Þjóðmál - 01.06.2014, Page 23

Þjóðmál - 01.06.2014, Page 23
22 Þjóðmál SUmAR 2014 Björgvin Skúli Sigurðsson Viðskiptatækifæri sæstrengs Breytingar í orkumálum Evrópu Hugmyndir um tengingu Íslands við raforkukerfi Evrópu skjóta upp kollinum reglulega . Segja má að sæstrengur hafi verið kannaður á tíu ára fresti allt frá sjöunda áratug síðustu aldar .1 Framan af var tæknin helsta hindrunin en þegar henni sleppti varð fjárhagsleg hagkvæmni næsta vanda mál . Ísland hefur á þessum tíma tekið ákveðin skref í framþróun orkuiðnaðar í land inu; en það er erlendis sem orkumál hafa tekið stakkaskiptum . Ríkisstjórnir Evrópu eyða nú miklum tíma og fjármunum í að tryggja orkuöryggi sitt til framtíðar . Í þessu felast ný og oft og tíðum óvænt viðskipta- tæki færi fyrir Íslendinga, sérstaklega þegar kemur að eiginleikum sem felast í vatnsafls- virkjunum okkar . Sæstrengstækifærið felst ekki í útflutningi á raforku eins og áður var, heldur á útflutningi á sveigjanlegri raforku- afhendingu . Í raun má því segja að hér sé 1 Sjá m .a . grein Jakobs Gíslasonar raforkumálastjóra frá 1962 í Tímariti Verkfræðingafélags Íslands, „Að flytja raforku út frá Íslandi sem háspenntan rakstraum“ . um nýja tegund „rafmagnsvöru“ að ræða fyrir okkur Íslendinga sem hingað til hefur ekki verið talin sérstaklega verðmæt . Í þessari grein verður farið yfir sæstrengs- málið út frá því viðskiptatækifæri sem aðstæður erlendis hafa skapað . Markmiðið er að fræða lesendur um þróun raforkumála í Evrópu og ástæður þess að Bretar horfa jafn jákvæðum augum til sæstrengs og raun ber vitni .2 Hvernig hagsmunum Íslands sé best borgið er spurning sem er látin liggja milli hluta að svo stöddu enda liggja enn ekki fyrir nægjanlegar upplýsingar til að svara henni á fullnægjandi hátt .3 2 Í nýlegri þingumræðu á breska þinginu fór ráðherrann David Lidington yfir helstu viðskiptatækifæri milli Íslands og Bretlands . Þar nefndi hann sérstaklega tvö „aðlaðandi viðskipta- og fjárfestingaverkefni“ sem voru fiskvinnsla í Humberside á Englandi og svo sæstrengsverkefnið . Neðri deild breska þingsins (House of Commons), Debate, 28 . apríl 2014, c591W . 3 Sjá Skýrslu ráðgjafarhóps um raforkustreng til Evrópu, 26 . júní 2013; umsagnir umhverfis- og samgöngunefndar frá 11 . desember 2013, umsögn efnahags- og viðskiptanefndar frá 11 . desember 2013, og álit atvinnuveganefndar frá 30 . janúar 2014 .

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.