Félagsbréf - 01.12.1962, Page 18

Félagsbréf - 01.12.1962, Page 18
HJÖRTUR PÁLSSON Orðsending með vindinum Áður en ég íór bað ég vindinn fyrir orðsendingu til vinkonu minnar: Einu sinni sagði við mig kona: Það er ekki œvinlega betra að valda vœngbroti en verða fyrir því. Ég var of ungur þd til að skilja þennan sannleik, en nú veit ég betur, því að kvöldin okkar eru liðin og sandurinn í stundaglasinu og nóttin haldast ekki lengur í hendur. Þegar þér berst þessi orðsending verð ég farinn, og hjarta mitt fullt af þakklceti af því þú slepptir mér úr mjúkum höndum eins og fugli. —

x

Félagsbréf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.