Þjóðmál - 01.06.2014, Side 4

Þjóðmál - 01.06.2014, Side 4
Ritstjóraspjall Sumar 2014 _____________ Skrýtið er að heyra stjórnmálaskýrend-ur halda því fram að „dræm kjörsókn skekki niðurstöðu“ kosninga, eins og lesa mátti í blöðum eftir sveitarstjórnarkosning- arnar . Í kosningum eru ýmsir valkostir í boði og einn af þeim er að sitja heima á kjördegi, þ .e . að kjósa ekki, rétt eins og að merkja við eitthvert framboðið, skila auðu eða gera kjörseðilinn vísvitandi ógildan . Ef kosningabarátta vekur ekki áhuga kjós- enda og fólk skynjar ekki skýran greinar- mun á framboðum eða fram bjóðendum er eðlilegt að þeim fjölgi sem nenna ekki að ómaka sig á kjörstað . „Þetta er allt sami grauturinn í sömu skál,“ segir þá fólkið . Eða: „Það er sami rassinn undir þeim öllum, þessum andskotum!“ Vegna ámátlegrar fram göngu borgar- fulltrúa Sjálfstæðisflokksins á síðasta kjör- tímabili og kraft lítillar kosn ingabaráttu flokksins í Reykjavík fer ekki hjá því að margir hafi hugsað eins og kaup maður inn í Melabúðinni, Friðrik Guð mundsson, sem sagði í viðtali: „Ég kýs ekki neitt . Ég er íhaldsmaður dauðans, en þetta er allt handónýtt lið sem er í framboði hér . Mér er skapi næst að flytja upp á Skaga þar sem Ólafur Adolfsson, oddviti sjálfstæðismanna og apótekari, er í mikilli uppsveiflu og góðum málum .“ Það fór líka eins og kaupmaðurinn spáði óbeint að Sjálfstæðisflokkurinn í Reykja- vík hlaut hraksmánarlega útreið en Ólafur Adolfsson vann glæstan sigur og meirihluta á Akranesi! Úrslit sveitarstjórnarkosninganna sýna að utan Reykjavíkur hafa sjálf stæðis- menn víðast hvar haldið skyn sam lega á málum, enda uppskáru þeir í sam ræmi við það . Sýnist flokkurinn undir forystu Bjarna Benediktssonar al mennt á réttri leið, þótt ýmislegt megi vissulega gagnrýna . Formaður flokksins hefur til dæmis verið furðu afskiptalítill um gang mála í Reykja- vík . Nú er ljóst að hann getur ekki lengur vikið sér undan því að hafa bein afskipti af endur skipu lagn ingu flokksstarfsins í borg- inni . Þar hafa flokkadrættir ráðið ferð inni á undan förnum árum og fylgi spekt við klíku fori ngja skipt meira máli við val á fram bjóðend um en heill Sjálf stæðis flokks - ins, auk þess sem dellukenningin um „sam- ræðu stjórnmál“ náði heljartök um á kjörn - um fulltrúum flokksins . Sjálfstæðisflokkurinn mun ekki ná vopn- um sín um til fulls á ný ef ekki verð ur gjörbreyting á starfsháttum hans í Reykja- vík . Að svo mæltu óska ég lesendum gleði-legs sumars . Þjóðmál SUmAR 2014 3

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.