Þjóðmál - 01.03.2009, Blaðsíða 43

Þjóðmál - 01.03.2009, Blaðsíða 43
 Þjóðmál VOR 2009 41 Hvað fór úrskeiðis? Meginverkefni þings og ríkisstjórnar á haust þingi var að bregðast við þeirri efna hagslegu holskeflu sem helltist yfir lands menn í kjölfar bankahrunsins . Ég tel að í meginatriðum hafi viðbrögðin verið rétt og hrakspár um að bankastarfsemi yrði lögð af og um vöruskort í landinu rættust ekki . Við samþykkt fjárlagafrumvarpsins fyrir árið 2009 rétt fyrir jól, sem m .a . tók mið af samkomulagi við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn, urðu ákveðin þáttaskil og tími uppbyggingar var framundan . Það voru vonbrigði að Samfylkingin skyldi ekki hafa þrek til að fylgja eftir starfsáætlun ríkisstjórnarinnar sem þó hafði drjúgan meirihluta á þingi . Þess í stað var valinn sá sérstaki kostur að fara í minnihlutastjórn með Vinstri grænum undir geðþóttastýringu Framsóknarflokksins . Árangur haustþingsins að koma ljós Ef ný ríkisstjórn heldur rétt á málum og fylgir eftir áætlunum sem lagðar voru upp af fyrri ríkisstjórn undir forystu Geirs H . Haarde á haustþingi mun árangur af efna hagsráðstöfunum þegar hafa komið í ljós við birtingu þessarar greinar . Styrking krónunnar og lækkun vaxta er í kortunum og það mun fljótlega koma fram í lækkun vöruverðs og minni verðbólgu sem hefur strax áhrif á hag almennings til hins betra . Í þessari grein hef ég lýst því hvernig þing­ menn Sjálfstæðisflokksins höguðu störfum sín um á Alþingi á þessum örlagaríku haust dög um, auk þess sem gerð er grein fyrir umræðu á Al þingi um stöðu mála . Kveikjan að greininni er að á nokkrum fundum mínum með sjálf stæð ismönnum á undanförnum vikum hef ég m .a . lýst þessu verklagi . Það hefur vakið athygli og komið á óvart og fólk hefur spurt hvers vegna þessu hafi ekki verið haldið á lofti . Það er ljóst að þetta verklag skilaði árangri . Ákveðnir þættir voru útfærðir og lagðir fram í formi frumvarpa sem urðu að lögum, við öðru var brugðist innan stjórnsýslunnar . Oft þótti okkur seint ganga og sérstaklega var sorglegt að upplifa töf á mikilvægum málum frá hendi samstarfsflokksins, sem sat iðulega á málum í þingflokki sínum og tafði afgreiðslu . Þar má m .a . nefna frumvarp um gjaldþrotaskipti (skuldaaðlögun), sem ríkisstjórn hafði samþykkt að leggja fram fyrir sitt leyti, en stöðvaðist í þingflokki Samfylkingarinnar . Það frumvarp var síðan lagt fram af þingflokki sjálfstæðismanna eftir stjórnarskiptin, en jafnframt lagði ný ríkisstjórn fram sitt frum varp, efnislega nær samhljóða, en undir öðru nafni, gjaldþrotaskipti (greiðsluaðlögun) . Mistök í miðlun upplýsinga Við höfum lært marga lexíuna á þessum síðustu mánuðum . Ein sú mikilvægasta og afdrifaríkasta sneri að upplýsingamiðlun til almennings . Það voru án efa mistök að sinna henni ekki betur . Þrátt fyrir miklar umræður um þörf fyrir upplýsingar og töluverða viðleitni frá hendi stjórnvalda dugði það ekki til . Það átti að setja upplýsingar fram á skipu lagðari máta, þar sem einstaklingar, fjölskyld ur og fyrirtæki gætu glöggvað sig á hvaða ákvarðanir og ráðstafanir gætu gagnast þeim í hverju einstöku tilviki og á hverjum tíma . Það á einnig við aðra þætti upplýsingagjafar eins og hvernig þingmenn gegndu störfum sínum á þessum haustdögum, sem þessi grein fjallar um .
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.