Þjóðmál - 01.06.2014, Side 33

Þjóðmál - 01.06.2014, Side 33
32 Þjóðmál SUmAR 2014 barst honum bréf frá Jóni Guðmundssyni þar sem þessar línur er að finna: Ættartalan þín — eður lángfeðgatal til Lopts riddara ríka, læt eg fylgja hérmeð; fáir sem aungir, og víst aungir, sem brúka aðallega innsiglin,* geta hrósað því að vera komnir frá vorum fornu riddurum í kallalegg: — ergo: eg óska þér minn eðalborni til lukku .4 Jón forseti fór alla tíð fínt með þessa dýr- mætu vitneskju . En hún barst hratt og örugg lega á milli Íslendinga í Kaup- mannahöfn og hér heima og hefur áreið anlega átt þátt í því að efla trú að- dá endahópsins á forystu hlutverk hans í stjórn málum . Þetta má glöggt lesa úr hyll- ingarkvæði sem ungur vinur hans, Gísli Bryn júlfsson, orti rétt fyrir þjóð fund inn 1851 . Það byrjar svona: Jón! af öldnu kappa kyni kominn beint af Guttormssyni, þeim, sem ætthring æðstan hóf Ísalands um fjalladali . Fálkinn í innsiglinu, sem Jóni var fært að gjöf með kvæðinu, var á þessum tíma talinn hafa verið í skjaldarmerki Lopts riddara . Um Jón forseta hefur meira verið skrifað en um nokkurn annan Íslending fyrr og síðar . En fræðimenn hafa ekki gefið þessum þætti er snýr að sjálfsmynd hans gaum, þótt fullt tilefni sé til þess . 4 Bréf til Jóns Sigurðssonar. Úrval . 2 . bindi, Reykjavík 1984, bls . 100 . * Hér mun vísað til séra Hannesar Stephensen, prófasts á Görðum á Akranesi og alþingismanns, eins nánasta samherja Jónanna tveggja í stjórnfrelsisbaráttunni . Hann var á sinni tíð talinn ættgöfugastur manna á Íslandi, sonur Stefáns Stephensens amtmanns og tengdasonur Magnúsar bróður hans Stephensens dómstjóra . Við lát Magnúsar eignaðist Hannes innsigli hans . Á því var skjaldarmerki með riddarahjálmi og tveimur prjónandi einhyrningum, nákvæm eftirmynd af ættarmerki forföður þeirra, aðalsmannsins Eggerts Hannessonar hirðstjóra . En munurinn á Hannesi og Jóni Sigurðssyni var sá að Hannes var ekki kominn af eðalbornum manni í beinan karllegg en það héldu menn um Jón . Konunglegur páfagaukur sem setti svip á heimilislíf Ingibjargar Einarsdóttur og Jóns Sigurðssonar í Kaup mannahöfn . Teikning Sigga litla, bróðursonar Jóns, sem þau Ingibjörg og Jón fóstruðu . Í hand- rita safni Jóns er skrautrituð ættartala Sigga þar sem m .a . er rakinn skyldleiki hans við Danakonunga af Aldin borgar ætt . Er hún vafalaust frá þeim tíma þegar hann bjó á heimilinu . Ættartalan sýnir að Jón og Siggi hafa skrafað eitthvað um göfuga frændur sína og forfeður .

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.