Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.2010, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.2010, Blaðsíða 26
Grínararnir í uppistandshópn- um Mið-Ísland, þeir Bergur Ebbi, Dóri DNA, Jóhann Alfreð og Ari Eldjárn, fóru í hringferð um landið í síðustu viku. Þeir ferðuðust á milli framhalds- skóla og skemmtu nemendum með hárbeittu gríni. Sökum misskilnings datt upp fyrir einn stærsti viðburður ferðarinnar þegar hópurinn átti að skemmta nemendum Verkmenntaskól- ans og Menntaskólans á Akur- eyri. Fjórmenningarnir létu það ekki á sig fá heldur fóru út að borða á fínasta veitingastaðnum í bænum og gerðu vel við sig. Samkvæmt heimildum DV var reikningurinn hátt upp í hund- rað þúsund krónur. Tónlistarmaðurinn Haffi Haff segist vera ótrúlega ánægður og spenntur fyrir að koma fram á tónlistarhátíðinni Iceland Air- waves sem haldin verður 13. – 17. október. „Þetta er í fyrsta skipti sem ég kem fram á Air- waves og mér finnst ég loksins fá viðurkenningu sem listamaður,“ segir hann. Haffi nýtur lífsins um þess- ar mundir en hann var að flytja í miðbæinn og segist nú njóta alls þess sem Reykjavík hefur upp á að bjóða. Hann er þó allt- af laus og liðugur og segist ekk- ert vera að leita að ástinni enda hafi hann ekki tíma til að standa í svoleiðis vitleysu. Annars var Haffi að klára að „casta“ fyrir nýjasta mynd- band sitt við lagið Dirty Side sem kom út á síðustu plötu hans Freak. Hann segir myndbandið verða mjög töff en hann vinn- ur það með hópi nemenda úr Kvikmyndaskóla Íslands og þar verður hægt að sjá marga af heitustu karlmönnum landsins. „Ég vildi gera eitthvað „fierce“ í bland við flotta tísku þannig að það sé gaman að horfa á það aftur og aftur.“ Það er stefnt á að taka myndbandið upp um næstu og helgi og frumsýna það eftir tvær vikur. GERÐU VEL VIÐ SIG Bjarni Lárus Hall söngvari hljómsveitarinnar Jeff Who? og Viktoría Hermannsdóttir kona hans eignuðust litla stelpu á laugardaginn var. Stúlkan sem lét víst bíða eftir sér, fæddist á af- mælisdag Bjarna, 18. septemb- er og er varla hægt að óska sér betri afmælisgjöf en heilbrigða dóttur. Sama dag vann Víkingur 1. deildina í fótbolta en Bjarni er fyrrum leikmaður liðsins og á að baki yfir 170 leiki með liðinu. Dagurinn var því góður fyrir Bjarna. ORÐINN PABBI 26 FÓLKIÐ 20. september MÁNUDAGUR ÁSDÍS RÁN: „FÆ LOKSINS VIÐURKENNINGU” HAFFI HAFF SPILAR Á AIRWAVES OG ER MEÐ TÖFF MYNDBAND Í BÍGERÐ: Haffi Haff Segist ekki vera leita af ástinni Haffi Haff Segist ekki vera að leita að ástinni. „Ég er bara með viðkvæma ís- lenska húð,“ segir Ásdís Rán Gunnarsdóttir en læknar hafa ráðlagt fyrirsætunni að halda sig frá sól og ljósabekkjum. Ástæðan er minniháttar húðskemmdir sem gætu versnað ef Ásdís fer ekki að öllu með gát. Ásdís hefur undan- farin ár verið búsett í hinu sólríka landi Búlgaríu þar sem eiginmað- ur hennar, Garðar Gunnlaugsson, lék knattspyrnu. Hann hefur hins vegar samið við þýska liðið Unter- haching og má því segja að Ásdís sé að yfirgefa sólina við Svarta- hafið á besta tíma. „Ég er komin með smá skemmdir á húðinni út af sólinni sem er ekki hægt að laga. Svo að mér var ráðlagt að halda mig frá sólinni í framtíðinni ef ég vil líta vel út,“ bætir Ásdís við en gott útlit er hennar lifibrauð. Ásdís undirbýr þessa dagana búferlaflutninga frá Búlgaríu til Þýskalands en Garðar er þeg- ar fluttur og er byrjaður að spila. „Ég flyt núna um mánaðamótin ef allt gengur að óskum,“ segir Ásdís en eiginmaðurinn er þegar búinn að stimpla sig inn hjá nýja liðinu. „Hann skoraði eitt mark í bikar- leik í vikunni,“ segir hún stolt. Ásdís hefur gert það gott í Búlgaríu á undanförnum árum og er orðin þekkt fyrirsæta þar í landi. Hún hefur prýtt fjölda for- síðna síðan hún settist þar að og nú síðast á búlgörsku útgáfunni af karlatímaritinu Playboy. Það er því ekki nema von að það fylgi því blendnar tilfinningar að yfirgefa landið. „Það er hálfsorglegt. Þegar maður er búinn að koma sér vel fyrir og hefur nóg að gera þá er alltaf erfitt að bara ganga í burtu frá afrakstrinum,“ en Ásdís mun hafa í nógu að snúast þangað til hún fer. „Ég næ væntanlega að skjóta eina til tvær auglýsinga- herferðir áður en ég fer og svo vonast ég bara til að fá tækifæri til að kíkja hingað á nokkurra vikna fresti í heimsókn. Ég veit ekki hvað gerist í Þýska- landi en vona að þar bíði mín ný tækifæri,“ segir hún bjartsýn að lokum. asgeir@dv.is SÓLIN ÓGNAR ÚTLITINU Læknar hafa ráðlagt fyrirsætunni Ásdísi Rán Gunnarsdóttur að halda sig frá sól- inni vegna þess hve viðkvæm húð henn- ar er. Ásdís er komin með minniháttar húðskemmdir en fyrirsætan segir það hálfsorglegt að flytja frá Búlgaríu eftir að hafa byggt upp árangursríkan feril þar. Ásdís Rán Verður að halda sig frá sterku sólarljósi út af viðkvæmri húð.Erfitt að fara Garðar hefur þegar s korað fyrir nýja liðið og Ásdís vonast til að ný tækifæri bíði hennar í Þýskalandi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.