Þjóðmál - 01.03.2009, Blaðsíða 39

Þjóðmál - 01.03.2009, Blaðsíða 39
 Þjóðmál VOR 2009 37 eðlileg bankaviðskipti fólks og fyrirtækja féllu niður, skortur á nauðsynjavörum væri yfirvofandi og hætta á að nauðsynleg lyf og hjúkrunarvörur fengjust ekki . Þessar spár rættust ekki, þökk sé viðbrögðum stjórnvalda, sem störfuðu við erfiðar aðstæður . Greinilegt var að þingmenn fundu allir til mikillar ábyrgðar og vildu gera allt sem í þeirra valdi stóð til að takast á við vandann . Allir vildu leggja hönd á plóginn . Við þessar óvenjulegu aðstæður komu glögglega fram hin mismunandi hlutverk löggjafar valds ins og framkvæmdavalds ins . Hlutverk ríkisstjórnarinnar var að veita fram kvæmdavaldinu forystu í umboði þingsins . Mikið mæddi á henni, alls kyns verkefni og úrlausnarefni, ákvarðanir, sam­ hæfing aðgerða, miðlun upplýsinga innan þings og utan til ólíkra aðila . Það var hlutverk fram kvæmda valdsins í hnotskurn . Þingi líkt við búðarkassa Þingmenn voru hins vegar ekki alltaf sátt­ir við hlutverk sitt . Það endurspeglaðist m .a . í umræðum á þingi þann 5 . nóvember 2008, sem spunnust um hlutverk þingsins í efna hagsaðgerðum og vöktu þær nokkra athygli . Katrín Jakobsdóttir þingmaður Vinstri grænna hóf umræðuna og vék að „hlutverki þingsins í núverandi efnahagsástandi“ . Hún taldi að þinginu væri haldið utan við allar ákvarðanir, en benti þó á að tvær um ræður um efnahagsmál hefðu farið fram . Vissu lega hefðu einstakar nefndir tekið málin til umfjöllunar, einkum viðskiptanefnd, efna hags­ og skattanefnd og fjárlaganefnd, en „…aðallega þó til að fá upplýsingar . Þegar kemur að því að leggja til aðgerðir til að bregðast við ástandinu fer sú umræða fram hjá ráð herrum ríkisstjórnarinnar, hjá framkvæmda valdinu, ekki í nefndum þingsins sem eru aðallega í því að kynna sér málin“ . Hún beindi síðan þeirri fyrirspurn til Pét­ urs Blönd al þingmanns Sjálfstæðisflokksins og þá ver andi formanns efnahags­ og skatta­ nefnd ar hvort ekki þyrfti: „… að efla hlutverk efnahags­ og skatta­ nefndar og þingsins alls við að taka ákvarðanir, ekki bara að kynna sér málin og votta svo ákvarðanir sem má segja að þegar hafi verið teknar .“ Katrín velti því fyrir sér hvort það hefði ekki átt að vera hlutverk þingsins að móta efnahagsáætlun fyrir þjóðina . Hún spurði: „Er Alþingi fyrst og fremst umræðu vett­ vangur eða tekur það raunverulegar ákvarð­ anir? Virkar það eins og búðarkassi þegar einhver annar hefur fyllt körfuna?“ Myndlíkingin um búðarkassann var hent á lofti af öðrum þingmönnum og rataði í fjölmiðlana við misjafnar undirtektir almenn ings og varð tilefni umræðu í samfélaginu um hlutverk þingmanna og þingsins við þessar aðstæður . Lagasetningin hafði brugðist Í svari sínu benti Pétur Blöndal réttilega á að það væri hlutverk þingsins að setja lagarammann sem þjóðfélagið starfaði eftir og hafa eftirlit með framkvæmdavaldinu . Hann taldi að í ljósi ástandsins væri greini­ legt að lagasetningin hefði brugðist, svo og eftirlitið og eftirlitsstofnanirnar . Jafnframt var rætt um sjálfstæði stofnana til að taka ákvarðanir án atbeina þingsins t .d . með hlið sjón af þá umdeildum vaxtaákvörð un­ um Seðla banka Íslands . Pétur lagði áherslu á ákveðna þætti varð­ andi fjölskyldurnar og atvinnulífið í land­ inu sem þingið þyrfti að bregðast við . Ljóst mátti vera af umræðunni að margir þingmenn upplifðu sig á hliðarlínu í at­
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.