Þjóðmál - 01.06.2014, Side 61

Þjóðmál - 01.06.2014, Side 61
60 Þjóðmál SUmAR 2014 Fánaberar fávísinnar Þessi tvö verkefni eru engar undan tekn-ingar heldur eru óvísinda legar aðferðir og langsóttar túlkanir gegn um gang andi í feminískum rannsóknum . Þetta á ekki aðeins við um útskriftarverkefni heldur einnig rannsóknir reyndra fræði manna . Ég læt nægja að nefna kynjagrein ingu Þor gerð ar Einarsdóttur og Gyðu Margrét ar Péturs dótt- ur á skýrslu Rannsóknar nefnd ar Alþingis . Þann 21 . september 2010 sat ég opinn fyrirlestur í Öskju, þar sem Þorgerður og Gyða Margrét kynntu fyrrnefnda rannsókn sína . Kjarninn í niðurstöðum þeirra var sá að karlar og karllæg gildi hefðu valdið bankahruninu og til þess að koma í veg fyrir að slíkt endurtæki sig væri nauðsynlegt að auka hlut kvenna í stjórnsýslunni . Reyndar nefndu þær dæmi um konur sem einnig bæru ábyrgð en þeirra þáttur var ýmist skýrður með „styðjandi kvenleika“ eða því að konan hefði verið „í karlgervi“ . Að sama skapi töldu þær að þeir stjórnmálakarlar sem voru „í kvengervi“ hefðu litlu ráðið . Að fyrirlestrinum loknum gafst áheyr- endum færi á að varpa fram spurningum . Ég spurði vísindakonurnar hvernig þær teldu aukinn hlut kvenna vera lausn fyrst konur gætu hegðað sér af sama ábyrgðarleysi og karlar með því að taka á sig karlgervi . Þeirri spurningu var svarað út í hött . Ég undrast það hversu fáir virðast sjá eitthvað athugavert við að hið opinbera leggi fé í aðra eins þvælu . Hitt er þó alvarlegra að háskólakennarar skeyti hvorki um vísindaleg vinnubrögð, né spyrji augljósustu spurninga áður en þeir setja fram niðurstöður . Eina vitræna ályktunin sem hægt er að draga af íslenskum kynjafræðirannsóknum er sú að kynjafræðin við Háskóla Íslands eigi meira skylt við forheimskun en vísindi . Ekki séríslenskt vandamál Óvísindalegar aðferðir og frjálslegar túlkanir einkenna einnig rannsóknir margra erlendra feminista sem kynna sig sem „fræðimenn og aktívista“ . Nefna má Melissu Farley sem einkum er þekkt fyrir rannsóknir sínar á klámi og kynlífsiðnaði .8 Ronald Weitzer, prófessor við George Wash ington- háskóla hefur bent á stór kost lega galla á hverjum einasta þætti í rann sóknar aðferð um Farley og úrvinnslu hennar á gögnum9 og árið 2008 sendu 19 aðilar, aðallega fræðimenn en einnig stofn anir á sviði félags- og heilbrigðis- vís inda, ásamt sam tök um kynlífsþjóna, frá sér yfirl ýsingu þar sem vinnubrögð Farley og sam starfs manna hennar eru harðlega gagn- rýnd .10 Yfir lýs ingin hafði þó ekki þau áhrif að 8 Oft er vitnað í Farley í fræðilegri umfjöllun íslenskra fem inista um kynlífsiðnaðinn, sjá t .d . Bryndís Björk Ásgeirs dóttir (2003) og verk hennar hafa verið á leslistum við HÍ . 9 Weitzer (2005) . 10 Sanders o .fl . (2008) . É g undrast það hversu fáir virðast sjá eitthvað athugavert við að hið opinbera leggi fé í aðra eins þvælu . Hitt er þó alvarlegra að háskólakennarar skeyti hvorki um vísindaleg vinnubrögð, né spyrji augljósustu spurninga áður en þeir setja fram niðurstöður . Eina vitræna ályktunin sem hægt er að draga af íslenskum kynjafræðirannsóknum er sú að kynjafræðin við Háskóla Íslands eigi meira skylt við forheimskun en vísindi .

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.