Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.2010, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.2010, Blaðsíða 22
22 ÚTTEKT 20. september MÁNUDAGUR Talið er að grunnurinn að muni kynjanna sé fyrst og fremst líffræðilegur en sé efldur með félagsmótun og sýn samfélagsins á kynin. Karlar og konur nota auð-vitað bæði tungumál, en rannsóknir á heilanum hafa sýnt fram á að þau gera það á mismunandi máta. Hugsanaferlið er ekki það sama. Karlar eru almennt betri með tölur og hneigj- ast fremur til kerfis- og reglubundinna aðferða á meðan hegð- un kvenna byggir fremur á grundvelli innsæis, sveigjanleika og tilfinninga. Ein rannsókn hefur einnig bent á að allt niður í eins og hálfs dags gömul börn hafa sumar af þessum tilhneigingum. Rannsókn á vegum Cambridge-háskóla sýndi að þegar börnum var sýndur farsími og andlit á sama tíma horfðu drengirnir örlít- ið lengur á farsímann en andlitið en stúlkurnar gerðu hið gagn- stæða. Erfðir eða umhverfi? Líkt og með mörg álitamál innan sálfræðinnar í dag snýst spurn- ingin um helsta muninn á kynjunum sérstaklega um það hvort hann sé lærður eða meðfæddur. Til dæmis hefur verið nefnt að tilhneiging kvenfólks til þess að setja sig í spor annarra og til þess að deila tilfinningum sínum sé hugsanlega menningar- leg fremur en líffræðileg. Í þessu samhengi hefur einnig verið nefnd upphafning sjálfstæðis hjá karlmönnum og tregða til þess að viðurkenna eigin veikleika. Enginn vafi leikur á að líkamlegur munur er á kynjunum. Til dæmis er munur á líkamlegum styrk kynjanna og grundvallarmunur er á heilastarfsemi þeirra. Lík- legast er að þessi munur hafi verið til staðar frá upphafi og átt sinn þátt í að móta samfélagsvenjur, sem nú hafi ráðandi áhrif í félagsmótun. Konur fjölhæfari, karlar einhæfari Líklegast kannast margir við þá staðhæfingu að konur geti gert marga hluti í einu en karlmenn ekki. Ef litið er á uppbyggingu heilans virðist þessi fullyrðing alls ekki svo vitlaus. Meðal karl- heilinn hefur um það bil sex sinnum meira af „gráu efni“ en meðal kvenheilinn. Kvenheilinn hefur aftur á móti að meðaltali 10 sinnum meira af „hvítu efni“. Gráa efnið má kalla eins konar vinnslustöðvar heilans. Hugsun fer fram í gráa efninu og þar eru upplýsingar unnar. Hvíta sér hins vegar um flutning upplýsinga á milli heilastöðva. Af þessu má draga þá ályktun að karlmenn standi betur að vígi þegar einbeitingar er þörf á einn hlut, þá á kostnað annarra, en konur hafi getu til að huga að fleiri hlutum í einu. Konur tala, karlar reikna? Talið er að konur séu almennt færari í tungumálum en karl- menn. Ástæðan fyrir þessu er að heilastarfsemi tengd tungu- málanotkun er virk í báðum heilahvelum hjá konum en ein- ungis í því vinstra hjá karlmönnum. En þetta álit hefur sætt gagnrýni. Meðal annars hefur doktor Cordelia Fine taugavís- indamaður sagt þetta tilhæfulaust. Samkvæmt rannsóknum á heilanum hefur einnig komið fram að neðri hvirfilbleðillinn er stærri hjá karlmönnum, en þar fer fram virkni og hugsun sem snýr að tölum. Þess vegna er það útbreidd skoðun að karl- menn séu almennt, ólíkt konum, hneigðari til talna fremur en tungumála. Ólík svör við streitu Í annarri rannsókn kom fram að karlar og konur svari stressi á mismunandi máta. Þegar konur upplifa mikið stress eykst virkni í randkerfi heil- ans, sem er bendlað við til- finningar. Karlmenn hins vegar, fá aukið blóðflæði í heilastöð staðsetta í vinstri hluta heilabarkar. Það kall- ar fram svokallað „flótta- eða árásarviðbragð“ (e. fight or flight response), sem er eins konar dýrs- legt svar við hættu. Aukin innspýting hormónanna adrenalíns, noradrenalíns og kortisóls veldur viðbragðinu. Við sterkt ótta- eða árásarviðbragð þrengist sjónsviðið, einbeiting verður algjör á hina skynjuðu hættu, en nánast engin á aðra hluti. Hjartslátt- ur eykst og einbeiting heilavirkni verður mun meiri. Konur sýna hins vegar örlítið vinalegri viðbrögð við stressi. Þær segja frá að- stæðum og leita stuðnings ástvina. Karlmenn einangra sig frem- ur, en konur leita í persónuleg og tilfinningaleg samskipti sem svar við streitu. Menningarlegur munur Þó að vísindalega hafi verið bent á nokkurn líkamlegan mun á kynjunum er einnig menningarlegur munur einnig mikill. De- borah Tannen er málvísindamaður sem hefur rannsakað sam- skipti kynjanna ítarlega. Hún segir að nokkur munur sé á karl- kyni og kvenkyni í samskiptum. Í samtölum eru konur líklegri til þess að hlusta virkt (að svara til dæmis með því að segja „aha“), horfa frekar í augu viðmælanda síns, tala drjúgari stund um hvert málefni og eru hneigðari til að tala meira heima hjá sér en á almannafæri. Þær eru einnig líklegri til þess að sýna stuðn- ing við afstöðu viðmælandans. Karlmenn eru hins vegar líklegri til málþófs gegn skoðun viðmælandans, tala fremur á almanna- færi en heima hjá sér, líta frá augum viðmælandans og hlusta óvirkt. Þeir eru einnig meira fyrir að drepa á fleiri málefni, frem- ur en að kafa af dýpt í eitt ákveðið. Konur finna, karlar hugsa í tölum yfir þátttakendur MBTI-persónuleikaprófsins (Myers- Briggs type indicator) kemur fram að konur telja sig taka ákvarð- anir fyrst og fremst með tilfinningum en karlar að úthugsuðu máli. Hér er þó hvorki átt við að nota tilfinningarnar blint né að málin séu hugsuð alla leið til enda. Með tilfinngingalegu leið- inni í ákvörðunartöku er fyrst og fremst átt við að setja sig inn í aðstæður. Þá er ákvörðun tekin með því að vega og meta að- stæður innan frá og með því að taka mið af hagsmunum allra þeirra sem koma að málinu. Sá sem tekur úthugs- aðar ákvarðanir hins vegar slítur sig meira frá aðstæð- unum, hugsar þær fremur út frá röklegu samhengi og oft eftir fyrir fram gefnum reglum. Hinn fyrri er sveigj- anlegri, hinn seinni reglufastari, en hvor um sig er jafn gild leið til ákvörðunartöku. 60–75 prósent kvenna telja sig taka ákvarðanir út frá tilfinningum, en 55–80 prósent karla telja sig gera það að vel hugsuðu máli. Karlkyns, miðju- og kvenkyns heili Þó að hér að ofan hafi verið talað um mun á milli kynjanna er í raun réttara að tala um karlkyns eða kvenkyns heila. Karlmenn geta haft einkenni bæði karl- og kvenheila, og öfugt. Deborah Tanner gerir meðal annars grein fyrir þessu. Hún talar fyrst og fremst um karlkyns manneskjur, eða kvenkyns manneskjur, í stað þess að tala um karlmenn og kvenmenn. Einstaklingar eru mismunandi og geta haft mismörg af þessum hugsunar einkennum. Grund- vallar líffræðilegur munur kynjanna er sagður byggður á mismunandi magni af testósteróni, karlkyns hormóninu, en það magn getur verið mismunandi á milli einstaklinga. Mennirnir eru mis- jafnir eins og þeir eru margir. VÍSINDIN UM MUN KYNJANNA Hugmyndin um mun kynjanna er ekki ný af nálinni, að minnsta kosti eru staðal- ímyndirnar augljósar. Karlmenn upphefja sjálfstæði, eru þrjóskir, hneigðari til tækja og tóla og spyrja aldrei til vegar. Konur leita hins vegar frekar eftir stuðningi annarra, eiga auðvelt með að setja sig í spor annarra og eru liðtækari í persónuleg samskiptum. Þetta virðast kannski vera tilhæfulausar alhæfingar, en sannleikskorn er í þessu öllu, í það minnsta samkvæmt vísindunum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.