Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.2010, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.2010, Blaðsíða 25
Tevez og Toure með mörkin gegn Wigan Manchester City lagði Wigan, 2-0, í ensku úrvalsdeildinni í gær. Argentínumaðurinn Carlos Tevez skoraði fyrra mark leiksins en launahæsti leikmaður deildarinn- ar, Yaya Toure, það seinna. Sigurinn var mikilvægur fyrir City til að halda sér í seilingarfjarlægð frá hinu magnaða Chelsea-liði sem vann enn einn stórsigurinn um helgina. Manchester City er í fjórða sæti deildarinnar eftir fyrstu fimm umferðirnar með átta stig, sjö stigum frá meisturum Chelsea. markaveisla í fyrri hálfleik Chel- sea-menn hætta ekki að skora og unnu þeir enn einn stórsigur- inn í deildinni þegar liðið lagði Blackpool, 4-0, í úrvalsdeildinni. Öll mörkin komu í fyrri hálfleik en það voru þeir Florent Malouda (2), Salomon Kalou og Didier Drogba sem sáu um markaskorun. Chel- sea hefði getað skorað töluvert fleiri mörk í leiknum en Blackpool- menn börðust hatrammlega í seinni hálfleik og gátu gengið stoltir af velli. Chelsea er efst í deildinni með fullt hús stiga eftir fimm leiki og markatöluna 21-1. Mánudagur 20. september sporT 25 ÚrsliT Enska úrvalsdEildin Stoke - West Ham 1-1 0-1 Scott Parker (32.), 1-1 Kenwyne Jones (48.). Aston Villa - Bolton 1-1 1-0 Ashley Young (13.), 1-1 Kevin Davies (35.). Blackburn - Fulham 1-1 1-0 Christopher Samba (30.), 1-1 Clint Dempsey (56.) Everton - Newcastle 0-1 0-1 Hatem Ben Arfa (44.) Tottenham - Úlfarnir 3-1 0-1 Steven Fletcher (44.), 1-1 Rafael van der Vaart (77. víti), 2-1 Roman Pavlyuchenko (87.), 3-1 Alan Hutton (90.). W.B.A. - Birmingham 3-1 0-1 Cameron Jerome (15.), 1-1 Scott Dann (51. sm), 2-1 Peter Odemwingie (59.), 3-1 Jonas Olsson (69.). Sunderland - Arsenal 1-1 0-1 Francesc Fabregas (13.), 1-1 Darren Bent (90.+5). RAUTT: Alex Song, Arsenal (55.) Man. United - Liverpool 3-2 1-0 Dimitar Berbatov (42.), 2-0 Dimitar Berbatov (59.), 2-1 Steven Gerrard (64. víti), 2-2 Steven Gerrard (70.), 3-2 Dimitar Berbatov (84.). Wigan - Man. City 0-2 0-1 Carlos Tévez (43.), 0-2 Yaya Touré (70.). Chelsea - Blackpool 4-0 1-0 Salomon Kalou (2.), 2-0 Florent Malouda (12.), 3-0 Didier Drogba (30.), 4-0 Florent Malouda (41.). staðan Lið L U J T M St 1. Chelsea 5 5 0 0 21:1 15 2. Arsenal 5 3 2 0 14:4 11 3. Man. Utd 5 3 2 0 14:7 11 4. Man. City 5 2 2 1 6:2 8 5. Tottenham 5 2 2 1 6:4 8 6. Newcastle 5 2 1 2 8:6 7 7. Fulham 5 1 4 0 7:6 7 8. Aston Villa 5 2 1 2 6:9 7 9. Blackpool 5 2 1 2 8:12 7 10. WBA 5 2 1 2 5:9 7 11. Sunderland 5 1 3 1 5:5 6 12. Birmingham 5 1 3 1 7:8 6 13. Bolton 5 1 3 1 7:8 6 14. Blackburn 5 1 2 2 5:6 5 15. Wolves 5 1 2 2 6:8 5 16. Liverpool 5 1 2 2 4:7 5 17. Stoke City 5 1 1 3 5:8 4 18. Wigan 5 1 1 3 2:13 4 19. Everton 5 0 2 3 4:7 2 20. West Ham 5 0 1 4 3:13 1 Enska b-dEildin Barnsley - Derby 1-1 Bristol Rovers - Coventry 1-2 Crystal Palace - Burnley 0-0 Ipswich - Cardiff 2-0 Leicester - QPR 0-2 Middlesbrough - Reading 3-1 Millwall - Watford 1-6 Preston - Norwich 0-1 Sheffield United - Portsmouth 1-0 Swansea - Scunthorpe 2-0 Hull - Nottingham Forest 0-0 staðan Lið L U J T M St 1. QPR 7 6 1 0 19:2 19 2. Ipswich 7 4 2 1 10:6 14 3. Cardiff 7 4 1 2 12:6 13 4. Norwich 7 4 1 2 10:8 13 5. Watford 7 3 3 1 15:8 12 6. Swansea 7 4 0 3 10:7 12 7. Doncaster 7 3 3 1 11:9 12 8. Burnley 7 3 2 2 10:7 11 9. Millwall 7 3 2 2 13:11 11 10. Barnsley 7 3 2 2 13:12 11 11. Coventry 7 3 2 2 11:10 11 12. Leeds 7 3 2 2 10:10 11 13. Middlesbro 7 3 1 3 7:10 10 14. Sheffield Utd 7 3 1 3 4:9 10 15. Reading 7 2 3 2 9:8 9 16. Scunthorpe 7 3 0 4 9:8 9 17. Nottingham F. 7 1 5 1 6:6 8 18. Hull 7 2 2 3 5:9 8 19. Cr. Palace 7 2 1 4 8:12 7 20. Derby 7 1 2 4 7:11 5 21. Bristol City 7 1 2 4 7:13 5 22. Leicester 7 1 2 4 6:12 5 23. Preston 7 1 0 6 5:14 3 24. Portsmouth 7 0 2 5 2:11 2 pEpsi-dEild karla Fylkir - Haukar 3-0 FH - Keflavík 5-3 Breiðablik - Selfoss 3-0 Grindavík - KR 3-3 ÍBV - Stjarnan 2-1 Valur - Fram 1-3 staða Efstu liða Lið L U J T M St 1. Breiðablik 21 13 4 4 47:23 43 2. ÍBV 21 13 3 5 35:23 42 3. FH 21 12 5 4 45:31 41 4. KR 21 10 5 6 42:31 35 5. Fram 21 9 5 7 35:32 32 Þeir stuðningsmenn Manchest- er United sem hafa haldið tryggð við Búlgarann Dimitar Berbatov frá komu hans til liðsins uppskáru ræki- lega í gær. Aðrir stuðningsmenn þurftu að éta mörg orð ofan í sig en Berbatov var hreint magnaður í 3-2 sigri liðsins á Liverpool. Skoraði Búlgarinn þrennu, þar á meðal sig- urmarkið, sex mínútum fyrir leiks- lok. United var töluvert betra liðið í leiknum og komst sanngjarnt tvö mörk yfir, annað markið var algjör snilld frá Berbatov þar sem bakfalls- spyrna hans glumdi í slánni áður en knötturinn fór inn. Barnalegur varn- arleikur heimamanna varð til þess að Liverpool jafnaði en það dugði ekki til því Berbatov var mættur til að bjarga deginum. Tíðindalítið í fyrri hálfleik Leikir Manchester United og Liver- pool hafa boðið upp á talsvert meiri hraða, hörku og skemmtun en leik- urinn í gær gerði í fyrri hálfleik. Eft- ir góða pressu frá heimamönnum í byrjun leiks gerðist afar fátt og engin færi voru á boðstólum. Un- ited var betri aðilinn í fyrri hálfleik og fór afar illa með nokkur hálffæri. Portú- galinn Nani var oftar en ekki búinn að gera afskap- lega vel í að leika að marki Liverpool en þegar kom að því að velja réttan sending- armöguleika var eins og heilinn í honum frysi. Heimamenn leiddu þó með einu marki eftir fyrri hálfleikinn. Hófst veisla Dimitars Berbatov með skalla eftir hornspyrnu en gerði Búlgarinn vel í að koma skallanum á mark- ið þar sem honum var ríg- haldið. Geggjaðar ellefu mínútur Eitt af mörkum ársins var skorað á 59. mínútu þeg- ar Berbatov bætti við öðru marki Manchester United. Búlgarinn sem hefur gert það að skora falleg mörk að listgrein málaði enn eitt listaverkið með bak- fallsspyrnu í slána og inn. Hefðu margir ætlað að þarna myndi United láta kné fylgja kviði og afgreiða tiltölulega slakt Liverpool- lið sem var ekki líkt þeim Liverpool- liðum sem hafa farið illa með Unit- ed síðustu ár. En United-menn ákváðu að færa Liverpool tvö mörk á silfurfati, bæði úr föstum leikatriðum sem Fern- ando Torres fiskaði. Á meðan mið- verðir Birmingham létu Torres um síðustu helgi líta út eins og hann hefði byrjað að æfa fótbolta í fyrra gerði hann það sama við varnar- menn United, og ekki í fyrsta skipti. Jonny Evans hóf fjörið á 64. mínútu þegar hann straujaði Torres í teign- um og fékk á sig vítaspyrnu sem Ste- ven Gerrard skoraði úr. Gerrard jafnaði svo leikinn sex mínútum síðar úr aukaspyrnu sem Torres fiskaði á John O'Shea. Afar klaufalegt hjá Íranum stóra þar sem Tor- res átti aldrei möguleika á að ná boltanum. Einnig var spurning um rautt spjald þar þar sem O'Shea var aft- asti varnarmaður en How- ard Webb lét gula kortið nægja. Gerrard skaut svo boltanum beint í vegginn en honum til happs færði Darren Fletcher sig frá svo hann myndi örugglega jafna leikinn, 2-2, og tut- tugu mínútur eftir. Fer brosandi heim Hetja dagsins var Dimit- ar Berbatov en hann skor- aði sigurmarkið með skalla þegar sex mínútur voru eftir af venjuleg- um leiktíma. Hann fékk því boltann að gjöf og mætti með hann áritaðan af öllum leikmönnum liðsins og der- húfu í viðtal við MUTV-sjónvarps- stöðina eftir leik. „Þetta var frábær dagur,“ sagði Berbatov. „Það var sér- takt fyrir mig að skora þrennu og frá- bært fyrir allt liðið og allt fólkið að við unnum erkifjendur okkar,“ sagði hann. „Það voru allir mjög ánægðir eftir leikinn og mér þykir gaman að fara heim með bros á vör. Þetta var ef- laust mín besta frammistaða en ég ætla að eiga fleiri svona þannig að ég mun bara halda áfram að bæta mig. Það gekk allt upp hjá mér í dag og fé- lögum mínum sem voru að dæla á mig boltum. Mér fannst við eiga sig- urinn skilinn,“ sagði Berbatov sem var hógvær að vanda aðspurður um glæsimark sitt. „Ég sá ekki boltann fara í netið en þegar maður heyrir fólkið öskra fatt- aði ég auðvitað hvað hafði gerst. Mér er samt alveg sama hvernig mörk- in eru á meðan boltinn fer í netið,“ sagði hann. United var nálægt því að glutra niður unnum leik í þriðja skipti á árinu en flaug það í gegnum huga Búlgarans? „Ég fór auðvitað aðeins að hugsa um það en við sýndum að í liðinu er mikill karakter og við berj- umst. Við vonumst til þess að flækja þetta ekki svona í framtíðinni.“ Dimitar Berbatov var maður dagsins í gær þegar hann skoraði þrennu fyrir Manchest- er United í 3–2 sigri á erkifjendunum í Liverpool. Svo virtist sem United væri að kasta þriðja leiknum frá sér á tímabilinu þegar Liverpool jafnaði leikinn í 2–2. Þrenna Ber- batovs er sú fyrsta sem leikmaður Manchester United skorar gegn Liverpool í 64 ár. Þrjátíu milljóna punda Þrennan TóMAS þóR þóRðARSoN blaðamaður skrifar: tomas@dv.is UPPSTILLING Gerrard skoraði annað markið úr aukaspyrnu og bað myndatökumanninn um að koma til sín svo hann gæti endurtekið kossa-fagnið frá því í fyrra. MyND REUTERS KáTIR United-menn fögnuðu hetjunni sinni. MyND REUTERS STóRKoSTLEGT MARK Berbatov skoraði annað markið með bakfallsspyrnu. MyND REUTERS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.