Þjóðmál - 01.03.2009, Blaðsíða 20

Þjóðmál - 01.03.2009, Blaðsíða 20
18 Þjóðmál VOR 2009 skiptast á verðbólga og samdráttur, allt af völdum þeirra sömu seðlabanka og eiga að halda verðlagi stöðugu . Skýrt dæmi um hvernig öryggisnet seðla­ banka hefur valdið áhættusamri hegð un er það sem Bandaríkjamenn kalla „the Greenspan put“ – eða „áhættuvörn Greenspans“ . Alan Greenspan veitti fjárfest um þá trú á tuttugu ára ferli sínum sem æðsti maður Seðlabanka Bandaríkjanna að hann myndi alltaf koma til bjargar, þegar hætta steðjaði að markaðnum, með því að dæla peningum í umferð . Nú kenna margir þeirri stefnu um hvernig komið er í Bandaríkjunum . Peningakerfi sem er byggt á lántökum get­ ur komist í vítahring . Tökum einfalt dæmi af bankakerfi sem tryggir 10% af innistæðum með því að eiga peninga hjá seðlabanka eða í öðru formi . Gerum ráð fyrir að bankar vilji halda sig við þessi 10% að minnsta kosti, annað hvort fyrir eigin vilja eða vegna skyldu til þess . Um leið og almenningur tekur bara 1% af innistæðum sínum út úr bönkum, þurfa bankar á sama tíma að selja eignir til að ná þessu eina prósenti til baka . Eignir falla í verði, því ef einum þeirra tekst að selja eign til annars flyst vandinn bara til . Bankar henda eignum á milli sín eins og heitri kartöflu sem enginn vill halda lengi . Í hvert sinn lækkar verðið enn frekar . Það eru bara til 9% af innistæðum í kerfinu í alvöru peningum og almenningur og fyrirtæki eru ólíkleg til að leggja meira fé í bankana eða kaupa mikið af eignum þegar ástandið er svona . Allar eignir lækka í verði og almennt er skortur á peningum . Lækkunin getur verið botn laus . Fleiri útgáfur af vítahring eru til í banka­ kerfinu, en þeir eiga það sammerkt að þeir eru til komnir vegna of mikillar lántöku og áhættutöku . Þegar fólk hefur t .d . tekið há lán til hlutabréfakaupa og verður að selja bréfin vegna mikillar lækkunar á verði þeirra, veldur sú sala enn meiri lækkun og svo koll af kolli . Þetta getur átt við um allar eignir, hlutabréf, húsnæði, skuldabréf, hrávörur og fleira . Sá misskilningur er algengur meðal hag­ fræðinga að ríkið geti lagað þennan vanda með því að starfa sem þrautavaralánveitandi eða með því að veita ríkisábyrgðir og skapa þannig „traust“ á kerfinu . Niðurstaðan er aftur á móti sú að bankar eru hvattir til enn áhættusamari hegðunar . Slakir bankar njóta venjulega álíka mikillar ríkisábyrgðar og þeir góðu . Nánast algjörlega er tekið úr sambandi það aðhald markaðarins að lánveitendur bankanna hafi hvata til að velja þá bestu til að þiggja lánin . Ekki er nóg með að lánveitendur missa hvatann til að passa upp á fé sitt, heldur hafa bankarnir líka hvata til að taka sem mest að láni við þessar aðstæður, því lántökukostnaður hækkar lítið við það . Til að útskýra það má hugsa sér banka sem spilar rúllettu: • Bankinn leggur allt á svartan. Þá eru líkur á vinningi um 50% og peningarnir tvöfaldast ef svartur kemur upp . • 10 krónur verða þannig 20 krónur við vinning og 0 krónur við tap . • Ef bankinn getur aftur á móti tekið lán, segjum upp á 90 krónur og verið aðeins með 10 króna framlag sem eigið fé eigenda bankans, getur vinningurinn orðið 100 krónur í stað 10 króna . • 10 krónur verða þannig 110 krónur við vinning, eftir að búið er að borga lánið til baka, og 0 við tap . • Vinningurinn tífaldast án aukinnar áhættu ef lán er tekið, því líkur á tapi eru áfram þær sömu og það sem eigendur bankans sjálfs tapa er áfram bara 10 krónur . Hluthafar bera ekki ábyrgð á skuldum bankans . • Þegar hagnaðarvon er mun meiri með auknum lántökum, án þess að tapið sé
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.