Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.2010, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.2010, Blaðsíða 11
MÁNUDAGUR 20. september FRÉTTIR 11 FLESTAR ÁRÁSIR Í EYJUM „VEL SKIPULÖGÐ INNBROT“ Innbrotum hefur farið fækkandi á árinu samanborið við sama tímabil í fyrra. Þetta kemur fram í tölum frá lögreglustjóranum á höfuðborgar- svæðinu. Ástæðan fyrir þessu er að stóru leyti sú að fólk er meðvitaðra um glæpi af þessu tagi og fylgist betur með. „Lögreglan hefur einn- ig verið virkari í að taka síbrota- menn úr umferð,“ segir Rannveig Þórisdóttir, deildarstjóri upplýs- inga- og áætlanadeildar LRH, í samtali við DV. „Við höfum lagt aukna áherslu á að beita öllum þeim úrræðum sem við höfum til að draga úr tíðni innbrota, einkum eftir að þeim fjölgaði verulega um mitt ár 2008.“ Fleiri afbrot tilkynnt Tilkynningum um innbrot fjölgaði verulega um mitt ár 2008 og hélt sú þróun stöðugt áfram fram yfir mitt ár 2009. Rannveig segir þessa þróun að hluta tilkomna vegna þess að fólk hafi í auknum mæli farið að tilkynna innbrot til lögreglu. „Oft eru hlutirnir dýrir sem stolið er og fólk á erfiðara en áður með að bæta tjónið sjálft.“ Nokkuð er um innbrot í bíla og þar eru oft tekin dýr tæki sem auðvelt er að koma í verð. Í kjöl- far efnahagskreppunnar hefur fólk minna á milli handanna og reynir því fremur að fá þessa hluti bætta. Þetta er þó ekki eina ástæðan fyrir auknum fjölda innbrota, því auð- vitað er einnig um að ræða raun- fjölgun. Á þessu ári hefur svo orð- ið fækkun innbrota, meðal annars í kjölfar aukinnar áherslu lögregl- unnar á þennan málaflokk. Rann- veig segir að lögreglan muni áfram leggja áherslu á innbrot, en bætir þó við: „Auðvitað verða alltaf sveifl- ur í afbrotum, en við reynum alltaf að halda þeim í lágmarki.“ Skipulagt lögreglustarf Rannveig segir lögreglustarfið vera mjög vel skipulagt. Lögreglumenn nýta sér til að mynda tölfræðiupp- lýsingar og fá í hendur mánaðar- legar greiningar á stöðu mála inn- an hvers svæðis. Þannig geta þeir skipulagt aðgerðir sínar og séð hvaða svæði hafa orðið mest fyr- ir barðinu á innbrotsþjófum. Enn fremur reynir lögreglan að fylgj- ast grannt með síbrotamönn- um og búsetu þeirra. Aðspurð um það hverjir brjóti helst af sér segir hún það oftar en ekki einstaklinga sem séu í mikilli neyslu fíkniefna en segir þó sum afbrotanna fram- kvæmd á mjög skipulegan og skil- virkan hátt. „Oft sjáum við virkilega vel skipulögð innbrot, en það þýðir ekki endilega að slíkum afbrotum sé að fjölga.“ Meðvitaðari almenningur Önnur ástæða fyrir fækkun inn- brota sé sú að fólk sé almennt með- vitaðra um þau. Nágrannavarsla er í fjölda hverfa úti um allt land, þá sérstaklega á höfuðborgarsvæðinu. Athugull nágranni getur skipt sköp- um. Það að vera hluti af nágranna- vörslu eykur einnig líkurnar á því að þú takir sjálfur eftir grunsam- legum mannaferðum í hverfinu þínu. Meira er um að fólk tilkynni slíkt til lögreglu en áður. Hinn al- menni borgari er því varari um sig og meira er um að grunsamleg- ar mannaferðir séu tilkynntar til lögreglu. Það er því óþarfi að ótt- ast innbrot fram yfir skynsamleg mörk, því að oft veldur óraunhæfur ótti meiri skaða en glæpirnir sjálf- ir. Virk og skipulögð lögregla heftir framgang innbrotsþjófa, og öflug nágrannavarsla getur borið annan eins árangur. SÍMON ÖRN REYNISSON blaðamaður skrifar: simon@dv.is Oft sjáum við virkilega vel skipulögð innbrot en það þýðir ekki endilega að slíkum af- brotum sé að fjölga. Tölurnar eru yfir fjölda brota á hverja þúsund íbúa. Fjöldi brota var fenginn úr mánaðarskýrslum ríkislögreglustjóra í febrúar, mars, apríl og maí. Ofbeldisbrot 2009 2010 Miðbær 27 23,8 Háaleiti 4,6 3,2 Vesturbær 2,9 2,6 Grafarvogur 2,5 1,3 Laugardaluroghlíðar 2,5 1,5 Árbær 2,0 1,1 Kópavogur 2,0 1,2 Hafnarfjörður 1,9 0,8 Grafarholt 1,8 2,5 Mosfellsbær 1,3 1,0 Innbrot 2009 2010 Miðbær 26 9 Vesturbær 21 8 Laugardalur 19 5 Árbær 18 8 Breiðholt 14 6 Háaleiti 13 9 Grafarholt 13 3 Kópavogur 12 5 Mosfellsbær 12 3 Afbrot 2009 /2010 Fjöldi fólks nýtir sér nágrannavörslu með góðum árangri: Nágrannavarsla virkar „Það er ekki spurning að þetta virkar,“ segir Fjóla Guðjónsdótt- ir, sérfræðingur hjá Forvarnahúsi Sjóvár, aðspurð um reynsluna af nágrannavörslu. Nágrannavarsla er nú í mörg- um götum Reykjavíkur, sem og úti á landsbyggðinni. Hún hefur gefið góða raun og hefur margur óprútt- inn þjófurinn verið gripinn glóð- volgur af athugulum nágrönnum. Fjóla segir að allt að 700 manns hafa sótt námskeið um nágranna- vörslu í fyrra þegar það var í boði. Enn fremur hafa í kringum þús- und manns halað handbók um ná- grannavörslu niður af netinu, að viðbættum þeim þúsund bækling- um sem dreift var af Sjóvá. Á sumr- in, þegar fólk fer í sumarfrí, sé hug- að að nágrannavörslu sem góðum kosti í öryggisgæslu. „Vitundin um það eitt og sér, að þú sért að fylgjast með óeðlilegum mannaferðum hefur áhrif,“ segir Fjóla og bendir á að litlu hlutirn- ir séu það sem skipti miklu máli. „Bara það að skilja eftir mjólkur- fernu á borðinu, eða kannski kaffi- bolla getur verið nóg.“ Rannveig Þórisdóttir hjá ríkis- lögreglustjóra tekur undir þetta. „Nágrannavarsla skilar sér mest í því að fólk verður meðvitað, það tekur betur eftir óeðlilegum mannaferðum og er virkari í að til- kynna þær.“ Beðin um dæmisögu um snjall- an nágranna nefnir Fjóla að kona ein hafi, eftir innbrot í kjallarann hjá sér, byrgt fyrir kjallaragluggann með rimlum og bætt lýsinguna í garðinum. Þegar þjófurinn kom aftur í leit að nýjum ránsfeng hafi hann lenti í basli með rimlana og baukað lengi við þá. Athugull ná- granni sá þá þjófinn og hringdi í lögregluna, sem greip þjófinn. DV greindi enn fremur frá því í desem- ber í fyrra að meðvitaðir grannar hefðu tilkynnt um innbrot í Há- teigsskóla í Hlíðunum. Þar hefðu fimm innbrotsþjófar um tvítugt verið gómaðir vð að stela skjávörp- um. simon@dv.is Fjóla Guðjónsdóttir Fjólasegir smáatriðinskiptamestumáliþegar blekkjaeigiinnbrotsþjófa.Fáðutil dæmisnágrannatilaðleggjabílnum stökusinnumviðhúsiðþitt. Innbrotum og ofbeldisbrotum hefur far- ið fækkandi á árinu, samkvæmt tölum frá embætti ríkislögreglustjóra. Þakka ber aukinni varkárni fólks og átaki lögreglunnar gegn síbrotamönnum. Miðbærinn hefur rúmlega sjöfalt hærri tíðni ofbeldisbrota en Háaleiti, þar sem hún er næsthæst. Taka ber þó tíðninni í miðbænum með fyrirvara, segir fulltrúi ríkislögreglustjóra. Þjóðhátíð í Eyjum Mikilafskiptilögreglu eruvegnaólátaí Vestmannaeyjum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.