Þjóðmál - 01.06.2014, Síða 87

Þjóðmál - 01.06.2014, Síða 87
86 Þjóðmál SUmAR 2014 Moore, höfundur nýrrar ævisögu hennar, leiðir í ljós að stig af stigi hafi hún skapað sér pólitíska stöðu sem var örlítið önnur en ráðandi afla í Íhaldsflokknum bæði í stjórn og stjórnarandstöðu . Snemma á sjöunda áratugnum flutti hún ræðu á fundi sem Institute of Economic Affairs hélt með þátttöku íhaldsþingmanna í öngum sínum og sagði þeim að þeir ættu að snúa sér að öðru gætu þeir ekki sannfært kjósendur sína um að Marks & Spencer veitti þeim betri kjör en Pósturinn . Hún var fremst kvenna í þingflokki íhaldsmanna í stjórnarandstöðu árið 1968 og flutti þá erindi á ársþingi flokksins þar sem hún kynnti hugmyndir sem síðar urðu frægar sem kjarninn í Thatcher i smanum . (Ég hlustaði á erindið og man vel hve ungliðar flokksins hrifust af henni . Þarna var loksins kominn einhver í æðstu þrep flokksins sem talaði sama mál og þeir .) Nú eru þeir að lokum til sem segja, og hafa hannað um það kenningu, að frú Thatcher beri ábyrgð á fjármálakreppunni árið 2008 sem enn veldur titringi . George Soros er sá sem heldur þessu fram af mestum þunga . Hann hefur náð árangri sem virkur þátttakandi í sveiflum fjár- mála markaðanna . Í kenningu hans, sem kennd er við „markaðsbókstafstrú“, er skuld inni af fjármálakreppunni einfaldlega skellt á Thatcher . Hann sagði í viðtali við Der Spiegel fyrir nokkrum árum: „Allt var reist á mörkuðum sem áttu sjálfir að tryggja eigið eftirlit og rétt er að geta þess að þetta var ekki bandarísk uppfinning . Hana má rekja til Margaretar Thatcher í Bretlandi og síðan var það Ronald Reagan forseti sem hélt henni fram hér í Bandaríkjunum .“ Með þessum rökum er sagt að markaðsbókstafstrúarmenn eins og Thatcher og Reagan hafi ýtt af stað þróun sem leiddi til hinna mestu hörmunga . Af ýmsum ástæðum eru þetta alls ekki trúverðug rök . Í fyrsta lagi hvarf Thatcher úr embætti átján árum áður en fjár mála- kreppan skall á . Á þeim tíma sem leið lýsti hún sig oft ósammála eftirmönnum sínum þegar stefnu í fjármálum bar á góma (t .d . varðandi gengisskráningu) . Hún bjó ekki yfir neinum hæfileikum sem veitti henni langvinnt dáleiðsluvald yfir þeim . Sé ástæðuna fyrir núverandi óánægju að finna í markaðsbókstafstrú eru John Major, Tony Blair, Gordon Brown, Bill Clinton Robert Rubin, Hank Paulson og allir hinir markaðsbókstafstrúarmennirnir og ábyrgð þeirra á fjármálahruninu mun nærtækari og beinni en Margaretar Thatcher . Síðan er ástæða til að spyrja um rökin fyrir því að hún hafi verið markaðs- bókstafstrúarmaður . Hún var vissulega þeirrar skoðunar að frjáls markaður væri almennt betri en ríkisafskipti og opinberar reglur . Hér hefur verið sýnt fram að hún hafði rétt fyrir sér í því efni . Af þessum sök- um beitti hún sér fyrir ýmsum mikilvæg um breytingum til frjálsræðis — einkum með Hún var fremst kvenna í þingflokki íhaldsmanna í stjórnarandstöðu árið 1968 og flutti þá erindi á ársþingi flokksins þar sem hún kynnti hugmyndir sem síðar urðu frægar sem kjarninn í Thatcher i smanum . — Ég hlustaði á erindið og man vel hve ungliðar flokksins hrifust af henni . Þarna var loksins kominn einhver í æðstu þrep flokksins sem talaði sama mál og þeir . . .
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97

x

Þjóðmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.