Félagsbréf - 01.12.1962, Qupperneq 15

Félagsbréf - 01.12.1962, Qupperneq 15
F É L A G S B lí É F 11 Annars hygg ég, að of mikið hafi verið gert úr andúðinni, sem þessir höfundar sættu. Vitanlega sér hennar einhvern stað í blöðum og tíma- ritum frá þessu tímabili, af hvaða rótum sem hún kann þar að vera runnin, og vafalaust liafa þeir persónulega orðið hennar varir, ekki sízt eftir að þeir höfðu komið fótum fyrir sig og frami þeirra var í við- bót orðinn öfundar efni. En meðal almennings gætti áreiðanlega ekki neinnar slíkrar illkvitni og í hópi ungra manna að minnsta kosti var hverjum sigri þeirra tekið með óskiptum fögnuði. Nú munu líka flestir hafa áttað sig á, að þessar andlegu víkingaferðir stóðu í eðlilegu tákni þeirrar kynslóðar, sem sá fyrst allra frarn á rof aldagamallar einangr- unar. Og hvort munu, þegar á allt er litið, aðrir íslendingar hafa ætlað þjóð sinni stærri hlut en þessir sömu íslendingar, Gunnar Gunn- arsson og þeir skáldbræður hans, Jóhann Sigurjónsson, Guðmundur Kamban og Jónas Guðlaugsson, sem í trássi við þjóðlegar vanmeta- kenndir freistuðu þess á öndverðri tuttugustu öld að draga land sitt og þjóð fram í sjónmál heimsins? veit ég hvort heimsbókmenntasagan kann rnörg dæmi þess, að byrjandaverk ungs skáldsagnahöfundar hafi farið víðar eða verið oftar gefið út en Borgarættin. Ég hef því miður ekki í höndum nema ófullkomin drög að ritskrá Gunnars Gunnarssonar, en af þeim verður samt séð, að hún hefur að minnsta kosti komið út í eftirtöldum löndum: Noregi, Hollandi, Finnlandi, Svíþjóð, Englandi, Bandaríkjunum, Þýzka- landi, Sviss, Austurríki, Póllandi, Tékkóslóvakíu, Ungverjalandi, Ítalíu — og Grænlandi. í Danmörku kom Borgarættin í sextándu útgáfu árið 1958, og eru þá ekki taldar með þær útgáfur, sem sérstaklega hafa verið gerðar til afnota í skólum; í Þýzkalandi hefur hún verið gefin út hvað eftir annað og hjá fleiri forlögum en einu, m.a. hjá Albert Langen í sjötíu þúsund eintökum, og í fjölmörgum löndum öðrum hefur hún komið í tveimur eða þremur útgáfum. Af bókum Gunnars mun Að- venta ein hafa farið fram úr henni að prentuðum eintakafjölda. Senni- iega eru þeir menn ófáir, vítt um lönd, sem sótt hafa til hennar fyrstu — og kannski einu — vitneskju sína um ísland.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Félagsbréf

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.