Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.2010, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.2010, Blaðsíða 12
Dísilolía Algengt verð verð á lítra 192,6 kr. verð á lítra 190,6 kr. Skeifunni verð á lítra 192,4 kr. verð á lítra 190,4 kr. Algengt verð verð á lítra 193,9 kr. verð á lítra 191,7 kr. bensín Algengt verð verð á lítra 192,3 kr. verð á lítra 190,3 kr. Melabraut verð á lítra 192,4 kr. verð á lítra 190,4 kr. Algengt verð verð á lítra 192,6 kr. verð á lítra 190,6 kr. Fjölbreytt og hollt MAtAræði Vegna fréttar DV í síðustu viku um að megrunarkúrar geti verið hættulegir vildi Kristín V. Óladóttir, hjúkrunar- fræðingur og eigandi Íslensku vigt- arráðgjafarinnar, koma því á fram- færi að henni þætti ósanngjarnt að hinn svokallaði Danski kúr væri í DV settur undir sama hatt og öfgafull- ir megrunarkúrar þar sem áherslan er á einhæft mataræði. „Mér finnst ósanngjarnt að líkja þessu við mel- ónu- eða laxakúrinn eða hvað þeir heita. Áherslan hjá okkur er fjöl- breytt og hollt mataræði,“ segir hún í samtali við DV og bætir við að hún hafi landlækni á bak við sig í sínu starfi og hinn svokallaði Danski kúr sé síður en svo varasamur. Nánar má lesa um hann á vigtarradgjafarnir.is. engin íSlenSkA á SjávArbArnuM n Eldri maður hringdi og vildi lasta Sjávarbarinn. „Það er slæmt að hafa starfsfólk sem talar ekki íslensku,“ sagði maðurinn sem vildi þó taka skýrt fram að hann hefði fengið góðan mat þar í hádeg- inu. „Ég keypti mig inn á hlaðborð fyrir 1.600 krónur sem var ágæt- lega úti látið,“ sagði hann en ítrekaði hve slæmt það væri að hafa engan íslenskumælandi starfskraft á vakt. SENDIÐ LOF EÐA LAST Á NEYTENDUR@DV.IS FAgFólk og Flott þjónuStA n „Ég má til með að lofa verslunina Signatures of Nature í Smáralind. Þar eru seldar snyrtivörur á mjög hagstæðu verði miðað við aðrar snyrtivörur. Þær eru líka dúnd- urgóðar og þjónustan er til fyrirmyndar,“ sagði ánægður viðskiptavinur og hélt áfram: „Þar vinnur fagfólk sem veit nákvæmlega hvað það er að tala um og getur bent manni á réttu vörurnar.“ LOF&LAST 12 neyTendur UmSjóN: baldur guðmundsson baldur@dv.is 20. september Mánudagur AriOn bAnki: engAr nAuðungArSöLur Arion banki þakkar viðskiptavinum sínum fyrir þá biðlund sem þeir hafi sýnt í þeirri óvissu sem uppi hefur verið varðandi gengistryggð lán. „Það er von bankans að senn liggi fyrir skýr sýn og verklag um það hvernig vinna megi að lausn mála í góðri sátt viðskiptavina og bankans,“ segir á heimasíðu hans en Arion banki hefur engin gengistryggð bílalán í sínum bókum. „Fram að lagasetningu Alþingis mun Arion banki áfram bjóða viðskiptavinum sínum með íbúðalán í erlendri mynt, og með veði í fasteign, að greiða 5.000 kr. af hverri milljón upphaflegs höfuðstóls. Þá ítrekar bankinn að viðskiptavinir glata ekki betri rétti þótt þeir nýti sér úrræði bankans og áréttar að engar nauðungarsölur á íbúðarhúsnæði verða á vegum bankans á þessu ári.“e L d S n e y T i Hefðbundið, gengisbundið 2 milljóna króna bílalán, sem tekið var í upphafi árs 2007, væri að fullu greitt ef þeir vextir sem í upphafi var samið um hefðu staðið. Ef lántaki hefði staðið í skilum og ekki fryst ólöglegt lánið ætti hann nú næstum 200 þúsund króna inneign hjá fjármögnunarfélaginu. Eftir dóm Hæstaréttar er niðurstað- an hins vegar sú að hann skuldar ríf- lega 600 þúsund krónur. Þetta er nið- urstaða útreikninga Nordik Finance fyrir DV. Svo kann að fara að þrátt fyrir að þeir sem tóku gengistryggð húsnæð- islán fái helmingslækkun á höfuðstól nú verði lánin þegar upp verður stað- ið dýrari. Ástæðan er svimandi háir ís- lenskir vextir. mun betri staða Bílalánið sem miðað er við er tekið í janúar 2007 og er til sjö ára. Myntkarf- an er til helminga í jenum og frönk- um og miðað er við algeng vaxta- kjör á þessum tíma. Um hefðbundið jafngreiðslulán er að ræða. Eins og áður sagði hefði lánið verið fullgreitt ef upphafleg vaxtakjör hefðu stað- ið – og gott betur. Ef lánin hefðu ekki verið dæmd ólögleg hefði lánið hins vegar staðið í 2,6 milljónum króna og lántakinn hefði þurft að greiða um 67 þúsund krónur um næstu mánaða- mót. Í stað þess þarf hann að greiða tæplega 18 þúsund krónur. Þrátt fyrir að vaxtaskilmálum sé nú, með dómi Hæstaréttar, breytt eftir á er staða lán- takans mun betri en en útlit var fyrir í vor. Húsnæðislánin erfiðari Sá sem tók hefðbundið gengisbund- ið 20 milljóna króna húsnæðislán, til fjörutíu ára, á sama tíma er hins vegar ekki jafn heppinn. Lánið hækkaði úr 20 milljónum í 47 milljónir króna vegna gengishrunsins. Ef samningsvextir hefðu staðið ætti hann eftir að greiða um 15 milljónir króna af láninu en í ljósi Hæstaréttardómsins skuldar hann um 23 og hálfa milljón, samkvæmt út- reikningum Nordik Finance. Lánið er hálfri fjórðu milljón krónum hærra en upphaflega þrátt fyrir að höfuðstóllinn hafi lækkað um helming frá því sem hann var áður en myntkörfulánin voru dæmd ólögmæt. greiðslurnar lækka lítið Greiðslubyrði þessa einstaklings lækk- ar þó í sjálfu sér lítið. Þannig greiddi hann, ef hann hefur staðið í skilum, 176 þúsund krónur í síðustu afborgun en þarf að greiða 162 þúsund næst. Hefðu samningsvextir staðið hefði næsta af- borgun hljóðað upp á 90 þúsund krón- ur. Sturla Jónsson, endurskoðandi hjá Nordik Finance, bendir á að þetta sé tilkomið vegna þeirra háu krónuvaxta sem lánin bera nú. „Vaxtagreiðsla af 20 milljóna króna íbúðarláni með 7,75 prósent vöxtum er tæpar 130 þúsund Vextir Vinni upp lækkunina Þeir sem eru með gengistryggð bílalán eru miklu betur settir eftir dóm Hæstaréttar en í vor áður en í ljós kom að lánin voru ólögleg. Lán þeirra lækka um þrjá fjórðu, samkvæmt útreikningum Nordik Finance. Höfuðstóll húsnæðislána lækkar um helm- ing en háir vextir kunna á endanum að þýða að gengislánin verði hagstæðari. baldur guðmundsson blaðamaður skrifar: baldur@dv.is Ef lántaki hefði staðið í skil- um og ekki fryst ólög- legt lánið ætti hann nú næstum 200 þúsund króna inneign hjá fjár- mögnunarfélaginu. Þrátt fyrir að Hæstiréttur hafi fyrir helgi úrskurðað að gengistryggð lán skuli afturvirkt bera lægstu óverðtryggðu vexti Seðlabanka Íslands ríkir enn mik- il óvissa á flestum heimilium landsins. Ríflega 40 þúsund heimili bíða nú eftir því að lánastofnanir finni út hvað þau skuldi, ýmist vegna húsnæðis, bíls eða hvors tveggja. Þar til þeim útreikning- um lýkur vita fæstir hver skuldastaða þeirra er, jafnvel þótt Árni Páll Árna- son, efnahags- og viðskiptaráðherra, hafi sagt að gengistryggðu húsnæðis- lánin lækki í mörgum tilfellum um 25 til 47 prósent – miðað við 25 ára lán. Vart þarf að taka fram að milljónum getur munað á því hvort húsnæðislán lækkar um 25 prósent eða 47. Óvíst með fyrirtækin Einnig ríkir nokkur óvissa um það til hvaða lána dómurinn nær. Ráð- herra hefur boðað lagasetningu um að öll bílalán með gengisviðmiðun verði gerð ólögmæt, óháð efni samn- ingana. Jafnframt verði öll íbúðalán, hvort sem þau eru með gengisbind- ingu eða í erlendum gjaldmiðlum, gerð ólögmæt. Þrátt fyrir þessi fyrir- heit þurfa lántakendur að bíða næsta þings til að sjá hvort Árni Páll fylgir orðum sínum eftir og dómurinn nái til þeirra lána. Loks hefur Árni Páll boðað að dómurinn muni ekki hafa jafn víðtæk áhrif á fyrirtæki. Á bilinu 80 til 90 þús- und manns, eða upp undir helming- ur vinnuafls á Íslandi, starfa hjá fyrir- tækjum með 50 starfsmenn eða færri, samkvæmt skýrslu Verslunarráðs frá 2009. Það gefur auga leið að slík fyrir- tæki eru viðkvæmari en stórfyrirtæki fyrir fjárhagslegum áföllum. Verði dómur Hæstaréttar ekki látinn ná yfir gengistryggð lán fyrirtækja er ljóst að þúsundir starfa eru í hættu. Tveggja vikna bið Samkvæmt upplýsingum úr við- skiptaráðuneytinu verður frumvarp Árna Páls lagt fyrir við upphaf þings, eftir tvær vikur. Þar muni koma fram tillögur um úrbætur eða lausnir fyrir lífvænleg smærri fyrirtæki í rekstri sem ekki hafa tekjur í erlend- um gjaldmiðlum. „Stór hluti fyrirtækjalána er til að- ila með tekjur í erlendri mynt. Rík neytendasjónarmið hníga að því að einstaklingar fái meiri vernd en fyr- irtæki. Jafnframt eru miklir almanna- hagsmunir fyrir því að kostnaður falli ekki á skattborgara vegna lána fyrir- tækja. Samhliða verða gerðar ríkari kröfur til bankanna um hraðari end- urskipulagningu skulda fyrirtækja,“ sagði í tilkynningu frá viðskiptaráðu- neytinu eftir að dómurinn féll. stjórnvöld leggja línurnar Mælingar á trausti almennings á fjár- málafyrirtækjum sýna að það er í lág- marki. Samkvæmt könnun Capacent í fyrra treysta 4 prósent bönkunum. Þeir sem ekki treysta þeim til að reikna stöðu lánanna út ættu ekki að þurfa að margir endar lausir þrátt fyrir dóminn: Heimilin enn í óvissu breytingAr á höFuðStól bíLALán 2.000.000 kr. sjö ára gengistryggt bílalán tekið í janúar 2007. Til helminga í jenum og frönkum. Ekki er gert ráð fyrir að lánið hafi verið fryst. miðað við að staðið hafi verið í skilum. húSnæðiSLán 20.000.000 kr. 40 ára gengistryggt húsnæðislán tekið í janúar 2007. Til helminga í jenum og frönkum. Ekki gert ráð fyrir frystingu. miðað við að staðið hafi verið í skilum. AFbOrgun Erlend mynt 67.333 kr. upphafleg greiðsluáætlun 27.120 kr.* dómur Hæstaréttar 17.566 kr. *LÁNTAkI æTTI INNEIgN EF mIÐAÐ ER VIÐ SAmNINgSVExTI. AFbOrgun Erlend mynt 176.389 kr. upphafleg greiðsluáætlun 90.097 kr. dómur Hæstaréttar 161.746 kr. Erlend mynt Samnings- vextir Dómur Hæstaréttar Erlend mynt Samnings- vextir Dómur Hæstaréttar ÚTrEikningar: NORDIk FINANcE FYRIR DV 2. 62 1. 13 4 k r. 46 .8 40 .3 24 kr . 17 2. 98 7 k r. 61 7. 47 1 k r. 14 .8 03 .6 66 kr . 23 .5 31 .9 16 kr . misjöfn staða skuldara Þeir sem tóku gengistryggð bílalán eru í betri málum en þeir sem tóku gengis- tryggð húsnæðislán.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.