Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.2010, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.2010, Blaðsíða 6
6 fréttir 20. september Mánudagur komdu í áskrift! 512 70 80 dv.is/askrift frjálst, óháð dagblað Íbúar við Hólmatún á Álftanesi eru margir orðnir langþreyttir á framkvæmdaleysi á lóðinni við Hólmatún 44. Fimmtán mánuðir eru liðnir frá því að Björn Mikkaelsson reif hús sitt með beltagröfu. „Menn geta náttúrulega farið sér að voða þarna,“ segir Ari Arnalds, íbúi við Hólmatún 42. „Menn geta náttúrulega farið sér að voða þarna. Það er engin spurning,“ segir Ari Arnalds, íbúi við Hólma- tún 42 á Álftanesi. Fimmtán mán- uðir eru frá því að Björn Mikkaels- son, íbúi við Hólmatún 44, reif hús sitt með beltagröfu á þjóðhátíðar- daginn 2009 eftir að Frjálsi fjárfest- ingarbankinn hafði krafist útburðar. Þó svo að rúmt ár sé liðið frá niður- rifinu stendur húsið enn hálfrifið og draugalegt í miðri götunni. Íbúar í nágrenninu eru margir hverjir ósáttir við seinaganginn í málinu og fullyrða að um slysagildru sé að ræða. Húsið er í eigu Dróma, áður Frjálsa fjárfest- ingarbankans. Slysagildra „Menn eru náttúrulega ekkert ánægðir með það hvernig staðan er,“ segir Ari og bendir á að skipulags- og byggingarfulltrúi Álftaness hafi beitt sér í málinu fyrir hönd nágranna og bæjaryfirvalda. „Byggingarfulltrúinn hefur hamrað á því öðru hverju að eitthvað verði gert í málinu og er bú- inn að skrifa bréf án þess að það beri neinn árangur,“ segir Ari og bætir við að það sé ekki beinlínis fallegt að hafa húsarústirnar í næsta garði. Málið var síðast tekið fyrir á fundi skipulags- og byggingarnefndar þann 29. júní síðastliðinn. Þá var lagt öðru sinni fyrir nefndina bréf frá ná- grönnum sem ritað var þann 9. júlí í fyrra þar sem segir meðal annars: „Ljóst er að ekki þarf miklar vind- hviður til að rusl fjúki af lóðinni á gangandi vegfarendur sem og inn á nærliggjandi lóðir með tilheyrandi hættu á skemmdum á húsum og bif- reiðum. Þá hafa börn og unglingar sótt í húsarústirnar sem öllum ætti að vera ljóst að eru stórhættulegar fólki.“ Undir bréfið rita íbúar Hólma- túns 42, 45, 46 og 47. Síðan þá hefur hins vegar lítið gerst í málinu þrátt fyrir loforð um annað. Geta ekkert gert Bjarni S. Einarsson er skipulags- og byggingarfulltrúi Álftaness. Hann segir að á fundinum þann 29. júní hafa nefndin bent á þær hættur sem vísað var til í bréfinu og gert kröfu um úrbætur án tafar. Sveitar- félagið geti hins vegar ekki beitt sér frekar í málinu að sinni. „Það eru eigandinn og byggingarstjórinn sem bera ábyrgð á framkvæmd- inni og við bentum þeim á þessar hættur. Þetta hefur vissulega tekið langan tíma en ég hef ítrekað rætt við þá og óskað að úr verði bætt. Við getum ekki gripið inn í og gert þetta sjálfir á þeirra kostnað. Það þarf að líða ákveðinn tími áður en það er gert,“ segir Bjarni og vísar í skipulags- og byggingarlög þar sem fram kemur að framkvæmdir þurfi að hafa stöðvast í tvö ár hið minnsta áður en hægt sé að grípa inn í. Óvissa um framhaldið „Eftir því sem ég best veit er búið að ganga frá þessu þannig að þarna á ekki að vera nein slysahætta,“ segir Þórður Jónsson, verkefnastjóri hjá Dróma, sem er eigandi hússins og lóðarinnar Hólmatúns 44. Í kjölfar niðurrifsins á þjóðhátíðardaginn 2007 fékk Frjálsi fjárfestingarbank- inn verktakafyrirtækið GB Bygg ehf. til að ganga frá lóðinni. Hann segist vonast til þess að bílskúrinn, sem enn stendur nánast óhreyfð- ur, muni hverfa á næstunni. Þórð- ur tekur það fram að hann hafi margoft skoðað lóðina og telur að engin slysahætta sé á lóðinni. „Ég get vel ímyndað mér að þarna liggi frekar að baki sjónmengun en slysagildra. Við höfum reynt eft- ir fremsta megni að halda þessu slysafríu og þetta hefur verið unn- ið í fullri samvinnu við byggingar- fulltrúann á Álftanesi.“ Aðspurð- ur segist Þórður ekki geta sagt til um hvenær eða hvort nýtt hús rísi á lóðinni. Ekki náðist í forsvars- menn GB Byggs ehf. við vinnslu fréttarinnar. Menn eru nátt-úrulega ekkert ánægðir með það hvern- ig staðan er. einAr þÓr SiGurðSSon blaðamaður skrifar: einar@dv.is SLYSAGILDRA Á LÓÐ HÚSBRJ TS Slysagildra? Nágrannarerumargirhverjirósáttirviðaðlítiðhafi gerstálóðinniHólmatúni44.Fimmtánmánuðireruliðnirfráþvíað BjörnMikkaelssonreifhúsiðmeðbeltagröfu.Mynd rÓBert reyniSSon Ungmenni í sturlunarástandi vegna sveppaneyslu: Sturlastafsveppum Þórarinn Tyrfingsson yfirlæknir hjá SÁÁ segir það henda að það þurfi að hlúa að ungmennum sem fari í sturl- unarástand vegna neyslu sveppa. Hann segir einhver tilfelli koma upp á ári hverju um haustbil. Í sumum tilfellum leiti ungmenni á bráða- vaktina og í öðrum til SÁÁ. „Svepp- ir sem valda ofskynjunum eru tínd- ir á hverju hausti hér á landi,“ segir Þórarinn og segir neysluna oftast vera tengda kannabisneyslu ung- menna eða að um fikt sé að ræða. Þórarinn heldur að ef þau ungmenni sem eru að fikta við að neyta sveppa þekktu betur mögulegar afleiðingar neyslunnar myndu þau án efa sleppa því að taka þá inn. „Ungmenni halda að neyslan sé skaðlaus en hún getur haft alvarlegar afleiðingar,“ segir Þórarinn og bend- ir á að aðalhættan við það að nota sveppina til að komast í vímuástand sé að neytandinn geti orðið geð- veikur um tíma. „Sturlunarástand sem getur fylgt neyslu á sveppum er skelfileg reynsla fyrir ungmennin. Líðan þeirra getur verið slæm lengi á eftir því sturlunin er áfall. Þá má ekki gleyma því að þegar sturlunin verð- ur svona mikil geta þau gert eitthvað sem þau sjá eftir og ekki er aftur tek- ið.“ Þórarinn segir engan vafa leika á því að einstaklingar geti orðið geð- veikir um tíma við neyslu sveppa. Hann segir síðan deilt um það að með neyslunni sé möguleiki á að hrinda af stað alvarlegri geðveiki. Hann bendir á að stundum sé rætt um það að veikleiki á geði þurfi að vera fyrir hendi til að einstaklingur fari í sturlunarástand vegna sveppa- neyslu: „Í því sambandi er rétt að muna eftir því að samkvæmt því eru margir sem ættu ekki að koma ná- lægt sveppum.“ kristjana@dv.is Sveppaneysla ekki skaðlaus Sturlun- arástandsemgeturfylgtneyslunnier skelfilegreynsla. Ísafjörður tekur lán Bæjarstjórn Ísafjarðar hefur ákveð- ið að taka 30 milljóna króna lán hjá Landsbanka Íslands til þess að greiða upp eftirstöðvar af skuldastýringu hjá Landsbankanum. Einn stærsti út- gjaldaliður Ísafjarðarbæjar er vextir af lánum bæjarins. Sveitarfélagið skuld- aði um síðustu áramót um fjóra millj- arða króna. Ísafjörður er rekinn með um 7 milljóna króna tapi það sem af er þessu ári, samkvæmt verstfirska fréttamiðlinum bb.is. Niðurskurður í Reykjanesbæ Nokkrar af eignum Reykjanesbæjar eru til sölu, sem er liður í 450 millj- óna króna niðurskurði á útgjöldum sveitarfélagsins. Þetta kom fram í fréttum RÚV á sunnudaginn. „Inn- lendar sem erlendar fjármálastofn- anir hafa haldið að sér höndum og bíða þess að atvinnuverkefni fari af stað sem valda Reykjanesbæ erfið- leikum, meðal annars við endurfjár- mögnun eldri lána. Á meðan óvissa framkvæmda er svo mikil er ljóst að draga þarf saman í rekstri sveitarfé- lagsins,“ segir í tilkynningu. Sáttmálinn framlengdur? Stjórnvöld og Samtök atvinnulífsins hafa óskað eftir því við verkalýðs- hreyfinguna að stöðugleikasáttmál- inn verði framlengdur. Guðmundur Gunnarsson, formaður Rafiðnaðar- sambandsins, segir það ekki mögu- legt fyrr en ljóst er hvað stjórnvöld ætlast fyrir. Hann segir að stjórnvöld hafi ekki staðið við ýmislegt í sátt- málanum, til dæmis hafi ekki verið ráðist í fyrirhugaðar framkvæmdir. Á meðan tvístígi ríkisstjórnin í stað þess að taka ákvörðun um fram- kvæmdir og virðist vera komin í bakkgírinn hvað varði gjaldeyris- og gengismál.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.