Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.2010, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.2010, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIR 20. september MÁNUDAGUR FLESTAR ÁRÁSIR Í EYJUM Líkamsmeiðingum hefur farið fækkandi frá árinu 2007 og voru árið 2009 færri en í fjölda ára áður. Ekkert manndráp var árið 2008. Hlutfallslega var umdæmi Vest- mannaeyja það hættulegasta á landinu árið 2008, en á hæla þess fylgja umdæmi Suðurnesja og Snæfellsness. Þau þrjú öruggustu voru umdæmi Seyðisfjarðar, Blönduóss og Eskifjarðar. Öflug löggæsla í Vestmannaeyjum Elliði Vignisson, bæjarstjóri Vest- mannaeyja, sagði í samtali við DV að há tíðni líkamsmeiðinga þar kæmi sér mikið á óvart. Íbúafjöldi margfaldast yfir þjóðhátíð og Gos- lokahátíð, en það sé ekki við utan- bæjarfólk að sakast. „Upp til hópa eru gestir okkar til mikillar fyrir- myndar, þess vegna koma þess- ar tölur mér mjög á óvart.“ Hann nefnir að löggæslulið Vestmanna- eyja sé gífurlega öflugt og það sé mögulega ástæðan fyrir þessari háu tíðni. „Brotin koma kannski frekar til kasta lögreglunnar, þetta er afmarkað svæði.“ Ólíklegra sé að menn komist upp með brotin. „Það kemst enginn upp með afbrot hér og lætur sig svo hverfa,“ segir Elliði. Karl Gauti Hjaltason, sýslu- maður í Vestmannaeyjum tek- ur undir þetta að hluta. „Það er alveg rétt að það er hlutfallslega mikil gæsla hérna. Hér eru mjög mikil afskipti af ólátum,“ segir Karl. Þessar tölur koma honum þó ekki á óvart. „Við höfum alltaf verið hæstir, eða næsthæstir, í svona brotum, alveg frá því að ég man eftir. Svo er þetta náttúrulega stór útgerðar- bær, hingað kemur fjöldi sjómanna í land og skemmtir sér.“ Seyðfirðingar rólyndir Arnbjörg Sveinsdóttir, fyrrverandi alþingismaður og forseti bæjar- stjórnar Seyðisfjarðar, segir að íbú- ar þar séu rólyndir. „Seyðfirðingar eru náttúru- lega rólegir, umburðarlyndir og almennt þægilegt fólk,“ segir Arn- björg. Hún bætir við að stöðugur straumur ferðamanna sé til stað- arins og að hann hafi öðlast sess sem menningarstaður. Hátíðir eins og LungA, sem er listahátíð ungs fólks, dragi að bæði erlenda gesti og innlenda. Á Seyðisfirði eru þó ekki stað- bundnir lögregluþjónar. Höf- uðstöðvar umdæmisins eru á Egilsstöðum og þaðan þurfa lög- reglumenn að koma ef afbrot eiga sér stað. Arnbjörg gagnrýnir að lögregla sé ekki með fasta viðveru. „Þetta er slæmt ástand. Fólk getur lent í vandræðum og þá getur verið erfitt að fá aðstoð lögreglu. Fjarð- arheiði hefur stundum orðið ófær, og þá gengur erfiðlega fyrir lögregl- una að komast til bæjarins,“ segir Arnbjörg Sveinsdóttir. SÍMON ÖRN REYNISSON blaðamaður skrifar: simon@dv.is Arnbjörg Sveinsdóttir Hún segirSeyðfirðingaalmenntrólyndaog umburðarlynda. Miðbærinn hefur hæstu tíðni ofbeldisbrota í höfuðborginni: Misstitönnítilefnislausriárás Miðbærinn hefur hæstu tíðni of- beldisbrota í höfuðborginni og flest þessara brota verða að nóttu til. Einn viðmælandi DV, sem ekki vildi láta nafns síns getið, varð illa fyrir barðinu á ofbeldismanni þeg- ar hann var kýldur að tilefnislausu, í apríl árið 2008. „Ég var búinn að vera að skemmta mér niðri í bæ og við félagarnir vorum á heimleið,“ segir hann. „Þá kom náungi að mér og kýldi mig í smettið, ég veit ekkert hvað honum gekk til og gat ekkert tengt þetta við neitt sem ég átti að hafa gert.“ Við árásina blæddi mikið úr honum og hann missti framtönn. „Ég þurfti að gangast undir stóra aðgerð, sem kostaði mikið og tók mjög langan tíma,“ segir hann, og bætir við að tannlæknakostnaður hafi numið um 350.000 krónum, en það sé hann enn að glíma við. Árás- armaðurinn komst undan og von- laust að leggja fram kæru í þeirri von að fá kostnaðinn bættan. Þrátt fyrir að vera fórnarlamb í hrottalegri árás fékk hann ekki að- stoð lögreglunnar sem sagði hon- um að koma sér sjálfum á slysa- deildina. „Ég fór að lögreglubíl og bað um aðstoð, en þeir vildu ekk- ert fyrir mig gera. Þeir vildu ekki leita að manninum og sögðu mér að koma mér bara sjálfum á slysó.“ Hann fékk heldur ekki að skoða myndir hjá lögreglunni í von um að finna árásarmanninn. Miðborg Árásináttisérstaðaðnóttutil ímiðborgReykjavíkur.Myndintengist efnifréttarinnarekkibeint. Elliði Vignisson Elliðisegir löggæslulið Vestmanna- eyjagífurlega öflugt. Árið 2008 voru flestar líkamsárásir tilkynntar í Vestmanna- eyjum en lík- amsárásum fjölgaði mikið þar það ár. Seyðisfjarð- arumdæmi er hins vegar öruggast þar sem íbúarnir eru „rólyndir heimsborgar- ar“. V e s tm a n n a e y ja r 82 S u ð u rn e s  62 S n æ fe ll s n e s  61 S e lf o s s  49 A k u re y ri  48 A k ra n e s  43 H ö fu ð b .s v æ ð i  40 V e s tfi rð ir  38 S a u ð á rk ró k u r 38 B o rg a rn e s  35 H v o ls v ö ll u r 29 H ú s a v ík  28 E s k if j.  23 B lö n d u ó s 2 S e y ð is fj . 5 Tvisvar ráðist á borgarstjórann Jón Gnarr, borgarstjóri Reykjavík- ur, lýsti því á blaðamannafundi sem haldinn var á föstudag að hann hefði í tvígang orðið fyrir tilefnislausri árás í miðbænum. Í fyrra skiptið var flösku hent úr bíl og straukst hún við höfuð hans. Ljóst er að illa hefði getað farið ef flaskan hefði hitt Jón í höfuðið. Seinna skiptið sem ráðist var á Jón var hann á gangi í Banka- stræti að vetrarlagi þegar tveir menn réðust að honum og felldu hann. Árásin virtist vera tilefnislaus.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.