Þjóðmál - 01.03.2009, Blaðsíða 81

Þjóðmál - 01.03.2009, Blaðsíða 81
 Þjóðmál VOR 2009 79 Evrópusambandinu, þar sem ráðherraráðið tekur úrslitaákvarðanir um hámarksafla og hvaða tegundir er leyfilegt að veiða, svo og um veiðiaðferðir og veiðarfæri . Í ráðherraráðinu myndu Íslendingar aðeins ráða yfir 3 atkvæðum af 348 miðað við núverandi stærð ESB .“ (s . 184–5) * Umræða um mögulega aðild Íslands að Evrópusambandinu hefur að verulegu leyti snúist um efnahagsmál og forræði yfir auðlindum . En það er ekki síður þörf að ræða áhrif Sambandsins á þróun lýðræðis í aðildarlöndunum . Í fyrstu og lengstu greininni í bókinni, „Hnattvæðing – skil heimaslóðar og stjórnmálavalds?“, segir Björn frá sjónarmiðum tveggja virtra fræðimanna um þetta efni en tekur ekki afstöðu til þeirra . Hann greinir fyrst frá áliti þýska félagsfræðingsins Ralfs Dahrendorfs og dregur það saman í svofelldum orðum: „„Það er erfitt,“ segir Dahrendorf, „að kom ast að annarri niðurstöðu en lýðræði og þjóðríki séu tengd hvort öðru . Veiki alþjóðavæðing þjóðríkið veikist einnig lýðræðið . Til þessa hefur okkur ekki tekist að nýta kosti lýðræðis í stjórnmálastarfi utan þjóðríkisins .“ Niðurstaða hans er, að Evrópusambandið standist ekki sjálft lýðræðiskröfur, sem það gerir til þjóðríkja, sem óska aðildar að sambandinu . Hann telur einnig, að á tímum alþjóðavæðingar sé erfiðast að tryggja almenningi áhrif á ákvarðanir stofnana, sem starfa utan landamæra þjóðríkja og hafa yfirþjóðlegt vald .“ (s . 47) Þess má geta að Dahrendorf átti um tíma sæti í framkvæmdastjórn Evrópu sam­ bandsins . Björn vitnar einnig í þekktan franskan fé­ l ag sfræðing, Alain Touraine, sem heldur því fram að yfirþjóðlegt vald geti farið saman við lýðræðisleg áhrif almennra borgara á nærsamfélag sitt en skýrir kenningar hans ekki nógu vel til að gott sé að átta sig á því hvernig þær eru hugsaðar . Ég er sennilega ekki eini lesandinn sem gjarna vildi að Björn hefði sagt meira um þetta efni . Í mínum augum virðist ýmislegt í þróun Evrópu sambandsins gefa tilefni til þess að hafa áhyggjur af framtíð lýðræðis innan þess . Í lýðræðisríki þarf stjórnmálamaður sem vill breyta lögum í landi sínu að fá meirihluta lög gjafarsamkundunnar á sitt band . Hann þarf að taka þátt í rökræðu sem fer að mestu fram fyrir opnum tjöldum og getur haft áhrif á vinsældir hans meðal almennings . Það er að ýmsu leyti þægilegra fyr­ ir atvinnustjórnmálamenn að starfa á vettvangi Evrópusambandsins . Stór hluti af lögum þess er ákveðinn af fá­ mennu ráðherraráði . Umræður innan þess vekja litla athygli og það er auðveldara að sannfæra nokkra kollega, sem líka eru á toppnum í stjórnmálum og skoða heiminn með augum valdsmanna, en heilt þjóðþing þar sem er alls konar lið og enginn friður fyrir fjölmiðlum . Ráðherraráð Evrópusambandsins er fámennur hópur með mikil völd . Hvernig ráðherrarnir beita þessu valdi hefur að jafnaði lítil áhrif á úrslit kosninga í heimalöndum þeirra, þar sem kosið er um mál sem eru á valdi einstakra ríkja fremur en Evrópusambandsins . Fyrir þá sem hafa náð langt í stjórnmál­ um er Evrópusambandið tækifæri til að hafa meira vald en hægt er í venjulegu lýðræðis­ ríki og innan ráðherraráðsins er hægt að beita valdinu án þess að eiga á hættu að missa það, því þegar verk stjórnmálamanna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.