Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.2010, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.2010, Blaðsíða 19
Ágúst MÁr garðarsson er matreiðslumaður, fjölskyldufaðir og nefndarmaður Besta flokksins í velferðarnefnd Reykjavíkurborgar. Hann ásamt fleirum stóð á bak við kærleiks- og friðargönguna sem nokkur þúsund manns tóku þátt í, en gengið var til stuðnings kúbverskum feðgum sem flúið hafa land eftir að hafa orðið barðinu á kynþáttafordómum. Ætlaði að verða efna- og land- bandaráðherra Á svo til hverjum degi berast frétt- ir af því að hinn og þessi auð- maðurinn hafi fengið himinhá- ar skuldir afskrif- aðar, hafi fengið fyrirtæki gefins eða sé bara al- mennt að pluma sig mun betur en flestir þeirra sem hafa staðið sig vel í starfi (eða hafa minna til saka unnið) undanfarin ár. Þó öllum rannsóknum sé enn ekki lokið virðist enn sem komið er hvorki yfirvöldum né heldur nýjum eigendum banka takast að koma lögum yfir þá. Með öðrum orðum, þá virðast þeir starfa utan ramma laganna þar sem þeir geta athafn- að sig að vild. Ein lög gilda fyrir al- menna borgara í landinu, önnur fyrir þá sem eiga eða hafa átt nóga peninga. Sé þetta niðurstaðan neyð- umst við til að draga ályktanir af því. Og helsta ályktunin hlýtur að vera sú að við búum ekki lengur í réttar- ríki. Ef til vill höfum við aldrei gert það en sú niðurstaða hefur aldrei blasað við okkur með jafn áberandi hætti og hún gerir nú. auðmennirnir rísa á ný Hvað er þá til ráða? Einn möguleik- inn er sá möguleiki sem er alltaf hin endanlega leið borgaranna til að sýna fram á óánægju með ríkjandi fyrirkomulag. Það er að framkvæma blóðuga byltingu og einfaldlega rukka skuldarana með handafli. Það verður þó að segjast eins og er að þessi niðurstaða er harla ólíkleg nú um stundir. Íslenskur al- menningur er orðinn allt of vanur því að sjá spillingu á æðstu stöðum, alltof vanur því að líta á auðmenn sem skúrka til þess að nenna að gera eitthvað í því. Áfallið kom haustið 2008. Það er í áföllunum sem mað- ur bregst við. Rotin samfélagsgerð er í hugum flestra nú orðin eðlilegt ástand. Er þá í lagi að stela? Nema þjóðin verði fyrir öðru eins áfalli í bráð, sem er ekki óhugsandi en heldur ekki líklegt, er hæpið að fólk fari aftur út á göturnar eins og það gerði í búsáhaldabyltingunni. Hvað mun það þá gera? Líklega það sama og það gerir alltaf, heldur áfram að lifa sínu lífi eftir bestu getu og hugsar helst um hag þeirra sem standa þeim næst. Í sjálfu sér er ekkert að því, slíkt er jú eðli mannskepnunnar. Vanda- málið er hins vegar það að ef við för- um að líta svo á að þjóðfélagið sé í eðli sínu rotið og að þeir efnist mest sem steli mest án þess að nokkur fái rönd við reist, þá hlýtur einnig að vera eðlilegt að sjá ekkert að því að stela eða svíkja undan handa sér og sínum, telji maður að maður komist upp með það. Það er jú einmitt sú hegðun sem þjóðfélagið verðlaunar. Það sem við megum aldrei gleyma Verði þetta niðurstaðan verður það ekki aðeins svo að við höfum ekkert lært af Hruninu, heldur þvert á móti verður samfélagið verra eftir Hrun en það var fyrir. Í góðærinu vildum við þrátt fyrir allt trúa því að sam- félagið væri sanngjarnt, þar til ann- að kom í ljós. Nú trúum við því ekki lengur, en hættan er þá sú að okkur fari að standa á sama um það. Það er hreint ótrúlegt að menn fái borguð tíföld eða jafnvel hundr- aðföld laun venjulegs launafólks vegna þess að þeir beri svo mikla ábyrgð en síðan þegar allt fer á ann- an endann finnst enginn til að taka ábyrgð á því sem gerðist. Það er hreint og beint óhugsandi að einka- fyrirtæki geti fært allar sínar skuldir yfir á almenning, á meðan yfirmenn og eigendur ganga út með margföld ævilaun vinnandi fólks og jafnvel hátt í fjárlög íslenska ríkisins. Þessu megum við aldrei gleyma. Því þó að við séum ósammála um margt getum við öll verið sammála um eitt: Þetta átti ekki að geta gerst og má aldrei gerast aftur. Ég hef í það minnsta ekki fundið neinn sem var hlynntur Hruninu. Er blóðug bylting í boði? 1 Skar hakakroSSinn í enni Sitt Sjálfur Sænskur frambjóðandi sakaði menn af arabískum uppruna um árás. 2 aratúnShjón krefjaSt afSök-unarbeiðni Margdæmd hjón í Garðabæ krefja DV um afsökunar- beiðni og hóta málsókn. 3 SterkaSti íSlendingurinn kom-inn í úrSlit Stefán Sölvi Pétursson er kominn í úrslit keppninnar um sterkasta mann heims. 4 hjólavefSjá orðin að veruleika Reykvíkingar geta nú skoðað kort af hjólaleiðum í borginni. 5 vopnaður SkammbySSu á landSpítalanum Maður á sex- tugsaldri var afvopnaður af sérsveit ríkislögreglustjóra um klukkan ellefu á sunnudagsmorgun. 6 Stefndi naSiStaflokknum, plato og plútó Fangi í Banda- ríkjunum hefur stefnt 3,800 manns síðan hann var dæmdur í fangelsi. 7 harður árekStur þegar heSta-Stóð var rekið yfir Suður- landSveg Starfsmenn Hestaleigu stöðvaði umferð við Suðurlandsveg. mest lesið á dv.is myndin Hver er maðurinn? „Ágúst Már Garðarsson, matreiðslumað- ur og fjölskyldufaðir.“ Hvað drífur þig áfram? „Von.“ Hvar varstu alinn upp? „Ég var alinn upp á Kjalarnesi og í Reykjavík.“ afrek vikunnar? „Að hlusta, taka eftir og fylgja hjartanu.“ Hvar líður þér best? „Mér líður best þar sem ég er hverju sinni.“ Uppáhaldskvikmyndin „The Outsiders eftir Francis Ford Coppola.“ Uppáhaldsleikari? „Það er Matt Dillon.“ Draumaverkefni? „Draumaverkefnið er að byggja bát.“ Áttu þér fyrirmynd? „Við erum flest ekkert góðar fyrirmyndir, þetta er allt svona samtíningur frá hverjum og einum.“ Hvert stefnir þú? „Ég stefni ótrauður áfram.“ Hvað ætlaðirðu að verða þegar þú yrðir stór? „Ég ætlaði að verða efna- og landbanda- ráðherra. Ég misskildi þetta aðeins, það er víst efnahags- og landbúnaðarráð- herra.“ Hver er leið Íslands út úr kreppunni?  „Það er að hafa von og taka vonbrigðum þegar þau koma án þess að verða kaldhæðin og bitur.“ Hvað er mikilvægast í lífinu? „Það er ástin, kærleikurinn og fjölskyld- an.“ Hver er fyrsta minning þín úr æsku? „Það er hundurinn sem við áttum hann Depill.“ maður dagsins kjallari „Nei, það er alveg á hreinu.“ gUðMUnDUr H. JóHannsson 40 ÁRA KAuPMAðuR „Nei, það geri ég alls ekki.“ KristÍn inga HrafnsDóttir 37 ÁRA KeNNARi „Nei, alls ekki.“ Erla gUðrún sigUrðarDóttir 27 ÁRA FÉlAGSRÁðGjAFi „Nei, það held ég ekki.“ úlfar Þór inDriðason 51 ÁRS BANKASTARFSMAðuR „Nei, alls ekki.“ olga HrafnsDóttir 34 ÁRA HöNNuðuR lumar þú á kynþáttafordómum? dómstóll götunnar Mánudagur 20. september umræða 19 valur gunnarsson rithöfundur skrifar Íslandsmeistarar Þessar ungu Valsstúlkur fengu að koma við sjálfan Íslandsmeistarabikar kvenna í knattspyrnu, þegar Valur fagnaði titlinum enn annað árið. Stúlkurnar hljóta að líta upp til bestu leikmanna í besta kvennaliði landsins. MynD/róbErt rEynisson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.