Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.2010, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.2010, Blaðsíða 29
MÁNUDAGUR 20. september SVIÐSLJÓS 29 www.birkiaska.is Birkilauf (Betulic) hefur góð áhrif á bæði vökvajafnvægi líkamans og húð, örvar starfsemi nýrna og þvagfæra. Hraðar efnaskiptum og losar vatn úr líkamanum, dregur úr bólgum og afeitrar líkamann (detox). Birkilaufstöflur www.birkiaska.is Minnistöflur Bætir skammtímaminnið. Nýtist fólki sem er undir álagi og fæst við flókin verkefni. Hentar vel fyrir eldri borgara, lesblinda og nemendur í prófum. Dregur úr streitu, eykur ró og bætir skap. TVÆR KONUR 2 JÁKVÆÐARNÝJUNGAR Sykurveiðarinn Suco Bloc. 180 töflur. Hentar öllum, stöðvar sykurinn áður en hann verður að fitu. STÖÐVIÐ SYKUR OG KOLVETNI NÝJUNG! BRENNIÐ FITU 30 Days 120 töflur ásamt samnefndu kremi vinnur á appelsínuhúð. 30 Days (120 töflur)ásamt OxyTarm (60 eða 150)töflur gegn kviðfitu gefur 35% meiri virkni. Valin heils uvara ársin s 2008 & B e t r i a p ó t e k i n o g M a ð u r l i f a n d i w w w . s o l o g h e i l s a . i s LEIKUR FREDDIE MERCURY N ýjustu fregnir frá Hollywood herma að spé-fuglinn Sacha Baron Cohen ætli að taka að sér hlutverk Freddies Mercury í væntan-legri mynd byggðri á ævi söngvarans. Mer- cury var söngvari stórsveitarinnar Queen en hann lést úr alnæmi í nóvember árið 1991. Hlutverkið er ólíkt öllu því sem Cohen hefur tek- ið að sér fram að þessu en hann frægastur fyrir mjög grófan grínleik í myndunum Borat og Bruno. Ekki hefur verið greint frá því hvort Cohen muni syngja sjálfur í myndinni eða hvort rödd Mercurys verði notuð þó að það sé líklegt, vegna þess hve einstök rödd hans var. Það er Peter Morgan sem skrifar handritið en hann hefur skrifað handrit mynda eins og The Last King of Scotland, The Other Boleyn Girl og Frost/Nix- on. Myndin fjallar um mótunarár Queen og fram að Live Aid-tónleikunum 1985 en frammistaða hljóm- sveitarinnar á þeim tónleikum er talin ein sú besta í rokksögunni. Freddy og Sacha Eru ekki svo ólíkir. Sacha Baron Cohen í hlutverki söngvara Queen: ÁTÖK Á STRÖNDINNI A dam Lambert var allt annað en sáttur þegar ljósmyndari ónáðaði hann og vini hans á South Beach í Flórída fyrir helgi. Lambert, sem er 28 ára, varð svo pirrað- ur á áreitni ljósmyndaranna að hann lenti í átök- um við einn þeirra. Lambert reyndi að ná mynda- vél ljósmyndarans smávaxna en án árangurs. „Oj, paparassa-ljósmyndarnir eyðilögðu ró- legu kvöldstundina mína á ströndinni,“ sagði Idol- stjarnan Lambert um atvikið á Twitter-síðu sinni. „Þeir eru mjög góðir í því að ögra manni en það eru engar myndir eða upptökur af dónaskapn- um sem þeir spúa. Ha, ha, jæja. Ég missti stjórn á skapinu í smástund en það var frábær tilfinning.“ ÁTÖK Lambert reynir að komast aftan á ljósmyndarann. Adam Lambert ósáttur við ljósmyndara: SÖGÐ HEIMILISLAUS Leikarinn Randy Quaid og eig-inkona hans Evi eru ekki í góðum málum eftir að þau voru handtekin fyrir innbrot á laugardag í Santa Barbara í Banda- ríkjunum. Húsið sem þau brutust inn í reyndist vera gamla heimilið þeirra. Eigandi hússins gerði lögreglu við- vart en hann sagði þau búa þarna í leyfisleysi og væru bókstaflega að eyðileggja húsið. Quaid-hjónin voru kærð fyrir innbrot og fyrir að fara inn í einkaeign án þess að hafa leyfi til þess. Evi Quaid var þar að auki kærð fyrir að streitast á móti við handtöku. Þegar eigandinn hringdi í lögregluna sagði hann Quaid-hjónin vera einhverja heimilisleysingja sem hefðu brotist inn. Talið er að hjónin hafi skemmt húsið það illa að það eigi eftir að kosta mörg þúsund dollara að gera við það. Hjónin voru handtekin í fyrra fyrir að reyna að svíkja tíu þúsund dollara út úr veitingamanni. Kærð fyrir að brjótast inn í gamla húsið sitt: Skrautleg hjón Randy og Evi Quaid eru fremur skrautleg hjón.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.