einnig á næstu dögum kynna breytingar á eldri úrræðum fyrir skuldsett fyrirtæki sem mun hraða og ein- falda alla meðferð á þeim. „Landsbankinn hefur ákveðið að allir einstaklingar í hópi viðskiptavina bankans sem eru með erlend fasteignalán geti óskað eftir endurútreikningi þeirra. Þetta verður þó ekki í boði fyrr en endurútreikningi gengistryggðra lána er lokið,“ segir á heimasíðu bankans en hann boðar að töluverðan tíma muni taka að reikna út lánin miðað við nýfallinn dóm. Að sögn bankans þurfa hluthafar hans ekki að leggja bankanum til nýtt fé, hins vegar þarf Landsbankinn að styðja við dótturfélagið SP-Fjármögnun. Mánudagur 20. september neytendur 13 Vextir Vinni upp lækkunina „Að kalla dóminn sanngjarnan er álíka gáfulegt og að kalla þessa ríkis- stjórn norræna velferðarstjórn,“ segir Guðmundur Andri Skúlason, stofn- andi Samtaka lánþega, spurður hvað honum finnist um þá nálgun stjórn- valda að um sanngirnisdóm sé að ræða. Guðmundur segir að dómurinn standist ef til vill fræðilega en seg- ir stórfurðulegt hvernig hægt var að líta fram hjá sjónarmiðum á borð við neytendavernd. „Skilmálum samn- inganna var breytt eftir á – og það and- stætt betri hagsmunum neytenda. Síð- an finnst mér skrýtið að það sé ekkert minnst á forsendubrestinn. Það var faglega skautað fram hjá því í Hæsta- rétti,“ segir hann. Þá finnst honum furðulegt hvernig dómurinn skaut- aði fram hjá lögum um neytendalán. „Fjórtánda greinin segir að séu vextir ekki tilgreindir sé ekki heimilt að krefj- ast greiðslu þeirra. Ég sé ekki hvaðan dómurinn hefur heimild til að setja aðra vexti í staðinn fyrir þá sem hann ógilti,“ segir hann og bætir við að of margir hlutir veki upp spurningar svo hægt sé að tala um að dómur Hæsta- réttar sé fordæmisgefandi. Guðmundi finnst einnig orka tví- mmælis að allir lánasamningar með gengistryggingu verði settir undir sama hatt – en fyrirtækin verði und- anskilin. „Þeir gefa sér að bóndi á Suðurlandi, sem rekur sitt kúabú, sé gagnvart bönkunum í sömu stöðu og Hannes Smárason,“ segir hann og bætir við að fyrirtæki útrásarvíking- anna hafi ýmist farið í þrot eða fengið miklar afskriftir skulda. Skuldir þeirra fyrirtækja verði aldrei borgaðar. „Að viðskiptaráðherra heillar þjóðar geti talað með jafn fávísum hætti og hann gerði þarna er makalaust,“ segir hann og bætir við að þjóð sem setji lög gegn betri rétti neytenda eigi ekkert erindi í ESB. Undirbúa hópmálsókn Guðmundur segir að í ljósi dómsins sjái samtökin sér ekki annað fært en að leita réttar síns. „Við ætlum á fullri ferð gegn bönkum, fjármálafyrirtækj- um og stjórnendum þessara fyrirtækja sem hafa staðað fyrir ólögmætum rukkunum. Við ætlum gegn lánum í erlendri mynt og gegn verðtrygging- unni,“ segir Guðmundur en samtökin leita nú að fólki til að taka þátt í hóp- málsóknum á hendur þessum aðil- um. „Við ætlum að safna þeim öllum saman undir einn hatt. Við viljum vera hagsmunaaðili fyrir alla lánþega því hagsmunir þeirra sem hafa verð- tryggð lán og gengistryggð lán fara saman,“ segir hann. Spurður á hvaða forsendum samtökin ætli að reka mál gegn fjármálafyrirtækjunum segir Guðmundur að vinnan sé ekki kom- ið á það stig að hægt sé að leggja fram greinargerðir. Dómurinn sé nýfallinn en nú fari sú vinna á fullt að finna út gegn hvaða stjórnendum verði sótt. „Það verður bara að fara að persónu- gera þetta,“ segir hann og hvetur fólk til að setja sig í samband við samtökin. Vefslóðin er gandri.is. Samtök lánþega undirbúa hópmálsóknir gegn stjórnendum bankanna: „Verður að persónugera þetta“ Dómur sem orkar tvímælis Guð- mundur segir Hæstarétt faglega hafa skautað fram hjá forsendubrestinum. krónur á mánuði. Greiðslugeta fólks er náttúrulega takmörkunum háð og það er ekkert að borga mikið meira en það mánaðarlega svo það verður ávallt lít- ill hluti sem kemur til lækkunar á höf- uðstóli,“ segir hann og bætir við að það kæmi sér ekki á óvart ef gengistryggðu lánin yrðu, þegar upp verður stað- ið, hagstæðari en óverðtryggðu lánin, þrátt fyrir niðurfellinguna. Hann bend- ir einnig á að samningar sem gerðir voru þegar góðærið stóð sem hæst hafi í mörgum tilvikum verið óvandaðir og ónákvæmir og það kunni að bæta rétt- arstöðu fólks umtalsvert. „Við mælum náttúrulega eindregið með því að fólki leiti til fagaðila með samninga sína ef það er í einhverjum vafa með réttar- stöðu sína,“ segir hann. Þess má geta að bankarnir hafa boðað að hægt verði að breyta lán- unum í lögleg erlend lán. Það kann að verða fýsilegur kostur fyrir þá sem eru nú með gengistryggð fasteigna- lán, í ljósi hárra íslenskra vaxta. Óvíst er þó með öllu hvernig þau kjör verða. Þá má ætla að lánþegar hugsi sig tvisv- ar um áður en þeir tengja lán sín við gengi á nýjan leik. „Þetta er mjög einfalt, ég mun ekki borga af þessu bílaláni. Þeir taka þá bara bílinn og mega eiga hann ef því er að skipta,“ segir Guðún Jóhanna Ólafsdóttir, viðskiptafræðingur og einstæð, þriggja barna móðir. Guð- rún tók, líkt og 40 þúsund Íslending- ar, gengistryggt bílalán fyrir hrun en hún er ein þeirra sem DV hefur fylgst með undanfarna mánuði. Hún er ekki sátt við niðurstöðu Hæstaréttar. „Forsendubresturinn er algjör. Þegar ég tók þetta lán í upphafi gekkst ég við ákveðnum kjörum og afborgunum í samræmi við það. Ég hefði aldrei tekið lán á 15 til 20 pró- sent vöxtum, eins og þeir fóru hæst,“ segir hún og bætir við að henni hafi ekki staðið annað til boða en að taka myntkörfulán. Því hafi verið haldið að henni. „Þetta er bara rugl og það er svívirðilegt að láta okkur Íslend- inga borga fyrir ólögleg lán sem þeir buðu okkur. Þetta eru einhverjir 300 milljarðar sem við lánþegar þurfum nú að borga til að halda þessum fyr- irtækjum gangandi,“ segir hún. Guðrún segist aðspurð ekki hafa greitt af bílaláni sínu frá áramótum. „Þeir reyndu að taka bílinn en höfðu ekki dómsúrskurð svo þeir fengu hann ekki. Ég er því enn með bíl- inn,“ segir Guðrún og heldur áfram: „Það að hætta að borga af bílnum er ein besta ákvörðun sem ég hef tek- ið á ævinni og ég mæli með því að fólk borgi ekki þessi lán. Það er eina leiðin til að hafa áhrif á kerfið. Ef fólk myndi almennt hætta að borga af ósanngjörnum lánum yrðu breyt- ingar í þjóðfélaginu. Þá gætu stjórn- málamenn ekki annað en hlustað.“ Guðrún er einnig með verð- tryggt húsnæðislán sem hún seg- ir í greiðsluaðlögunarferli í Lands- bankanum. Hún hafi reyndar ekki heyrt í þeim lengi. Hún óttast ekki að missa húsið vegna vanskila bíla- lánsins. „Þá verður bara að hafa það. Þá taka þeir bara allt draslið. Ég ætla ekki að hætta að lifa lífinu en eins og staðan er núna get ég ekki bæði borðað og borgað,“ segir hún ákveðin. Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir stendur föst á sínu: „Ég mun ekki borga“ Guðrún ásamt dætrum sínum Getur ekki bæði borgað og borðað. mynD siGtryGGUr ari „Ég á auðvitað eftir að greina dóminn betur ásamt sérfræðingum en mér finnst niðurstaðan ekki vera sú rétt- lætisleið sem ég bjóst við,“ segir Gísli Tryggvason, talsmaður neytenda, um dóm Hæstaréttar. Gísli er á því að betur hefði mátt vanda til verka í svona stóru máli. „Ég er á því að lögmennirnir hafi ekki flutt málið nógu vel að því leyti að það vantaði einhverjar millilausnir; kröfur sem hefðu ef til vill verið sanngjarnari en sú leið sem var farin,“ segir Gísli en bætir við að hann hafi ekki verið tals- maður þess að samningsvextir einir ættu að gilda. „Það er hins vegar ansi langt á milli ítrustu krafna aðila. Þeir sem fluttu málið hefðu mátt hlusta betur og fara eftir ráðleggingum um að setja fram fleiri kröfur til að breikka matseðilinn sem Hæstiréttur hafði úr að velja,“ segir hann. Gísli sagði eftir að dómurinn féll að málinu væri að öllum líkindum lokið nema því yrði skotið til EFTA-dóm- stólsins. Hann segist hafa áhuga á því að kanna þann kost. „Ég vil nú ekki vekja upp óréttmætar væntingar en ég vil ekki útiloka það heldur enda hef ég talað um það áður að skynsamlegt væri að leita ráðgefandi álits þaðan – um hvort breyta megi samningi eftir á,“ segir Gísli og bætir við að hann hafi líka áhuga á því að leita álits EFTA- dómstólsins á lögmæti verðtrygging- ar. „Svo hafa nú komið ábendingar eftir að dómurinn féll um að þarna sé brotin 14. grein laga um neytendalán þar sem segir efnislega að ef vextir eru ekki tilgreindir í lánasamningi megi ekki rukka þá. Þessi niðurstaða hefði að mínu mati hugsanlega getað gilt gegn fyrirtækjum en ekki gegn neyt- endum,“ segir Gísli. Bankarnir hafa nú hver af öðr- um lýst því yfir að endurútreikning- ar lána séu í fullum gangi. Gísli segist aðspurður ráðleggja fólki að fá sjálf- stæða útreikninga hjá umboðsmanni skuldara eða einhverjum ráðgjöfum til að vera öruggt með að þeir séu rétt- ir. Gísli tryggvason útilokar ekki að málinu verði skotið til EFTA: „Hefði mátt vanda betur til verka“ skoðar verðtrygginguna líka Gísli útilokar ekki að málinu verði skotið til EFTA-dómstólsins. örvænta því samkvæmt upplýsing- um úr viðskiptaráðuneytinu munu stjórnvöld í væntanlegu frumvarpi leggja fjármálafyrirtækjunum lín- urnar um það hvernig reikna eigi stöðu mála út, meðal annars í þeim tilvikum þar sem eignir hafa skipt um hendur. Útreikningar hvers láns fyrir sig munu þó verða í höndum fjármálafyrirtækjanna sjálfra en rétt er að hvetja fólk til að leita staðfest- ingar hjá fagaðilum á því að útreikn- ingarnir séu réttir. Hvað verður um fyrir- tækin? Helmingur vinnandi fólks starfar hjá litlum eða meðalstórum fyrirtækjum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.