Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.2010, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.2010, Blaðsíða 17
Mánudagur 20. september erlent 17 Skoða kostnað við refsingar Dómarar í Missouri í Bandaríkjun- um eru farnir að taka tillit til þess hvað það kostar ríkið að dæma menn í fangelsi þegar þeir ákveða hver hæfileg refsing fanga skuli vera. Hingað til hefur verið lögð höfuðá- hersla á að refsingin haldist í hendur við alvarleika glæpsins, en nú eru yfirvöld í Missouri farin að hugsa um hvað refsingin kostar. Dæmi um þetta er að þriggja ára fangelsisvist fyrir að valda barni hættu, gæti kost- að ríkið 37 þúsund dollara, en skil- orðsbundinn fangelsisdómur kostar aðeins 7 þúsund dollara. Þessi nýja stefna hefur ver- ið harðlega gagnrýnd í Missouri þar sem á það hefur verið bent að refsing við glæpum sé ekki eins og stærðfræðiformúla. Enginn geti verðlagt það heldur að vera fórnar- lamb glæpa. Kostnaður samfélagsins af glæpamönnum sé meiri en bara refsingin yfir þeim. sænskur frambjóðandi: Skar hakakross í enni sér Einn frambjóðenda Svíþjóðardemó- krata í kosningunum í Svíþjóð sagði að grímuklæddir útlendingar hefðu ráðist á hann og skorið hakakross- inn í enni hans. Réttarlæknir dregur þetta hins vegar í efa og segir að allt bendi til þess að hann hafi skorið sig sjálfur. Maðurinn er í framboði fyrir flokkinn í Malmö en hann sagði að útlendingarnir hefðu verið grímu- klæddir og talað það sem virtist vera arabíska. Lögreglan hefur leitað árásarmannanna án árangurs en réttarlæknir sem skoðaði sárið sagði að sitt mat væri að maðurinn hafi líklegast gert skurðinn sjálfur. Flokkurinn hefur aukið fylgi sitt í kjölfar aukinnar gremju sænsks al- mennings í garð innflytjenda. Hugs- anlegt er að í fyrsta sinn fái öfga- hægriflokkur sæti á sænska þinginu. Stærstu flokkarnir hafa þó þvertek- ið fyrir að starfa með flokknum og segja hann ala á útlendingahatri og kynþáttafordómum. Trygging gegn brottnámi Flestir eru með heimilistryggingu, bílatryggingu og líftryggingu en nú hefur bandarískt tryggingafé- lag ákveðið að bjóða upp á sérstaka tryggingu fyrir þá sem óttast að vera brottnumdir af geimverum. Ekki liggur fyrir hvort tryggingafélagið hafi náð að sannfæra marga um að kaupa þessa frumlegu tryggingu en það verður að teljast nokkuð ólík- legt. Bandarísk vefsíða valdi þessa tryggingu sem vitlausustu trygging- una sem neytendum býðst í dag. Tekist hefur að hanna tölvukubb sem notar ljós við vinnslu frekar en rafmagn. Um er að ræða miklar framfarir í tölvuvísindum en áður var talið að í það minnsta væri ald- arfjórðungur þangað til hægt yrði að nýta tölvur af þessu tagi. Til- koma ljóseindatölvanna er í raun vísindabylting en með þessari upp- götvun er raunhæft að búast við að ljóseindatölvur verði orðnar öfl- ugri en ofurtölvur nútímans eft- ir fimm til átta ár. Ljóseindatölvur munu geta leyst af hendi ákveðin verkefni margfalt hraðar en tölvur nútímans, það sem núna tekur ár að reikna út gætu ljóseindatölvur reiknað út á nokkrum sekúndum. Endurbætir tölvurnar í dag Ljóseindatölvan (e. quantum computer) er byggð á skammta- fræði eðlisfræðinnnar en hún fjall- ar um innri virkni atóma. Nýju tölvurnar nýta sér fræðilegan bak- grunn skammtafræðinnar til þess að endurbæta tölvur dagsins í dag. Í grófum dráttum eru tölvur í dag byggðar á kenningunni um „Tur- ing vélina“. Sú vél reiknar út upp- lýsingar með því að láta tölvur fylgja skipunum á einfaldan máta. Skipanirnar eru tölurnar 1 eða 0 ásamt bilum á milli en það er svo- kallaður tvenndarkóði. Því getur hver upplýsingaeining annaðhvort verið í ástandinu 1 eða í ástand- inu 0. Með gríðarlegum fjölda ein- faldra skipana geta tölvur nútímans framkvæmt flókna útreikninga. En skammtafræðin býður upp á tals- vert fleiri möguleika. stórkostlegar framfarir Nýja tölvutæknin mun hafa í för með sér gjörbreyttar aðstæður í eðlis-, efna og erfðafræði, svo dæmi séu nefnd. Vegna þess að ljóseinda- tölvan getur tekið ógnarháan fjölda möguleika inn í reikninginn getur hún leyst ýmis verk af hendi sem hefðbundnar tölvur eru nánast ófærar um. Þá eru ýmsir reikningar á borð við stærðfræðilega framsetn- ingu mólikúla leystir á nokkrum sekúndum með ljóseindatölvum en það er eitthvað sem venjulegar ofurtölvur eru að jafnaði mörg ár að gera, ef þær ráða á annað borð við þá. En ljóseindatölvuna mun þurfa að þróa, enda er hún enn á bernskuskeiðinu . Ljóseindir, en ekki rafmagn Ljóseindatölvur vinna með ljós en ekki rafmagn líkt og hefðbundnar tölvur. Þannig hleypir hún ljóseind- um í gegnum silíkonflögu á með- an tölvur senda rafmagn í gegnum þær. Þessi fyrsta ljóseindatölva er frumstæð, ef svo má að orði kom- ast, en svipaðar tölvur mun vera hægt að nýta til þess að hanna flók- in líkön af mólekúlum, sem nýta má til dæmis við lyfjarannsóknir. Þó er það aðeins eitt svið af fjölmörgum þar sem tilkoma ljóseindatölvunn- ar mun valda byltingu. En það eru enn ýmis vandamál til staðar sem þarf að leysa áður en innreið ljós- eindatölvunnar getur hafist. Vísindamönnum við háskólann í Bristol hefur tekist að búa til fyrstu tölvu sinnar tegundar sem vinnur á grundvelli skammta- fræðarinnar. Tölvur af þessu tagi eru framtíðin. OFURTÖLVUR SEM BYLTA VÍSINDUM Ofurtölva D-Wave er tölva sem hönnuð var árið 2007, en hún er eins konar ljóseindatölva. Tölvan sætti talsverðri gagnrýni og marg- ir vísindamenn efuðust um að þar væri raunveruleg ljóseindatölva á ferð. En lítill vafi virðist vera um hinn nýja tölvukubb sem Bristol-menn hönnuðu. símOn örn rEynissOn blaðamaður skrifar: simon@dv.is Ljóseindatölv-an getur lesið um milljón upplýsinga- einingar á sama tíma- punkti, á meðan hefð- bundin tölva reiknar einn. Siglingamaðurinn Judson Newton frá Bahamaeyjum hvarf sporlaust í síðasta mánuði eftir að hann lagði upp ásamt vini sínum í siglingu við Jaws Be- ach-ströndina. Hans hafði verið ákaft leitað en leitin engan árangur borið. Lík hins 43 ára gamla siglingamanns fannst hins vegar á dögunum, eftir að hákarlaveiðimenn frá Bahamaeyj- um skáru upp risastóran hvítháf sem þeir höfðu veitt. Í ljós kom að hákarl- inn hafði gleypt Newton, en fingraför af sundurtættri hendi gátu staðfest hver hann væri. Veiðimennirnir fundu einnig búk og tvo fótleggi í iðrum hvít- háfsins. Málið hljómar allt eins og atriði úr hryllingsmynd, enda þarf engan að undra. Kvikmyndin Jaws var tek- in upp á þeim slóðum þar sem hár- kalinn veiddist. Yfirvöld á Bahama- eyjum telja að Newton hafi ákveðið að synda til lands eftir að bátur þeirra varð fyrir vélarbilun skammt frá landi. Vinir Newtons segja að hann hafi ver- ið mjög góður sundmaður og því hafi hann ekki talið sig leggja sig í mikla hættu. Hann var enn fremur þaulvan- ur sjómaður, enda starfaði hann áður á stóru flutningaskipi. Yfirvöld segjast ekki vita hvort hann var enn á lífi þegar hákarlinn tætti hann í sig og át hann. judson newton ætlaði að synda til lands eftir vélarbilun: Líkamsleifar í iðrum hákarls Hvítháfur Týndur siglingamaður endaði líklega ævi sína í kjafti hákarlsins sem tætti hann í sig. stríðshrjáð þjóð Íraksstjórn hefur ákveðið að greiða banda- rískum gíslum Saddams Hussein árið 1990 400 milljónir dala í skaðabætur. Margir Írakar mótmæla því að þjóðin stríðshrjáða borgi Bandaríkjamönnum skaðabætur. ÍRAKAR BORGA SKAÐABÆTUR skotfæra sem innihalda rýrt úran. Þá segja læknar að þeir eigi erfitt með að takast á við sífellt fjölgandi tilfelli krabbameins, sérstaklega á svæð- um þar sem Bandaríkin og Bretland stunduðu sprengjuárásir. Í janúar 2010 sögðu írakskir læknar að þeir teldu að notkun rýrðs úrans í skot- færum innrásarherjanna ylli sífelldri fjölgun krabbameinstilfella í landinu, þetta kom fyrst fram hjá Al Jazeera. Á þremur árum hafa krabbameinstilfelli í héraðinu Babil tífaldast, segir í frétt Tehran Times. Árið 2004 greindust 500 með krabbamein þar, árið 2008 greindust 7.000 manns með krabba- mein. Farið hefur verið fram á fjölda rannsókna í málinu. Spurt er hvenær Banda-ríkjamenn borgi Írökum sem þjáðst hafa vegna aðgerða stjórnvalda í Washington. sprengdir með rýrðu úrani Skriðdrekar Íraka sem sprengdir voru með sprengjum með rýrðu úrani við úthverfi Bagdad í maí 2003. Læknar og vísindamenn hafa áhyggjur af áhrifum rýrðs úrans. mynd rEutErs

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.