Þjóðmál - 01.06.2014, Side 7

Þjóðmál - 01.06.2014, Side 7
6 Þjóðmál SUmAR 2014 áfram sem varaformaður Samfylkingarinnar . Hann hafði gegnt varaformennskunni í fjögur ár og sagðist nú ætla að einbeita sér að málefnum Reykjavíkurborgar sem formaður borgarráðs í skjóli Jóns Gnarrs borgarstjóra . Dagur B . skynjaði ef til vill að hverju stefndi fyrir Samfylkinguna í þingkosningunum og vildi ekki burðast með atkvæðatapið í átökum um borgarstjórn Reykjavíkur 31 . maí 2014 . Þetta var skynsamleg ákvörðun af hálfu Dags B . Hann fjarlægðist forystu Sam- fylk ingarinnar í höndum Árna Páls Árna- sonar formanns og Katrínar Júlíusdóttur vara formanns . Þau eru bæði úr suðvestur- kjör dæmi þar sem Samfylkingin stendur mjög illa eftir sveitarstjórnarkosningarnar laugar daginn 31 . maí . Tap flokksins í Hafnar firði er sérstaklega sárt fyrir hann . Litið hefur verið á Hafnarfjörð sem krúnu jafnaðar mennsku í landinu og sterkasta vígi hennar . Dagur B . fagnar sigri í Reykjavík á sama tíma og fylgið hrynur af Samfylkingunni í kjördæmi flokksforystunnar . Þetta hlýtur óhjá kvæmilega að kalla á umræður innan flokks ins um breytt valdahlutföll innan hans . Fyrir 12 árum handvaldi Ingibjörg Sól- rún Gísladóttir, þáverandi borgarstjóri R-listans, Dag B . í framboð fyrir listann . Látið var eins og hann stæði utan ef ekki ofan flokka . Smátt og smátt steig Dagur B . ákveðnari skref inn í Samfylkinguna uns hann náði kjöri sem varaformaður hennar 2009 . Nú segist Dagur B . ætla að helga sig borgarmálum næstu fjögur árin, hann hafi ekki áhuga á afskiptum af landsmálum . Yfirlýsingar hans minna á orð Ingibjargar Sólrúnar fyrir sveitarstjórnarkosningarnar vorið 2002 . Hún ætlaði að sitja nýtt kjör- tímabil sem borgarstjóri . Liðu fáeinir mánuðir þar til birt var niðurstaða skoðanakönnunar sem sýndi að kallað væri á Ingibjörgu Sólrúnu til pólitískra starfa á landsmálavettvangi . Þetta brölt varð til þess að mikil tortryggni skapaðist innan R-listans og í ársbyrjun hrökklaðist Ingibjörg Sólrún, trausti rúin, úr borgarstjórastólnum og kallað var á Þórólf Árnason til að starfa sem borgarstjóri R-listans . Þótt Dagur B . stýri stærsta flokknum í borgarstjórn Reykjavíkur féll meirihluti undir pólitískri forystu hans . Besti flokkurinn, nú Björt framtíð, fékk þungan skell og fækkaði borgarfulltrúum hennar úr sex í tvo . Spekingar ríkisútvarpsins segja flokkinn samt vera að festa sig í sessi á sveitarstjórnarstiginu! Dagur B . ræður yfir sjö atkvæðum . Hann skortir eitt frá VG eða Pírötum . Dagur B . lendir í meira basli við stjórn borgarinnar nú en með Jóni Gnarr . Hann skortir manninn sem lét þetta allt snúast um sig, talaði gegn hefðbundnu stjórnmála- starfi og komst upp með það í fjölmiðlum . Hugsanlega reynist ekki meira að marka orð E f til vill verður valin sama leið og fyrir 12 árum og efnt til skoðanakönnunar sem sýnir hve menn bera lítið traust til forystu Árna Páls en mikið til Dags B . Líklegt er að þessi atburðarás hefjist fyrr en síðar . Miklu skiptir að ekki hafi komið í ljós að Samfylkingunni er um megn að standa við loforð sitt um 2 . 500 til 3 .000 leiguíbúðir áður en Dagur B . tekur af skarið um flokksformennsku .

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.