Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.2010, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.2010, Blaðsíða 20
Þunnur hasarSAGA SÍMANS Fjarskiptasafnið við Suðurgötu er í eigu og umsjá Þjóðminjasafns Ís- lands. Þar er fræðandi og áhugaverð sýning fyrir alla aldurshópa sem seg- ir sögu síma og fjarskipta í tímaröð. Hluti Fjarskiptasafnsins var settur upp í Tækniminjasafninu á Seyðis- firði en sýning um sögu símans, þýð- ingu hans fyrir daglegt líf ásamt sögu fjarskipta hafði verið sett upp í Loft- skeytastöðinni árið 1998. Sú sýning var endurhönnuð árið 2008 og var þá lögð sérstök áhersla á fræðslu- gildi hennar fyrir alla aldurshópa. Gestir sýningarinnar geta hringt sín á milli í gegnum gömul símaviðtæki og kynnt sér hvernig fjarskipti við skip og flugvélar fóru fram áður fyrr. Á sýningunni er líka sýnd fræðslu- mynd um sögu símans á Íslandi. Fjarskiptasafnið verður opið alla sunnudaga kl. 11–17 frá 19. sept- ember til 14. nóvember. HARALDUR Í BAKHERBERGINU Haraldur Jónsson myndlistar- maður heldur hádegisfyrirlestur á vegum myndlistardeildar Lista- háskóla Íslands, Laugarnesvegi 91, stofu 024, mánudaginn 20. september kl. 12.30. Í haust hefst ný kynningar- röð á vegum myndlistardeildar Listaháskóla Íslands í Laugar- nesi. Verkefnið hefur hlotið nafn- ið Bakherbergið. Valinkunnir myndlistarmenn verða kallað- ir til leiks með því sjónarnamiði að leiða viðstadda að uppsprett- um verka þeirra. Megináhersl- an hvílir þannig á aðdraganda, forsendum og tilurð verkanna fremur en endanlegri útfærslu þeirra. Hver listamaður lýsir á sinn eigin hátt í máli og myndum þeim þáttum sem haft hafa hvað afdrifaríkust áhrif á hugsun hans og myndheim. Hann opnar inn í bakherbergi hugans, kveikir ljós eða bendir á það ólýsanlega sem er stöðugur og botnlaus brunnur nýrra verka og samræðna. SÓLSKINSDRENG- URINN FÆR VERÐ- LAUN Sólskinsdrengurinn, heimildar- mynd Friðriks Þórs Friðrikssonar um einhverfa drenginn Kela, hefur verið tilnefnd til Voice-verðlaun- anna sem verða afhent í Param- ount studios í Hollywood 13. október en margar stjörnur koma að þessari verðlaunahátíð. Má nefna að Ri- chard Drey fuss var kynnir hátíð- arinnar í fyrra og Glenn Close kom fram. Verðlaunin eru veitt leikstjór- um og framleiðendum sem með verkum sínum hafa stuðlað að aukn- um skilningi almennings á geðræn- um röskunum en eins og kunnugt er fjallar Sólskinsdrengurinn um bar- áttu móður við að ná sambandi við 11 ára einhverfan son sinn en þau fara meðal annars til Bandaríkjanna í leit að lausnum. 20 FÓKUS 20. september MÁNUDAGUR VALIÐ ÚR ÁTTA MYNDUM Íslenska kvikmynda- og sjónvarpsakademían mun velja framlag Íslands til Óskarsverðlaunanna að þessu sinni í rafrænni kosningu dagana 21.–24. september. Valið verður á milli átta kvikmynda að þessu sinni. Þær eru Algjör Sveppi og dularfulla hótelherbergið, Bjarnfreðarson, Boðberi, Desember, Jóhannes, Kóngavegur, Mamma Gógó og Sumarlandið sem verið var að frumsýna. HVAÐ HEITIR LAGIÐ? „In such a working way I want my life to be bright.“ SVAR: Time-Herbertsson Resident Evil: Afterlife er fjórða myndin í röðinni sem byggð er á samnefndum tölvuleikjum. Sem fyrr fjalla myndirnar um hörku- kvendið Alice sem Milla Jovovich leikur. Hún berst gegn hinu illa stórfyrirtæki Umbrella sem hefur lagt heiminn í rúst með T-veirunni. Fórnarlömb veirunnar breytast í blóðþyrst dauðyfli og jafnvel enn verri skrímsli eftir því sem veiran stökkbreytist. Þar sem komið er sögu er heim- urinn orðin ein brunarúst og Alice leitar að þeim örfáu mannverum sem eftir eru á lífi í smábæ í Alaska. Þar hafði verið lofað smitfríu svæði og hjálp. Þegar þangað er komið tekur hins vegar allt annar raun- veruleiki við. Resident Evil-myndirnar hafa að mínu mati aldrei átt neina samleið með annars frábærum tölvuleikj- unum. Það drungalega og óhugn- anlega andrúmsloft sem skapað hefur verið í mörgum leikjanna hef- ur aldrei skilað sér í gegn í heila- lausum hasarnum sem myndirnar bjóða upp á. Þar er engin breyting á að þessu sinni. Þrívíddin gerir lítið fyrir mynd- ina annað en að láta hana líta út eins og tölvuleik. Það er alveg gam- an að spila tölvuleiki en ég hef lít- inn áhuga á að fara í bíó til að horfa á þá. Fléttan í myndinni er þunn og óspennandi og frumleg skrímsli eru ekki einu sinni á svæðinu til að gleðja augað. Hið jákvæða er þó að inni á milli koma ágætis hasar- senur þar sem of hátt stillt iðnað- arelektróník með þéttingsföstum bassa fær hjartað til að taka ein- staka kipp. Þegar Milla Jovovich sló í gegn í myndinni Fifth Element á sínum tíma bjóst ég við að þar væri ein skærasta stjarna Hollywood um ókomin ár að stíga fram. Því miður varð það ekki raunin. Ásgeir Jónsson RESIDENT EVIL: AFTERLIFE Leikstjórn: Paul W.S. Anderson Aðalhlutverk: Milla Jovovich, Ali Larter, Kim Coates, Shawn Ro- berts, Sergio Peris-Mencheta, Spencer Locke, Boris Kodjoe, Wentworth Miller, Sienna Guillory KVIKMYNDIR Milla Jovovich Í myndinni Resident Evil: Afterlife. TILNEFND TIL PRIX-EUROPA Tvö íslensk útvarpsleikrit eru tilnefnd til verðalauna á stærstu verðlaunahátíð út- varps- og sjónvarpsefnis í Evrópu: Útvarpsleikritið Blessuð sé minning næturinnar eftir Ragnar Ísleif Braga- son í leikstjórn Símonar Birgisson- ar hefur verið tilnefnt til verðlauna á Prix-Europa sem er stærsta verð- launahátíð útvarps- og sjónvarpsefn- is í Evrópu. Einnig var verkið Einfari eftir Hrafnhildi Hagalín í leikstjórn hennar sjálfrar tilfnefnt og það hlýtur að teljast mikill heiður fyrir Ríkisút- varpið að eiga tvö af þeim 40 útvarps- leikritum sem hlutu náð fyrir augum dómnefndar, en alls voru 180 verk send inn í keppnina. Símon segir útvarpsleikrit frábær- an vettvang fyrir unga leikstjóra og höfunda til að koma verkum sínum á framfæri en því miður sýni ungt fólk því ekki nógu mikinn áhuga. Blessuð sé minnig næturinnar var frumflutt í Útvarpsleikhúsinu um síðustu páska og fjallar um tilfinn- ingar móður sem upplifir barnsmissi og hvernig hún syrgir barnið sem aldrei varð til. Leikritið er fumraun Ragnars Ísleifs en hann og Símon út- skrifuðust báðir úr Fræðum og fram- kvæmd í Listaháskólanum síðastlið- ið vor. Í kjölfar tilnefningarinnar verð- ur leikritið flutt í Berlín í október og segir Símon það vera mjög skemmti- legt. „Það er ekki oft sem útvarpsleik- rit fá tækifæri til að komast í annað umhverfi hreinlega út af tungumál- inu, en það hefur verið gerð þýðing á verkinu og þarna fá erlendir aðilar að „berja það eyrum.““ Blessuð sé minning næturinnar er annað útvarpsleikritið sem Símon gerir fyrir Ríkisútvarpið og segir hann útvarpsleikhús vera frábæran vett- vang fyrir unga höfunda og leikstjóra til þess að koma hugmyndum sínum og verkum í framkvæmd. „Það eru því miður mjög fáir af yngri kynslóð- inni sem hafa sýnt útvarpsleikhúsi áhuga og manni hefur fundist þetta vera dálítil afgangsstærð í leikhús- unum, sem er miður því þetta býður upp á marga spennandi möguleika.“ Spurður um muninn á að leikstýra útvarpsverki og leikhúsverki segir Sí- mon: „Leikhús á sviði er í raun list endurtekningarinnar. Þú ert sífellt að leitast eftir því að endurskapa eitt- hvert augnablik sem verður til þegar verkið er æft. Útvarpsleikhús er list augnabliksins, þú þarft ekki að flytja það aftur og aftur heldur tekur þú það upp. Þar af leiðandi krefur það þig um að hugsa hlutina öðruvísi og það er fátt sem jafnast á við tilfinninguna þegar þú hefur náð hinni einu réttu upptöku og fangað það augnablik. Annað sem er mjög skemmtilegt er að þetta er mjög góð heimild. Ólíkt venjulegu leikriti er hægt að hlusta á útvarpsleikrit aftur eftir fimmtíu ár eða hundrað ár. Það er mjög gaman að hlusta á gömul útvarpsleikrit og heyra hver þróunin hefur verið.“ Símon nefnir að þessar tilnefning- ar og upphefð sem Útvarpsleikhúsið fái hefðu aldrei komið til ef ekki hefði verið fyrir hið góða starf sem Viðar Eggertson útvarpsleikhússtjóri hefur unnið. „Hann tók áhættu með því að fá svona unga höfunda nýútskrifaða úr skóla og gaf okkur tækifæri til að vinna að þessu verkefni. Hann á því stóran hlut í þessari tilnefningu og mikinn heiður skilinn.“ hanna@dv.is Símon Birgisson  Segir útvarpið spennandi vettvang.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.