Þjóðmál - 01.06.2014, Side 87

Þjóðmál - 01.06.2014, Side 87
86 Þjóðmál SUmAR 2014 Moore, höfundur nýrrar ævisögu hennar, leiðir í ljós að stig af stigi hafi hún skapað sér pólitíska stöðu sem var örlítið önnur en ráðandi afla í Íhaldsflokknum bæði í stjórn og stjórnarandstöðu . Snemma á sjöunda áratugnum flutti hún ræðu á fundi sem Institute of Economic Affairs hélt með þátttöku íhaldsþingmanna í öngum sínum og sagði þeim að þeir ættu að snúa sér að öðru gætu þeir ekki sannfært kjósendur sína um að Marks & Spencer veitti þeim betri kjör en Pósturinn . Hún var fremst kvenna í þingflokki íhaldsmanna í stjórnarandstöðu árið 1968 og flutti þá erindi á ársþingi flokksins þar sem hún kynnti hugmyndir sem síðar urðu frægar sem kjarninn í Thatcher i smanum . (Ég hlustaði á erindið og man vel hve ungliðar flokksins hrifust af henni . Þarna var loksins kominn einhver í æðstu þrep flokksins sem talaði sama mál og þeir .) Nú eru þeir að lokum til sem segja, og hafa hannað um það kenningu, að frú Thatcher beri ábyrgð á fjármálakreppunni árið 2008 sem enn veldur titringi . George Soros er sá sem heldur þessu fram af mestum þunga . Hann hefur náð árangri sem virkur þátttakandi í sveiflum fjár- mála markaðanna . Í kenningu hans, sem kennd er við „markaðsbókstafstrú“, er skuld inni af fjármálakreppunni einfaldlega skellt á Thatcher . Hann sagði í viðtali við Der Spiegel fyrir nokkrum árum: „Allt var reist á mörkuðum sem áttu sjálfir að tryggja eigið eftirlit og rétt er að geta þess að þetta var ekki bandarísk uppfinning . Hana má rekja til Margaretar Thatcher í Bretlandi og síðan var það Ronald Reagan forseti sem hélt henni fram hér í Bandaríkjunum .“ Með þessum rökum er sagt að markaðsbókstafstrúarmenn eins og Thatcher og Reagan hafi ýtt af stað þróun sem leiddi til hinna mestu hörmunga . Af ýmsum ástæðum eru þetta alls ekki trúverðug rök . Í fyrsta lagi hvarf Thatcher úr embætti átján árum áður en fjár mála- kreppan skall á . Á þeim tíma sem leið lýsti hún sig oft ósammála eftirmönnum sínum þegar stefnu í fjármálum bar á góma (t .d . varðandi gengisskráningu) . Hún bjó ekki yfir neinum hæfileikum sem veitti henni langvinnt dáleiðsluvald yfir þeim . Sé ástæðuna fyrir núverandi óánægju að finna í markaðsbókstafstrú eru John Major, Tony Blair, Gordon Brown, Bill Clinton Robert Rubin, Hank Paulson og allir hinir markaðsbókstafstrúarmennirnir og ábyrgð þeirra á fjármálahruninu mun nærtækari og beinni en Margaretar Thatcher . Síðan er ástæða til að spyrja um rökin fyrir því að hún hafi verið markaðs- bókstafstrúarmaður . Hún var vissulega þeirrar skoðunar að frjáls markaður væri almennt betri en ríkisafskipti og opinberar reglur . Hér hefur verið sýnt fram að hún hafði rétt fyrir sér í því efni . Af þessum sök- um beitti hún sér fyrir ýmsum mikilvæg um breytingum til frjálsræðis — einkum með Hún var fremst kvenna í þingflokki íhaldsmanna í stjórnarandstöðu árið 1968 og flutti þá erindi á ársþingi flokksins þar sem hún kynnti hugmyndir sem síðar urðu frægar sem kjarninn í Thatcher i smanum . — Ég hlustaði á erindið og man vel hve ungliðar flokksins hrifust af henni . Þarna var loksins kominn einhver í æðstu þrep flokksins sem talaði sama mál og þeir . . .

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.