Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.2010, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.2010, Blaðsíða 23
MÁNUDAGUR 20. september ÚTTEKT 23 VÍSINDIN UM MUN KYNJANNA Karlmenn einangra sig fremur en konur leita í persónuleg og tilfinningaleg samskipti sem svar við streitu. Feitir karlar hamingjusamir Rannsóknarteymi í Boston komst að þeirri niðurstöðu þegar það rannsakaði 45.000 manns að feit- ir karlmenn eru hamingjusamari en mjóir. Það sama á hins vegar ekki við um konur. Feitir karl- menn mældust samkvæmt rannsókninni 42% ólíklegri til þess að fremja sjálfsmorð en maður með engin aukakíló. Karlar hlusta ekki Sjónvarpsstöðin Discovery hefur gert heimildarþátt um það af hverju karlmenn hlusta gjarnan ekki á konur eða „heyra“ ekki það sem þær eru að segja. Ástæðan var sögð sú að rödd konunn- ar nær yfir breiðara svið og það getur reynst erfiðara fyrir karlmenn að greina hana en öfugt. Konur með betri húmor Stanford University kemst að þeirri niðurstöðu í einni rannsókna sinna að konur séu með dýpri húmor en karlar. Þeir mældu virkni í heilanum á bæði körlum og konum þegar þau horfðu á gamanefni. Í ljós kom að virknin var töluvert meiri hjá konum en körlum. Konur munu hlaupa hraðar Tímiritið Nature heldur því fram að konur muni hlaupa hraðar en karlar í 100 metra spretthlaupi á Ólympíuleikunum 2056. Að því gefnu að munurinn milli karla og kvenna haldi áfram að minnka í þessari grein líkt og hann gerði alla tuttugustu öldina og til dagsins í dag. Líta jafnoft í spegil Rannsóknir benda til þess að karlar og konur líti jafnoft í spegil. Hins vegar eyði kon- an mun meiri tíma fyrir framan spegilinn á lífsleiðinni þar sem hún noti hann mun meira til þess að farða sig og snyrta. Meðal kona eyðir um tveimur árum af ævinni fyrir framan spegil en meðal karlmaður um sex mánuðum. Sturtuferðir og skítugar hendur Bandarískar rannsóknir benda til þess að 90% af konum þvoi á sér hendurnar eft- ir að hafa notað almenningsklósett. Aðeins 75% karla. Hins vegar fara 70% karla í sturtu eða bað daglega en aðeins 57% kvenna. Mismunandi samskiptamátar kynj- anna Geta valdið ýmsum vandræðum og misskilningi. Karlmenn Eiga það til að einangra sig tilfinningalega frá öðrum þegar þeir eru fullir af streitu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.