Félagsbréf - 01.12.1962, Side 6

Félagsbréf - 01.12.1962, Side 6
NÓVEMBER-BÓK AB Islenxkar bókmenntir i fornöld eftir dr. Einar Ól. Sveinsson Útkoma bókmenntasögu Einars Öl. Sveinssonar er viðburður, sem veitt verður athygli ekki einungis hér á Islandi, heldur víða um hinn menntaða heim. Enda er þetta verk með því allra merkasta, sem ritað hefur verið um glœsilegasta þdtt íslenzkra bókmennta — þann þdtt, sem einn hefur enzt okkur til mikillar virðingar í augum umheimsins fram á þennan dag. Fyrsta bindi verksins, sem dœtlað er að komi í þremur bindum, flytur snjallan og ítarlegan inngang um upphaf íslenzkra bókmennta, yfirlit yfir kveðskap Islendinga, brdðskemmtilega og fróðlega yfirlitsþœtti um eddu- kvœði, aldur þeirra, sköpun, heimkynni og varðveizlu, og loks er ritað um hvert kvœði sérstaklega. íslenzkar bókmenntir í fomöld er í senn samin fyrir almenning og vísinda- menn í greininni. Mjög er dvalizt við hið listrœna og sögulega í bók- menntunum, og er allt verkið ritað af fjöri og andagift og mun enn betur en dður opna augu þeirra, sem lesa, fyrir því hvílíkan undraauð við eigum í fornbókmenntum okkar. íslenzkar bókmenntir í fomöld er heillandi lestur lœrðum sem leikum um heillandi bókmenntir. Bókin er 563 bls. að stœrð prýdd mörgum myndum. Verð til félagsmanna kr. 295.00 í bandi, og kr. 270.00 óbundin.

x

Félagsbréf

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.