Skólavarðan - 01.06.2001, Qupperneq 2

Skólavarðan - 01.06.2001, Qupperneq 2
Stjórn Kennarasambands Íslands ákvað á fundi sínum í lok apríl að næsta þing sambandsins skyldi haldið dagana 8. til 9. mars árið 2002 í Borgartúni 6. Þessi ákvörðun er í samræmi við þá samþykkt stofnþings að annað þing Kennarasambandsins skuli haldið fyrri hluta árs 2002. Aðild- arfélög sambandsins munu halda aðalfundi í tengslum við þingið eða fyrr eftir atvikum. Gera má ráð fyrir að um 180 fulltrúar eigi rétt til setu á þinginu. Þótt enn sé alllangt til þings er vinna við undirbúning þó að komast í gang. Laganefnd mun hefja störf í júní en henni er ætlað að taka lög sambandsins til skoðunar og leggja breytingatillögur fyrir þingið ef ástæða þykir til. Uppstillinganefnd mun einnig funda í byrjun júní, aðal- starf hennar hefst þó ekki fyrr en í haust en hún skal auglýsa eftir fram- boðum í trúnaðarstöður innan Kennarasambands Íslands sex mánuðum fyrir þing. Stjórn Kennarasambandsins hélt tveggja daga vinnufund dagana 18. til 19. maí sl. þar sem m.a. var rætt um reynsluna af starfsemi sambandsins á yfirstandandi kjörtímabili og væntanlegan undirbúning þings. Auk stjórn- ar sátu fundinn meðal annarra formaður og varaformaður Félags íslenskra leikskólakennara en eins og allir vita fær það félag aðild að Kennarasam- bandinu um miðjan september nk. Nú standa fyrir dyrum fundir með fulltrúum leikskólakennara til þess að ræða þær breytingar sem verða á starfsemi og starfsmannahaldi Kennarasambandsins við inngöngu félags þeirra. Einnig er fram undan endurskipulagning á nýtingu kjallarans í Kennarahúsinu sem miðar að því að öll starfsemi Kennarasambandsins, nema stærri fundir, rúmist í húsinu. Eins og að framan greinir er í mörg horn að líta á næstu mánuðum og mikilvægt að félagsmenn allir beiti sér fyrir lifandi umræðu um málefni Kennarasambandsins og leggi þannig sitt af mörkum til þess að efla sam- tökin. Þörfin fyrir öflug stéttarsamtök á borð við Kennarasamband Íslands er brýn og styrkur þeirra felst fyrst og fremst í öflugum og áhugasömum félagsmönnum sem eru tilbúnir til að leggja sig fram í áframhaldandi bar- áttu fyrir bættu skólastarfi og enn betri kjörum kennara og skólastjóra. Með þetta að markmiði skulum við horfa bjartsýn fram á veginn og vona að annað þing Kennarasambands Íslands marki nýtt upphaf að sókn til enn betri kjara. Eiríkur Jónsson Formannspist i l l Þing og aðalfundir félaga 3

x

Skólavarðan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.