Þjóðmál - 01.03.2009, Blaðsíða 57

Þjóðmál - 01.03.2009, Blaðsíða 57
 Þjóðmál VOR 2009 55 frænd inn var svo gott sem ósjálfbjarga í Noregi, kunni hvorki tungumálið né þekkti þjóðfélagið . Eina atvinnureynsla hans var tengd hestum og jarðvinnu . Mina var eina fyrir vinnan og þurfti að sjá um hvert einasta smáatriði í lífi manns síns . Álagið á hana var mikið . Vissulega voru aðstæður hans einnig óbærilegar . Hann kom frá pakistönsku þorpi sem bjó við íhaldsamt karlaveldi . Hann greip fljótlega til hegðunar hins máttvana manns – hóf að misþyrma Minu, vegna þess að samkvæmt eigin heimssýn hafði hann enga kynferðislega stjórn á konu sinni . Mina starfaði jú utan heimilis . Hún hlaut að hitta karlmenn, bæði á vinnustaðnum og á leiðinni til og frá vinnu . Hann áleit það óásættanlegt að eiginkonan hefði samband við aðra karlmenn en nánustu ættingja . Þegar maðurinn náði stöðu sem fyrirvinna fjölskyldunnar var Mina neydd til að hætta atvinnuþáttöku . Maður Minu fékk meiri þekkingu á því hvernig norska kerfið virkaði, tók fulla stjórn yfir tekjum og barnabótum og þvingaði til sín aðgang að öllum bankareikningum þeirra . Af og til tæmdi hann þá og sendi peningana til foreldra sinna í heimalandinu . Þegar sonur þeirra kvæntist Minu bjuggu þau í litlu húsi úr leir, með moldargólfi og heyrðu til hinna fátækari í þorpinu . Eftir að sonurinn hafði búið nokkur ár í Noregi, fluttu foreldrar hans og þeirra nánustu í stórt tveggja hæða múrhús . Þau fengu bíl, þjóna og nútíma innbú í húsið . Mina hafði ekkert á móti því að hjálpa fjölskyldu hans til betri efnahags, en forgangsröðunin í fjármálum dró úr lífsgæðum hennar og barnanna: „Við áttum að halda okkur heima eins mikið og mögulegt var, því það kostaði ekkert .“ Annað var, að hún skynjaði aldrei virðingu eða þakklæti: „Ég hef aldrei verið þeim neitt annað en fjárhagsleg mjólkurkýr . Ef ekki hefði verið fyrir mig og börnin, hefði hvorki eiginmaður minn né fjölskylda hans haft eitt né neitt . Samt hafa þau aldrei þakkað mér, né sýnt mér hlýju .““ Heiðurshugtakið Eftir að Mina útskrifaðist af sjúkra húsi sumarið 2002, lagði hún fram kæru gegn eiginmanninum fyrir misþyrmingar, nauðg an ir, kerfisbundna frelsissviptingu, dráps hót anir, aðild að ólöglegum inn­ flutn ingi fólks með sýndarhjónaböndum og misnotkun á fél agslegri fjárhagsaðstoð . Lög reglan fékk skriflega yfirlýsingu frá lækni Minu, sem staðfesti áhyggjur af að Mina kynni að verða drepin . Mina var send til barna verndaryfir valda og til lögfræðings . Barna verndaryfirvöld þekktu til aðstæðna, en á fundi með þeim, þar sem Storhaug var viðstödd, var Minu mætt með fullyrðing um um að mál hennar væri „óskaplega flókið“ vegna „menningarlegra þátta“ . Miklar áhyggjur voru vegna þess að Mina krafðist skilnaðar frá eiginmanninum . Fólk óttaðist að hún yrði fyrir heiðursmorði . Þrýstingur og hótanir í garð Minu frá kven kyns fjöl­ skyldu meðlimum og eiginmann in um jókst með hverjum degi sem leið . „Þau hugsa bara um heiður . Þau hræðast að aðrar konur í fjölskyldunni taki mig til fyrirmynd ar . Að þær sjái að þær þurfi ekki lengur að lifa eins og dýr,“ sagði Mina . Barnaverndaryfirvöld héldu áfram að vinna í málinu, en Mina sýndi stöðugt meiri uppgjöf og dró til baka bæði ákæruna og skilnaðarkröfuna . Fyrst og fremst vegna þrýstings frá eiginmanninum, en líka vegna þess að henni þótti sem yfir­ völd hefðu brugðist sér . Nýtt ferli með lögfræðingi, lögreglu og barna verndaryfirvöldum, sem hófst haustið 2003, leiddi loks til árangurs . Mina fékk for­ ræði yfir börnunum . Hún fékk viðvör unar­ hnapp sem festur er við líkamann og ýtt er á til að kalla samstundis á hjálp, ef á hana yrði ráðist . Eiginmaðurinn sætti nálgunarbanni .
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.