Þjóðmál - 01.06.2014, Side 35

Þjóðmál - 01.06.2014, Side 35
34 Þjóðmál SUmAR 2014 og olíuhagsmunir komu þar sterklega við sögu . Má með sanni segja að Ögmundur sé trúr fortíð sinni og má mikið læra af því sem hann þegir um ekki síður en því sem hann segir . Brynjar, sem ekki leggur sig eftir að orðlengja um hlutina og nær þar af leiðandi ekki að krækja í nema um það bil 10% af út send inga rtímanum, var í þetta sinn fyrri til að svara spurningu Heimis . Sagðist hann hafa þá kenningu að ástæðan fyrir þessum vægu viðbrögðum væri sú að pressan á Vesturlöndum væri svo vinstri sinnuð . Því tæki hún frekar málstað þessara Langt-í-burtu-þjóða og benti á að meira að segja hörðustu femínistar láti vera að gagnrýna mannréttindabrot gegn konum, þótt þeir séu fljótir til þegar eitthvað ber út af á Vesturlöndum . Allt er þetta rétt, þótt það útskýri í sjálfu sér fátt og kafi ekki djúpt . Þó virtist Brynjar snerta þarna auman blett hjá Ögmundi, því ekki er að orðlengja að hann tókst á flug og kvað langa drápu um störf sín sem fréttamaður, átök í Sýrlandi, afstöðu fólks til frelsis — og svei mér þá ef heilbrigðisþjónustan hér heima og strætó komu ekki líka við sögu . Og ekki má gleyma hinni klassísku kanínu í hatti vinstri manna: hrikalegum ofsóknum kirkjunnar á miðöldum . Eftir að hafa slengt öllu nema eldhúsvaskinum inn í umræðuna stóð ekkert eftir annað en að Ögmundur hafði ekki minnst einu orði á afstöðu sína til upphaflegu spurn ingar innar: „Hvers vegna eru viðbrögð Vesturlanda svona veik í þessum málum?“ Þáttarstjórnandinn var ekki sáttur við þessi undanbrögð og hélt áfram að spyrja um afstöðu þeirra og benti á hávær mótmæli hér og annars staðar þegar illa væri farið með konur á Indlandi eða í Rússlandi . En þegar kæmi að konum í arabaheiminum væri eins og enginn þyrði að segja neitt . Brynjar ákvað að halda sig við kenningu sína og benti Ögmundi á að það stæðist ekki að kalla þetta annan menningarheim því að Rússland væri annar menningarheimur og sama mætti segja um Indland . Ögmundur var kominn út í horn og klykkti því út með að hann hafnaði vinstri-hægri kenningu Brynjars en sagði svo: „Skýringin er sú að við gagnrýnum síður það sem fjær okkur er, en nær okkur .“ Þegar þarna var komið skellti ég upp úr . Þennan útvarpsþátt mætti nota sem kennslu efni í tvískinnungi og undan- bragðahefð vinstri manna . Á sigurvegara um ræð unnar — þáttarstjórnand ann sem sleppti viðmælendunum ekki af önglinum fyrr en allt líf var úr þeim undið — má hins vegar hengja orðu . Þótt Brynjar hafi átt loka lagið í síðu Ögmundar hefði hann mátt fylgja kenningu sinni betur eftir, því að kenning er ekki kenning ef hún er ekki rökstudd á trúverðugan hátt . Brynjar hafði greini lega ekki hugsað þetta mál mjög djúpt en í þess stað reitt sig á eigið innsæi . Ög mund ur brást hins vegar við að vinstri manna sið; fór undan í flæmingi og dreifði um ræðunni með orðgnótt, sem hljómað hefði glimrandi í óperettu eftir Gilbert og Sullivan, en svaraði engu . Erfitt er að trúa að svo skynugur maður sem Ögmundur er trúi því fimbul fambi sem hann bar þarna á borð, en svo vill til að Þ áttarstjórnandinn var ekki sáttur við þessi undanbrögð . . . og benti á hávær mótmæli hér og annars staðar þegar illa væri farið með konur á Indlandi eða í Rússlandi . En þegar kæmi að konum í arabaheiminum væri eins og enginn þyrði að segja neitt . . .

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.