Þjóðmál - 01.03.2009, Blaðsíða 26

Þjóðmál - 01.03.2009, Blaðsíða 26
24 Þjóðmál VOR 2009 frá stjórnarráðinu en brottrekstur Bolla frá ráðuneytinu er með öllu óskiljanlegur . Fyrir utan það að vera trúnaðarmaður Alþjóða­ gjaldeyrissjóðsins hér á landi (sem Jóhanna hafði lagt áherslu á að unnið yrði með áfram) eru líklega fáir með jafnmikla reynslu og þekk ingu á störfum stjórnarráðsins og Bolli . Hann var skipaður ráðuneytisstjóri í fjár­ málaráðuneytinu af Alþýðuflokks mann in­ um Jóni Baldvini Hannibalssyni, þáverandi fjár málaráðherra, en Bolli er hagfræðingur að mennt og hafði þá þegar víðtæka reynslu í sínu fagi, hafði meðal annars starfað í 13 ár á Þjóðhagsstofnun . Eftir að hafa starfað í 17 ár hjá fjármálaráðuneytinu, meðal annars með fyrrnefndum Ólafi Ragnari, Friðrik Soph ussyni og síðar Geir H . Haarde, var hann fenginn af framsóknarmanninum Halldóri Ásgrímssyni til að taka við embætti ráðu neytisstjóra í forsætisráðuneytinu . Það er því nokkuð ljóst að Bolli hefur á embættisferli sínum unnið með fólki úr flestum stjórnmálaflokkum án þess að nokk­ ur hafi efast um heilindi hans gagnvart við­ komandi ráðherrum eða hæfni hans til þess að takast á við erfið verkefni . Fimmtudaginn 5 . febrúar greindi Smugan, vefmiðill Vinstri grænna, frá því að Baldur Guðlaugsson, ráðuneytisstjóri fjármálaráðu­ neytisins, færi í leyfi frá störfum sínum í ráðuneytinu um óvissan tíma . Þá kom jafnframt fram að verið væri að ganga frá því innan ráðuneytisins hvernig lausn hans frá störfum yrði háttað . „Brottför Baldurs úr starfi er í samræmi við verkáætlun ríkisstjórnarinnar þar sem því var lofað að skipta út yfirstjórn ráðuneyta þar sem þurfa þætti,“ sagði vefrit Vinstri grænna . Seinna um daginn, og nokkrum klukku­ tímum eftir að vefrit Vinstri grænna hafði greint frá því að Baldur færi í leyfi, sendi fjár málaráðuneytið frá sér tilkynningu um að Indriði H . Þorláksson hefði verið ráðinn ráðu neytisstjóri til 30 . apríl . „Baldur Guðlaugsson hefur fengið leyfi frá störfum ráðuneytisstjóra á sama tímabili,“ sagði í tilkynningunni líkt og í tilkynningu forsætisráðuneytisins nokkrum dögum áður . Formenn bankaráða ríkisbankanna hraktir úr starfi Mánudaginn 9 . febrúar sagði Jóhanna Sigurðardóttir í fyrirspurnartíma á Alþingi að það væri vilji meðal minni­ hlutastjórnarinnar að gera mannabreytingar í stjórnum þeirra banka sem ríkið hefði nú yfirtekið . Hún tilgreindi það þó ekki nánar . Daginn eftir, þriðjudaginn 10 . febrúar, sendu þeir Magnús Gunnarsson, formaður bankaráðs Nýja Kaupþings, og Valur Vals­ son, formaður bankaráðs Glitnis, Stein grími J . Sigfússyni, fjármálaráðherra, bréf þar sem þeir sögðu upp störfum í bankaráð um bank­ anna . Í bréfinu, sem þeir skrifuðu báðir undir, var vitnað til orða Jóhönnu á Alþingi deg­ in um áður . Nokkrum dögum áður hafði það spurst út að vilji væri til þess innan væntanlegrar minnihlutastjórnar að gera mannabreytingar í stjórnum bankanna . Höfðu þeir Magnús og Valur haft samband við Steingrím fyrir ríkisstjórnarskiptin og hitt hann eftir að hann varð fjármálaráðherra . Steingrímur bað þá um að sitja áfram, í það minnsta fram yfir aðalfundi bankanna sem að öllum líkindum verða haldnir í apríl . Skiljanlegt er að þeir Magnús og Valur hafi viljað hætta eftir ummæli Jóhönnu á þingi . Því verður ekki annað séð en að þeir hafi með óbeinum hætti verið hraktir úr starfi af Jóhönnu Sigurðardóttur og Steingrímur J . ekki komið neinum vörnum við samkvæmt hans eigin lýsingu .
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.