Þjóðmál - 01.03.2009, Blaðsíða 51

Þjóðmál - 01.03.2009, Blaðsíða 51
 Þjóðmál VOR 2009 49 Síðan ráðamenn í Brussel fóru að gangast við vandamálinu hefur margoft verið til­ kynnt um aðgerðir til þess að reyna að draga úr reglugerðaframleiðslu Evrópusambands­ ins sem engu hafa þó skilað enn . Síðast var Edmund Stoiber, fyrrum forsætisráðherra Bæjaralands, fengið það verkefni árið 2007 að koma með tillögur að umbótum á regluverki sambandsins . Stoiber skilaði tillögunum af sér í maí 2008 og var sagt að tekin yrði afstaða til þeirra fljótlega . Síðan hefur ekkert verið gert .5 Sennilega er skýringuna á þessu aðgerða­ og sinnuleysi ekki sízt að finna í ummælum Günthers Verheugens, ráðherra iðnaðar­ og frumkvöðlamála í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, sem hann lét falla haustið 2006 . Þar sagði hann einfaldlega að allar tilraunir til að koma böndum á reglugerðafargan sambandsins hefðu fram að því verið gerðar að engu af valdamiklum embættismönnum sem störfuðu fyrir framkvæmdastjórnina og sem teldu slík skref ekki þjóna sínum eigin hagsmunum .6 Margir vonuðust til þess að stækkun Evrópu sambandsins til austurs og suðurs um tíu ný ríki vorið 2004 myndi stuðla að því að miðstýring innan þess myndi dragast saman og valddreifing um leið aukast . Talað var um að samfara aukinni fjölbreytni innan sam bandsins yrði varla stætt lengur á allri þessari miðstýringu . Skemmst er frá því að segja að þær vonir hafa að engu orðið og raunin þvert á móti orðið sú að völd og vægi stofnana Evrópusambandsins hafa aukizt stórlega á kostnað ríkja sambandsins .7 5 „Red tape unit lashes out at Charlie McCreevy“, Montesquieu­institute .eu 23 . september 2008 . 6 „Personal view: It’s official . The Single Market costs out­ weigh the benefits“, Telegraph .co .uk 24 . október 2006 . 7 „European Commission made stronger by enlargement“, Euobserver .com 27 . febrúar 2007 . Samkvæmt niðurstöðum rannsókna Jonas Tallberg, prófessors í Það er ljóst að Evrópusambandið ræður ein fal dlega ekki við vandann . Það er eðli mið stýrðra skriffinnskubákna að þenja sig sífellt meira út með tilheyrandi reglugerðafargani . Þetta er þó vitaskuld engan veginn bundið við Evrópusambandið en sambandið er engu að síður eitthvert versta, og ekki ósennilega hreinlega versta, dæmið sem fyrirfinnst um slík fyrirbæri . Regluverk sambandsins er eins og snjóbolti sem rennur niður snævi þakta fjallshlíð sem engan endi hefur . Hann stækkar stöðugt og enginn virðist vilja eða geta stöðvað hann . Bókhaldshneyksli ESB En Evrópusambandið er ekki aðeins skriffi nnskubákn heldur er það sömuleiðis ger spillt . Fjöldi alvarlegra spillingarmála hef ur komið upp í stjórnkerfi sambandsins á liðn um árum og virðist sem þeim hafi frekar farið fjölgandi en hitt . Alvarlegasta málið er vafalaust sú staðreynd að endurskoðendur Evrópu sam bandsins hafa ekki treyst sér til þess að samþykkja bókhald sambandsins samfellt í 14 ár eða allt frá árinu 1994 . Ástæðan hefur iðulega verið sú sama, ekki er vitað með neinni vissu í hvað mikill meirihluti útgjalda þess fer, eftir að þeim fjármunum hefur verið úthlutað til ríkja sambandsins . Um hefur verið að ræða allt að 90% útgjaldanna og í sumum tilfellum rúmlega það .8 Málið varð fyrst opinbert í byrjun árs 2002 þegar þáverandi yfirmaður endur­ skoð endastofnunar Evrópusambandsins, Marta Andreasen, vakti athygli fjölmiðla á stjórnmálafræði við Stokkhólmsháskóla, sem birtar voru í byrjun apríl 2007, hafa stærstu ríki Evrópusambandsins, Þýzkaland, Frakkland og Bretland, aukið mjög völd sín í kjölfar stækkunar sambandsins til austurs og suðurs . „Study Says Big States Gaining Power in EU“, Businessweek .com 9 . apríl 2007 . 8 „EU budget: the missing €6 billion“, Ukip .org 10 . nóvember 2008 .
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.