Þjóðmál - 01.03.2009, Blaðsíða 22

Þjóðmál - 01.03.2009, Blaðsíða 22
20 Þjóðmál VOR 2009 verra fyrir hluthafa, kjósa þeir eðlilega að taka sem mest að láni . Þetta sama gerist í hefðbundinni bankastarf­ semi sem nýtur ríkisábyrgðar, bara með annars konar áhættutöku en rúllettuspili . Það eina sem getur komið í veg fyrir svona hegðun er að lánveitandinn stoppi það af, hann neiti að lána, vegna þess að hann fær ekki verðlaun í samræmi við þá áhættu sem tekin er með fé hans . Ríkisábyrgðin tekur þann hvata úr sambandi . Vítahringur hagfræðinnar Ég vil nefna aðra tegund af vítahring, þann vítahring sem hagfræðin er í . Vegna þeirra áfalla sem reglulega koma upp komast flestir hagfræðingar að þeirri niðurstöðu að ríkið þurfi að gera meira til að koma í veg fyrir þau og skapa meira „traust“ . Þannig verja þeir markaðinn enn frekar fyrir mistökum sínum og gera bönkum og öðrum kleift að taka enn meiri áhættu en fyrr . Áður en langt um líður hefur slík áhætta verið tekin að aftur reynir á hið nýja öryggi . Þegar það gerist er allt ferlið endurtekið . Þetta mun aldrei enda með þessum hætti, því áhættan verður alltaf meiri og meiri . Við leysum ekki vandann með hugarfarinu sem skapaði það, eins og Albert Einstein sagði . Nú er að vísu talað um að herða eftirlit með bönkum til að koma í veg fyrir áhættutöku, en eftirlitið hefur klikkað áður og getur klikkað aftur . Það voru beinlínis seðlabankar heimsins sem sköpuðu lánsfjárbóluna, með því að hvetja til aukinnar lántöku og áhættutöku . Ef þeir telja eftirsóknarvert að gera það aftur, til að auka peningamagn og „koma hagkerfinu í gang“ eins og það er kallað, munu þeir ekki hika við það, þrátt fyrir allar reglur og eftirlit með einkabönkum . Að mínu mati getur þetta aðeins endað á tvo vegu, með þjóðnýtingu fjármálakerfisins eða afnámi ríkisábyrgðar . Þjóðnýting banka­ kerfisins færir hins vegar ríkisábyrgðina á nýtt plan . Í stað þess að bankar hangi í pils faldi ríkisins, hanga fyrirtækin í pilsfaldi ríkisbankanna . Spilling af ýmsu tagi mun þrífast og ákvarðanir munu ekki verða teknar með arðsemi í huga, heldur pólitík og bitlinga . Í stað þess að starfsmenn fjármálaeftirlits veiti bönkum slakt aðhald, t .d . vegna þess að þeir vilja fá vinnu hjá þeim, munu starfsmenn bankanna veita þeim fyrirtækjum sem þeir lána ekki nógu mikið aðhald . Því miður óttast ég að þetta sé líklegri niðurstaða en afnám ríkisábyrgðar . Hvað gerðist í Bandaríkjunum? Ástæða fjármálakreppunnar í Banda­ríkj unum er fyrst og fremst sú sem hér hefur komið fram . Bankakerfið var veikt vegna of mikillar lántöku . Jafnframt var búin til stórabóla í húsnæðislánum með ríkisábyrgð á íbúðalánasjóðunum Freddie Mac og Fannie Mae, sem virkaði á nákvæmlega sama hátt og ríkisábyrgð á bönkum . Seðlabanki Banda ríkjanna hefur svo séð til þess að nægt lánsfé hefur verið til staðar til að fjármagna allar bólur á sama tíma . Markaðurinn var farinn að trúa á „áhættuvörn Greenspans“, sem áður hefur verið nefnd, og hegðaði sér mjög óskyn­ samlega . Upphaf hrunsins má finna í því að hús­ næðisbólan sprakk og hefur það leitt til þess að fleiri og fleiri lánsfjárbólur hafa sprungið og nú er svo komið að allt lánsfé er af skornum skammti og svo til allir markaðir eru í fjárþurrð, nema markaður fyrir ríkisskuldabréf og góðmálma . Til að gera illt verra voru margar þær eignir sem féllu í verði notaðar sem peningar að vissu leyti og kölluðust ígildi peninga í reikningum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.