Þjóðmál - 01.06.2014, Page 27

Þjóðmál - 01.06.2014, Page 27
26 Þjóðmál SUmAR 2014 orkumannvirkja á Íslandi og flutn- ingskerfis, eða sem samsvarar um 30% af þjóðarframleiðslu Íslands .20 Þetta eru gríðar legar fjárhæðir og eiginlega er bara hægt að fullyrða eitt: Íslendingar munu ekki geta staðið straum af kostnaðinum á eigin spýtur . Þó fjárhæðirnar sem um ræðir séu ýktar á íslenskan mælikvarða er staðan öðruvísi erlendis . Bretar eru t .d . að gera samning um nýtt kjarnorkuver hjá Hinkley Point sem kostar a .m .k . fimmfalda þessa upphæð .21 Breska ríkið ábyrgist 65% af kostnaði við framkvæmdir og tryggir auk þess hátt raforkuverð til næstu 35 ára í verðtryggðum samningi .22 Þessi kjarnorka skilar grunnorku sem nýtist stóriðju í Bretlandi þar sem notkunin er stöðug og óbreytileg . Bretar eiga næg tækifæri til að skaffa sér nægt magn af raforku á ódýrari hátt en með sæstreng til Íslands . Það er hins vegar í sveigjanleika raf- orku afhendingar sem Bretland skortir val möguleika . Í raun hafa þeir í fá hús að venda önnur en áframhaldandi notkun á gasi . Áhugi Breta á sæstreng til Íslands er að stórum hluta til tengdur sveigjan leikanum .23 20 Hagfræðistofnun Háskóla Íslands, maí 2013, „Þjóð- hag sleg áhrif sæstrengs“, skýrsla nr . C13:02 . Breska fjár- festing arfyrirtækið Atlantic Supergrid Corporation hefur upplýst að mat þess á kostnaðinum sé um 4 milljarðar sterlingspunda, eða sem nemur um 750 milljörðum króna . Sjá The Sunday Times 9 . febrúar 2014, „City veteran finds backers to run power line from Iceland“ . Bloomberg hefur gert ítarlega kostnaðargreiningu á sæstreng til Íslands þar sem kostnaðurinn við strenginn eingöngu er metinn á bilinu 1,6–2,1 milljarðar sterlingspunda . Sjá Bloomberg New Energy Finance, 31 . janúar 2014, „European Power Research Note — IceLink:Fire and Ice, will it suffice?“ . 21 Sjá sameiginlega tilkynningu bresku forsætis- og orku- málaráðuneytanna, 21 . október 2013, „Initial agreement reached on new nuclear power station at Hinkley“ . 22 Sjá tilkynningar breska orkumálaráðuneytisins, 27 . júní 2013, „New energy infrastructure investment to fuel recovery“, og orkufyrirtækisins EDF, 21 . október 2013, „Agreement reached on commercial terms for the planned Hinkley Point C nuclear power station“ . 23 Sjá „IceLink“, kynningu National Grid á sæstreng til Íslands á ráðstefnu Bresk-íslenska viðskiptaráðsins 1 . nóvember 2013 . Í ljósi þess hvernig breska ríkið hefur staðið á bak við önnur orku verkefni er athyglisvert að komast að því hvaða stuðning þau séu reiðubúin að veita íslenskum sæstreng . Stærsta spurn ingin hérlendis hlýtur að vera hvort Bretar séu reiðubúnir að taka stóran hluta áhætt unnar en Íslendingar hljóti ríflegan hluta af hagnaðinum . Svarið við því er eitt fyrsta verkefnið í samstarfi íslenskra og breskra stjórnvalda um sæstrenginn .24 Reynsla Norðmanna Á rið 2008 tóku Norðmenn í notkun nýjan sæstreng til Hollands .25 Árin á undan hafði farið fram mikil umræða um raf orkumál í landinu sem svipar mjög til þeirrar sem er að byrja á Íslandi nú . Notk- un á sæstreng Norðmanna var að sumu leyti öðruvísi en áætlað hafði verið, t .a .m . var nánast enginn nettóútflutningur um streng inn árið 2010 .26 Það ár lentu Norð- menn í vatnsskorti vegna lítillar úrkomu og nýttu þá tækifærið og fluttu inn ódýra vind- orku frá Hollandi á nóttunni og komust hjá meiriháttar skerðingu á raf magns af hend- ingu til iðnaðar og norskra neytenda . Á þeim sex árum sem liðin eru frá opn un Hollandsstrengsins hafa Norð menn fengið tíma til að meta ávinninginn af honum . Niðurstaða þeirra er sú að nú eru a .m .k . 24 Íslensk og bresk stjórnvöld undirrituðu viljayfirlýsingu um sæstrengsverkefnið í maí 2012 . Í mars síðastliðnum átti iðnaðar- og viðskiptaráðherra Íslands fund með orku- málaráðherra Bretlands um málið og ráðherra vinnur nú að tillögum um næstu skref í málinu . „Skýrsla um raforku málefni“, þingskjal 1154, 143 . löggjafarþing 2013–2014 . 25 NorNed-strengurinn er lengsti sæstrengur heims, 580 km, og er með 700MW flutningsgetu á +/- 450kV spennu . Hann er í eigu Statnett og TenneT sem eru eigendur norsku og hollensku raforkuflutningskerfanna . 26 Sjá Norges vassdrags- og energidirektorat (NVE), 31 . júlí 2011, „Report on regulation and the electricity market 2010“ . Nákvæmar upplýsingar um inn- og útflutning raforku á milli landa Evrópu er hægt að nálgast á heimasíðu European Network of Transmission System Operators for Electricity (ENTSO-E) .

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.