Þjóðmál - 01.06.2014, Síða 36

Þjóðmál - 01.06.2014, Síða 36
 Þjóðmál SUmAR 2014 35 Brynjar hefur meira til síns knappa máls en fram kom í þessum þætti . Við skulum skoða þetta aðeins nánar og byrja á máli sem rétt var tæpt á í þættinum, þ .e . mótmæli og óeirðir hér og í Evrópu árið 2012 til varnar hljómsveitarmeðlimum Pussy Riot, sem hand teknar voru eftir gjörning í dóm kirkju rétttrúnaðarkirkjunnar í Moskvu . Stúlk urn- ar fengu 2–3 ára dóma fyrir helgispjöll, sátu inni í 18 mánuði, en hafa nú verið náðaðar . Á þessum tíma sat herská vinstristjórn hér við völd, bæði í borg og ríki . Borgarstjóri Reykjavíkur og ráðherrar í ríkisstjórn Íslands tóku þátt í fordæmingu dómanna yfir þeim . Hins vegar hafa engir mótmælafundir verið haldnir og engir ráðherrar hafa tjáð sig vegna aftaka múslimskra kvenna sem grafnar eru lifandi, grýttar eða hengdar fyrir þá sök eina að hafa „gerst“ fórnarlömb nauðgara . Sama þögn ríkir í búðum fem ín- ista, öfgafyllsta arms Vinstri-grænna, sem af ein beitt um vilja hafa leitt þessi dómsmorð hjá sér . Halla Gunnarsdóttir, framá kona í femínistahreyfingunni og að stoðar kona Ög mundar í ráðherratíð hans, vann meist- ara ritgerð sína um viðhorf íranskra kvenna til frelsis og jafnréttis . Ritgerðina gaf hún út í bókarformi og ber hún heitið Slæðu­ svipt ingar; raddir íranskra kvenna.1 Er þessi bók sérkennileg réttlæting á undirokun kvenna í múslimsku landi . Einungis þannig verður niðurstaða Höllu, um að aðeins sé „stigsmunur en ekki eðlismunur á stöðu kvenna, til dæmis á Íslandi og í Íran“ (bls . 64–65), skilin . Þessa niðurstöðu setur hún fram eftir að hafa tekið viðtöl við 13 íranskar konur sem flestar (10/13) voru giftar og jafnvel komnar með uppkomin börn, þegar klerkastjórnin komst til valda árið 1979 . Flestar voru konurnar af milli- eða yfirstétt sem er tiltölulega fámennur minnihlutahópur . Þær höfðu því notið mun meira frjálsræðis en almennt gerðist í Íran eða stendur írönskum konum til boða nú . Flestar höfðu notið frelsis til að ferðast til útlanda og sumar sótt sér menntun til annarra landa . Eftir valdatöku klerka stjórn- ar innar, segir Halla: „Konur úr þeim hópi misstu stöðu sína í samfélaginu og í sumum tilvikum atvinnu sína . Lífsstíll þeirra varð allt í einu ólöglegur . . .“ (bls . 143) . Á öðrum stað segir Halla: „Hafa ber í huga að þessar konur búa í landi þar sem skoðanakúgun ríkir og þær hafa einfaldlega ekki frelsi til að tjá sig . Margar eru hræddar við að tjá sig opinskátt“ (bls . 103) . Í ljósi þessa er niðurstaða Höllu því undarlegri . Það er ekkert óeðlilegt við að þessar konur séu einmitt óánægðastar með stöðu sína . Íslam hefur alltaf átt stóran þátt í lifi írönsku þjóðarinnar, en undir keisarastjórninni losnaði um ýmsar trúarlegar hömlur . Þessar konur eru því eins og fuglar sem flogið hafa frjálsir en hafa nú verið fangaðir í búri . Eftir valdatöku klerkastjórnarinnar var fjöl skyldulöggjöf keisarans afnumin . Hún hafði veitt konum margvísleg réttindi, en nú 1 Halla Gunnarsdóttir, Slæðusviptingar: raddir íranskra kvenna, 2008, Salka, Reykjavík . Hins vegar hafa engir mótmælafundir verið haldnir og engir ráðherrar hafa tjáð sig vegna aftaka múslimskra kvenna sem grafnar eru lifandi, grýttar eða hengdar fyrir þá sök eina að hafa „gerst“ fórnarlömb nauðgana . Sama þögn ríkir í búðum fem ín ista, öfgafyllsta arms Vinstri-grænna, sem af einbeittum vilja hafa leitt þessi dómsmorð hjá sér .
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97

x

Þjóðmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.