Þjóðmál - 01.03.2009, Blaðsíða 17

Þjóðmál - 01.03.2009, Blaðsíða 17
 Þjóðmál VOR 2009 15 málafræði“, virtust þekkja til hinna fleygu orða Maos: „Byltingin er ekkert teboð“ . Sýndarmennskan og sjálfsblekkingin er vinstri öfgamanninum ásköpuð og eðlislæg, eins og vandlætingin, og kemur fram hvar vetna í orð um hans og æði . Þetta fólk tekur ávallt fallega lygi fram yfir ljótan sann leika . Vinstri öfgamenn eru liðsmenn lyg innar, en jafn framt býr innra með þeim djúp stætt hatur á sínu eigin þjóðfélagi sem þeir reyna að gera allt til miska, og taka því ávallt og ósjálfrátt mál stað óvina þess, hverju nafni sem þeir nefnast . Það er ekki hægt að skilja eða skýra hátta lag þeirra sem lengst eru til vinstri eingöngu með tilvís un í marxisma/kommúnisma/sósíal isma, eins og margir ímynda sér . Það mætti láta sér detta í hug að skýringa á hegðun þeirra sé að leita miklu dýpra, á vettvangi sálfræði . Mönnum kann að þykja þetta öfgafull tilgáta, en ég er ekki viss um það . Ég hef áður bent á, að enginn vafi er á að t .d . fundarmenn í Háskólabíói töldu sjálfa sig í fullri og fúlustu alvöru vera „þjóðina“ . Og hvernig á til dæmis að skýra þá staðreynd, að ýmsir núverandi leiðtogar íslenskra vinstri manna hafa starfað í og/eða beinlínis stofnað „vináttufélög“ sérstakra stuðningshópa við margar af allra grimmustu, blóði drifn ustu alræðisstjórnir samtímans (Kúbu, Albaníu, Austur­Þýskaland, Norður­Kóreu o .s .frv), en hafa samtímis og samhliða verið áberandi í starfi Amnesty og opna bókstaflega aldrei munninn án þess að prédika í vandlætingar­ tón um „lýðræði“ og „mann réttindi“? Er þetta fólk með réttu ráði? Hræsnarinn er sjálfur gjörsamlega ómeð­ vitaður um hræsni sína . Þetta fólk sér ekki nokkurn skapaðan hlut athugaverðan við framferði sitt . Sönn hræsni kemur frá hjartanu og þetta góða fólk trúir því í raun og sannleika að einmitt það sjálft sé hinir sönnu lýðræðis sinnar, mannvinir og mannréttindafrömuðir . Þetta kann að þykja ótrúlegt, en er þó satt . Og ég spyr aftur: Er þetta fólk með réttu ráði? Eins og menn muna fékk Baugur útflutn ings­verðlaun forseta Íslands í fyrra . En Baugur er ekki eina útrásarfyrirtækið sem hefur fengið þá maklegu viðurkenningu . Örfáum misserum áður fékk annað fyrirtæki, Kaupþing banki, þessi sömu verðlaun . Það var fámenn dómnefnd sem ákvað að verð launa Kaupþing fyrir þátt þess í útrásinni . Við afhendingu verðlaunanna kom fram hjá nefndinni að „Kaupþing banki fær verðlaunin fyrir þann árangur sem fyrirtækið hefur á skömmum tíma náð á þróuðum mörkuðum erlendis . Fyrirtækið fer fremst í öflugri útrás íslenskra fjármálafyrirtækja og hefur vakið athygli fyrir framsækinn og arðbæran rekstur . Djörfung og dugur einkenna fyrirtækið, starfs menn þess og stjórnendur . Vöxtur fyrirtækis ins hefur verið mjög ör undanfarin ár og hefur það gegnt lykilhlutverki í fjárfestinga­ og við skiptabankastarfssemi hér á landi . Síðustu ár hef ur bankinn stóraukið starfsemi sína á er lendri grundu með stofnun dótturfélaga og kaupum á fjármálafyrirtækjum .“ Kaupþing fær hér mikil verðlaun fyrir ákafa útrás og gríðarlegan vöxt sinn . Dómnefndin var fámenn en góðmenn og til að tryggja að fagleg sjónarmið réðu en ekki pólitískt ábyrgðarleysi og spilling, var fenginn fulltrúi viðskipta­ og hagfræðideildar Háskóla Íslands í nefndina . Það var að sjálfsögðu enginn annar en Gylfi Magn ússon dósent sem settist í dómnefndina og verðlaunaði Kaupþing fyrir mjög öran vöxt og ákafa útrás, alnafni Gylfa Magnússonar bar áttumanns, sem hefur í snjöllum útifund ar ræðum krafist þess að allir þeir sem einhvern þátt áttu í að illa fór í efnahagslífinu, haldi sig fjarri öllum „björgunaraðgerðum“, og er jafnframt al nafni þess Gylfa Magnússonar sjáanda, sem fréttamenn segja jafnan að hafi séð allt fyrir, varað eindregið við útrásinni og einkum barist gegn stækkun bankanna . Úr Vef­Þjóðviljanum 4 . febrúar 2009 . _____________________ Ekki er allt sem sýnist!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.