Þjóðmál - 01.03.2009, Blaðsíða 66

Þjóðmál - 01.03.2009, Blaðsíða 66
64 Þjóðmál VOR 2009 félag inu Glitni hf . og nema tugum þúsunda milljóna . Það er einnig rétt hjá Jóni Ásgeiri að engar skjal festar heimildir tengdu hann leynifélaginu Stími ehf . Bolvíkingurinn Jakob Valgeir Flosa son var eini nafngreindi einstaklingurinn sem tengdist Stími ehf . á pappírunum . Hann var þó aðeins skráður fyrir um 7% hlut . Eigendur 93% hlutafjár í Stími voru faldir á bak við tjöldin og engin leið að finna út hverjir það voru skv . skráningargögnum . En nú hefur verið upplýst hverjir voru stærstu hluthafar Stíms ehf .: Glitnir banki: 33% SPV Fjárfestingarbanki: 10% (í eigu BYR) Samtals 43% . Hverjir eru meðal stærstu hluthafa í BYR Sparisjóði? Jú, eigendur Glitnis . Þeir og Glitnir banki eiga því um 43% í Stími ehf . en nöfn þeirra finnast ekki á neinum skráningarskjölum og þeir sitja ekki í Stími ehf . Hverjir eru stærstu eigendur FL Group/ Stoða hf . sem er jafnframt stærsti eigandi Glitnis banka? Og hver var stjórnarformaður Glitnis banka þegar Stím­lánið var veitt? Þorsteinn Jónsson, einn af stærstu hluthöfum FL Group/Stoða hf . Og hver sat í stjórn Glitnis með Steina í kók þegar lánið til Stíms var afgreitt? Jón Sigurðsson, forstjóri FL Group/Stoða hf . Mikið virðist hafa verið lagt á sig til að leyna raunverulegum eigendum og stjórnendum Stíms ehf . Endurskoðunarfyrirtækið KPMG stofnaði FS37 ehf . og seldi síðan til Pálma Baugs manns (Öskjuhlíðar­Pálma) í Fons . KPMG stofn aði líka FS38 ehf . og seldi til Pálma í Fons . Pálmi Baugsmaður „lánaði“ síðan FS37 ehf . 2,5 milljarða í gegnum FS38 ehf . – án trygginga . Með öðrum orðum: Pálmi lánaði sjálfum sér í gegnum leynifélögin FS37 og FS38 . En hvaðan komu þessar 2 .500 .000 .000 krónur frá Pálma Baugsmanni? Í kjölfarið var skipt um nafn á skúffufyrir­ tæk inu FS37 ehf . og því breytt í Stím ehf . Öll tengsl við Pálma voru þar með rofin á yfirborðinu . Glitnir banki lánaði síðan Stími ehf . 20 milljarða – án trygginga – til að kaupa bréf í FL Group og Glitni . Jakob Valgeir Flosason var einn skráður stjórnandi og eigandi Stíms ehf . Engin tengsl sjáanleg við Pálma Baugsmann í Fons eða Glitni banka . Hm . . . Leynifélag þar sem aðaleigendur og stjórn­ endur eru kirfilega faldir á bak við tjöldin og plotta og díla fyrir verulegar fjárhæðir? Eitthvað hljómar þetta kunnuglega . . . 2 . hluti Leynifélagið Fjárfar ehf . Eftirfarandi upplýsingar koma úr eið­svörn um og vottuðum framburðar­ skýrslum fjölda einstaklinga hjá lögreglu og dómstólum í Baugsmálinu svokallaða . Þetta er allt saman hægt að lesa á vefsíðu minni – www .baugsmalid .is – sem geymir lögreglu­ og vitnaskýrslur sakborninga og vitna og skal lesendum sérstaklega bent á kaflann um „leynifélagið Fjárfar ehf“ . Þarna er ekki að finna neinar dylgjur eða slúður – heldur blákaldar staðreyndir úr vottuðum og undirrituðum dómsskjölum . Einn af stóru ákæruliðunum í Baugsmál­ inu varðaði leynifélag að nafni Fjárfar ehf . en Jóni Ásgeiri Jóhannessyni var gefið að sök að hafa verið raunverulegur eigandi þess félags og stjórnað því . Jón Ásgeir staðhæfði hins vegar að hann
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.