Þjóðmál - 01.06.2014, Qupperneq 27

Þjóðmál - 01.06.2014, Qupperneq 27
26 Þjóðmál SUmAR 2014 orkumannvirkja á Íslandi og flutn- ingskerfis, eða sem samsvarar um 30% af þjóðarframleiðslu Íslands .20 Þetta eru gríðar legar fjárhæðir og eiginlega er bara hægt að fullyrða eitt: Íslendingar munu ekki geta staðið straum af kostnaðinum á eigin spýtur . Þó fjárhæðirnar sem um ræðir séu ýktar á íslenskan mælikvarða er staðan öðruvísi erlendis . Bretar eru t .d . að gera samning um nýtt kjarnorkuver hjá Hinkley Point sem kostar a .m .k . fimmfalda þessa upphæð .21 Breska ríkið ábyrgist 65% af kostnaði við framkvæmdir og tryggir auk þess hátt raforkuverð til næstu 35 ára í verðtryggðum samningi .22 Þessi kjarnorka skilar grunnorku sem nýtist stóriðju í Bretlandi þar sem notkunin er stöðug og óbreytileg . Bretar eiga næg tækifæri til að skaffa sér nægt magn af raforku á ódýrari hátt en með sæstreng til Íslands . Það er hins vegar í sveigjanleika raf- orku afhendingar sem Bretland skortir val möguleika . Í raun hafa þeir í fá hús að venda önnur en áframhaldandi notkun á gasi . Áhugi Breta á sæstreng til Íslands er að stórum hluta til tengdur sveigjan leikanum .23 20 Hagfræðistofnun Háskóla Íslands, maí 2013, „Þjóð- hag sleg áhrif sæstrengs“, skýrsla nr . C13:02 . Breska fjár- festing arfyrirtækið Atlantic Supergrid Corporation hefur upplýst að mat þess á kostnaðinum sé um 4 milljarðar sterlingspunda, eða sem nemur um 750 milljörðum króna . Sjá The Sunday Times 9 . febrúar 2014, „City veteran finds backers to run power line from Iceland“ . Bloomberg hefur gert ítarlega kostnaðargreiningu á sæstreng til Íslands þar sem kostnaðurinn við strenginn eingöngu er metinn á bilinu 1,6–2,1 milljarðar sterlingspunda . Sjá Bloomberg New Energy Finance, 31 . janúar 2014, „European Power Research Note — IceLink:Fire and Ice, will it suffice?“ . 21 Sjá sameiginlega tilkynningu bresku forsætis- og orku- málaráðuneytanna, 21 . október 2013, „Initial agreement reached on new nuclear power station at Hinkley“ . 22 Sjá tilkynningar breska orkumálaráðuneytisins, 27 . júní 2013, „New energy infrastructure investment to fuel recovery“, og orkufyrirtækisins EDF, 21 . október 2013, „Agreement reached on commercial terms for the planned Hinkley Point C nuclear power station“ . 23 Sjá „IceLink“, kynningu National Grid á sæstreng til Íslands á ráðstefnu Bresk-íslenska viðskiptaráðsins 1 . nóvember 2013 . Í ljósi þess hvernig breska ríkið hefur staðið á bak við önnur orku verkefni er athyglisvert að komast að því hvaða stuðning þau séu reiðubúin að veita íslenskum sæstreng . Stærsta spurn ingin hérlendis hlýtur að vera hvort Bretar séu reiðubúnir að taka stóran hluta áhætt unnar en Íslendingar hljóti ríflegan hluta af hagnaðinum . Svarið við því er eitt fyrsta verkefnið í samstarfi íslenskra og breskra stjórnvalda um sæstrenginn .24 Reynsla Norðmanna Á rið 2008 tóku Norðmenn í notkun nýjan sæstreng til Hollands .25 Árin á undan hafði farið fram mikil umræða um raf orkumál í landinu sem svipar mjög til þeirrar sem er að byrja á Íslandi nú . Notk- un á sæstreng Norðmanna var að sumu leyti öðruvísi en áætlað hafði verið, t .a .m . var nánast enginn nettóútflutningur um streng inn árið 2010 .26 Það ár lentu Norð- menn í vatnsskorti vegna lítillar úrkomu og nýttu þá tækifærið og fluttu inn ódýra vind- orku frá Hollandi á nóttunni og komust hjá meiriháttar skerðingu á raf magns af hend- ingu til iðnaðar og norskra neytenda . Á þeim sex árum sem liðin eru frá opn un Hollandsstrengsins hafa Norð menn fengið tíma til að meta ávinninginn af honum . Niðurstaða þeirra er sú að nú eru a .m .k . 24 Íslensk og bresk stjórnvöld undirrituðu viljayfirlýsingu um sæstrengsverkefnið í maí 2012 . Í mars síðastliðnum átti iðnaðar- og viðskiptaráðherra Íslands fund með orku- málaráðherra Bretlands um málið og ráðherra vinnur nú að tillögum um næstu skref í málinu . „Skýrsla um raforku málefni“, þingskjal 1154, 143 . löggjafarþing 2013–2014 . 25 NorNed-strengurinn er lengsti sæstrengur heims, 580 km, og er með 700MW flutningsgetu á +/- 450kV spennu . Hann er í eigu Statnett og TenneT sem eru eigendur norsku og hollensku raforkuflutningskerfanna . 26 Sjá Norges vassdrags- og energidirektorat (NVE), 31 . júlí 2011, „Report on regulation and the electricity market 2010“ . Nákvæmar upplýsingar um inn- og útflutning raforku á milli landa Evrópu er hægt að nálgast á heimasíðu European Network of Transmission System Operators for Electricity (ENTSO-E) .
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97

x

Þjóðmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.