Skólavarðan - 01.02.2002, Page 10

Skólavarðan - 01.02.2002, Page 10
fólki sem hefur hugmyndir og væntingar. Þar kemur kennarinn sterkt inn í og getur veitt leiðsögn um hvernig best er að vinna úr og með hugmyndirnar og hefur þannig áhrif á mótun nemenda. Fjölbreytileikinn í starfinu er mikill, vinna með fólki en ekki tækjum eða tólum, því að aldrei er að vita hvernig brugðist er við þeim hugmynd- um/verkefnum sem lögð eru fram. Sam- skiptin við samkennara þar sem unnið er að þróun og útfærslu á verkefnum og vinnu með nemendum gefur mér mjög mikið. Allt hefur sína kosti og galla, kennara- starfið er líklega það starf þar sem erfiðast er að skilgreina hvenær vinnudagurinn hef- st og hvenær honum lýkur. Þetta er ekki starf sem hefst klukkan átta og lýkur þegar komið er heim seinnipartinn, verkefni, hugmyndir og vandamál fljóta með heim að „loknum“ vinnudegi. Möguleikar á framgangi í kennarastarfi sýnast mér frekar litlir, tökum tvö dæmi: Umsjónarkennari fer í viðbótarnám og gerist hæfur list- eða verkgreinakennari en hvað gerist, hann hækkar ekki í launum, frekar lækkar. Hvað þá frábæri list- eða verk- greinakennarinn sem gerist umsjónarkennari til að fá launahækkun! Þó virðist aðeins vera að rofa til með deildarstjórum sem samið var um í nýgerðum kjarasamningum en þau störf á eftir að þróa í ansi mörgum skólum. Það sem alltaf stendur þó upp úr er að ég vinn með fólki sem hefur hugmyndir og skoðanir og það er okkar að finna þeim réttan farveg. Sigríður Árnadóttir tónlistarskóla- kennari frá 1987 og skólastjóri Tón- listarskólans í Grafarvogi frá 1991. Kennslugreinar: forskóli og tón- fræði. Þetta er áreiðanlega spurning sem allir kennarar hafa margoft velt fyrir sér. Að mínu mati er starfið aðlaðandi fyrir það að það veitir manni svigrúm til að starfa sjálfstætt að skapandi og margbreyti- legu tónlistaruppeldi barna. Það er mjög gefandi að vinna náið með öðrum einstakl- ingum og fá að byggja upp kunnáttu og færni barna á sviði tónlistar. Tónlistarskóli er mjög lifandi umhverfi, bæði hugmynda- og félagslega, börn eru upp til hópa afskap- lega skemmtilegt fólk og óneitanlega fyllist maður stolti yfir því þegar vel gengur. Starf tónlistarkennara er jafnframt mjög krefjandi og góður kennari þarf ávallt að vera tilbúinn til að gefa mikið af sér. Ekki bætir vinnutími tónlistarkennara úr skák eftir einsetningu grunnskóla, þegar kennsl- an getur ekki hafist fyrr en eftir að skóla- tíma lýkur og stendur oft langt fram á kvöld. Það sem mér hefur löngum þótt íþyngjandi í starfi mínu er barátta okkar kennara við skammsýni og skilningsleysi þeirra sem setið hafa við stjórnvölinn, en við kennarar höfum orðið varir við aukinn skilning almennings á eðli og mikilvægi starfsins og er það mikilvægt veganesti til bjartari framtíðar. Viðtö l 12 Sigríður: Tónlistarskóli er mjög lifandi umhverfi, bæði hugmynda- og félagslega. Kristinn: Kennarastarfið er líklega það starf þar sem erfiðast er að skilgreina hvenær vinnudag- urinn hefst og hvenær honum lýkur.

x

Skólavarðan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.