Þjóðmál - 01.06.2014, Qupperneq 4

Þjóðmál - 01.06.2014, Qupperneq 4
Ritstjóraspjall Sumar 2014 _____________ Skrýtið er að heyra stjórnmálaskýrend-ur halda því fram að „dræm kjörsókn skekki niðurstöðu“ kosninga, eins og lesa mátti í blöðum eftir sveitarstjórnarkosning- arnar . Í kosningum eru ýmsir valkostir í boði og einn af þeim er að sitja heima á kjördegi, þ .e . að kjósa ekki, rétt eins og að merkja við eitthvert framboðið, skila auðu eða gera kjörseðilinn vísvitandi ógildan . Ef kosningabarátta vekur ekki áhuga kjós- enda og fólk skynjar ekki skýran greinar- mun á framboðum eða fram bjóðendum er eðlilegt að þeim fjölgi sem nenna ekki að ómaka sig á kjörstað . „Þetta er allt sami grauturinn í sömu skál,“ segir þá fólkið . Eða: „Það er sami rassinn undir þeim öllum, þessum andskotum!“ Vegna ámátlegrar fram göngu borgar- fulltrúa Sjálfstæðisflokksins á síðasta kjör- tímabili og kraft lítillar kosn ingabaráttu flokksins í Reykjavík fer ekki hjá því að margir hafi hugsað eins og kaup maður inn í Melabúðinni, Friðrik Guð mundsson, sem sagði í viðtali: „Ég kýs ekki neitt . Ég er íhaldsmaður dauðans, en þetta er allt handónýtt lið sem er í framboði hér . Mér er skapi næst að flytja upp á Skaga þar sem Ólafur Adolfsson, oddviti sjálfstæðismanna og apótekari, er í mikilli uppsveiflu og góðum málum .“ Það fór líka eins og kaupmaðurinn spáði óbeint að Sjálfstæðisflokkurinn í Reykja- vík hlaut hraksmánarlega útreið en Ólafur Adolfsson vann glæstan sigur og meirihluta á Akranesi! Úrslit sveitarstjórnarkosninganna sýna að utan Reykjavíkur hafa sjálf stæðis- menn víðast hvar haldið skyn sam lega á málum, enda uppskáru þeir í sam ræmi við það . Sýnist flokkurinn undir forystu Bjarna Benediktssonar al mennt á réttri leið, þótt ýmislegt megi vissulega gagnrýna . Formaður flokksins hefur til dæmis verið furðu afskiptalítill um gang mála í Reykja- vík . Nú er ljóst að hann getur ekki lengur vikið sér undan því að hafa bein afskipti af endur skipu lagn ingu flokksstarfsins í borg- inni . Þar hafa flokkadrættir ráðið ferð inni á undan förnum árum og fylgi spekt við klíku fori ngja skipt meira máli við val á fram bjóðend um en heill Sjálf stæðis flokks - ins, auk þess sem dellukenningin um „sam- ræðu stjórnmál“ náði heljartök um á kjörn - um fulltrúum flokksins . Sjálfstæðisflokkurinn mun ekki ná vopn- um sín um til fulls á ný ef ekki verð ur gjörbreyting á starfsháttum hans í Reykja- vík . Að svo mæltu óska ég lesendum gleði-legs sumars . Þjóðmál SUmAR 2014 3
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97

x

Þjóðmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.