Þjóðmál - 01.03.2009, Blaðsíða 11

Þjóðmál - 01.03.2009, Blaðsíða 11
 Þjóðmál VOR 2009 9 húsið en næstu sólarhringa magnaðist spenna og var kveiktur eldur á Austurvelli . Lögregla beitti táragasi til að hafa hemil á óeirðamönnum . Við stjórnarráðshúsið gerðist það að næturlagi, að hópur fólks úr röðum aðgerðasinna snerist til varnar lögreglunni, en þá höfðu mótmæli tekið á sig svip skrílsláta . Hinn 21 . janúar var ráðist á Geir H . Haarde og bifreið hans, þegar hann var á leið úr stjórnarráðshúsinu . Athygli vakti, að Hallgrímur Helgason var fremstur í flokki þeirra, sem stóðu að aðförinni og lamdi hann bifreiðina að utan . Eftir að vinstri/grænir komu að því að ræða þátttöku í ríkisstjórn, dró úr ólátum aðgerða­ sinna . Þingmenn vinstri/grænna voru með ónot í garð lögreglu vegna aðgerða hennar og þar var Álfheiður Ingadóttir fremst í flokki . Þá voru vinstrisinnaðar vefsíður eins og aftaka .is, smugan .is og nei .is notaðar til gagn rýni og árása á lögreglu . Lögregla stóð vel og fagmannlega að öllum aðgerðum sínum undir öruggri forystu Stefáns Eiríkssonar, lögreglustjóra á höfuð borg ar svæð inu . Í mótmælahrinu vikunnar fyrir afsögn ráðu neytis Geirs H . Haarde réðust mót­ mælendur inn á fund í félagi Samfylk ingar­ innar í Reykjavík, sem var haldinn í Þjóð­ leikhús kjall aranum . Sameinuðust að gerð­ a sinnar og for ystumenn félagsins um að krefjast afsagnar ríkis stjórnarinnar . Við blasti, að Samfylkinguna skorti þrek eða vilja til að standast áraun mótmælanna . VI . Laugardaginn 31 . janúar lýsti Bjarni Bene diktsson, alþingismaður, fram boði sínu til formennsku í Sjálfstæðis flokkn um . Síðar hefur Þorgerður Katrín Gunn ars­ dótt ir, vara for maður Sjálfstæðis flokksins, sagt, að hún sækt ist eftir endurkjöri í það embætti . Þegar þetta er ritað, hafa ekki aðrir boðið sig fram til formennsku meðal sjálfstæðismanna en Bjarni . Reglur Sjálfstæðisflokksins um formanns­ kjör eru þess eðlis, að ekki er um neinn framboðsfrest að ræða . Kosið er óbundinni kosningu á landsfundi . Laugardaginn 14 . febrúar krafðist Jón Baldvin Hannibalsson þess, að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir hætti sem formaður Sam­ fylk ing arinnar, Jóhanna Sigurðardóttir yrði kjörin í hennar stað, ef Jóhanna vildi ekki taka áskoruninni sagðist Jón Baldvin ætla að bjóða sig fram til formanns . Jóhanna taldi af og frá, að hún byði sig fram, Ingibjörg Sólrún sagðist ekki hafa tekið ákvörðun um að hætta . Þær Ingibjörg Sólrún og Jóhanna efndu til blaðamannafundar laugardaginn 28 . febrúar og tilkynntu, að Ingibjörg Sólrún ætlaði að halda áfram sem flokksformaður og bjóða sig fram í annað sæti í Reykjavík, Jóhanna yrði forsætisráðherraefni og í fyrsta sæti í Reykjavík, Össur Skarphéðinsson fengi þriðja sætið í Reykjavík . Sunnudaginn 1 . mars sagðist Dagur B . Eggertsson, borgarfulltrúi, vilja verða varaformaður Samfylkingarinnar en áður hafði Árni Páll Árnason, alþingismaður, boðið sig fram til varaformennsku, eftir að Ágúst Ólafur Ágústsson hafði sagt sig frá þingmennsku og varaformennsku Samfylkingarinnar . Jón Baldvin Hannibalsson sagðist ætla bjóða sig fram gegn Ingibjörgu Sólrúnu í formannskjöri auk þess að óska eftir stuðningi í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík . Hann vildi verða í einu af átta efstu sætunum á listanum . Dagur B . taldi Jón Baldvin vega ómaklega að Ingibjörgu Sólrúnu, þegar hann teldi hana eiga að axla ábyrgð vegna bankahrunsins, hún hefði gert það með því að rjúfa stjórnarsamstarfið við Sjálfstæðisflokkinn . Með skömmum fyrirvara gerðist það
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.