Félagsbréf - 01.12.1962, Page 31

Félagsbréf - 01.12.1962, Page 31
FÉLAGSBRÉF 27 Engin niðurstaða er endanleg, allar hafa þær aðrar í för með sér. Fávísir menn halda að óendanlega margir drættir útheimti óendanlegan tíma; í raun nægir að tíminn sé óendanlega deilanlegur eins og þér þekkið úr dæmisögunni um Akkilles og skjaldbökuna. Þessi óendanleiki er furðanlega samkvæmur tölhverf- ingum hendingarinnar og hinni eilífu ímynd Happdrættisins sem platónistar dýrka. Óglöggur ómur af helgisiðum okkar virðist hafa borizt allar götur til Tíber. Ælius Lampridius getur þess í ævisögu Antoninusar Elegabalusar að keis- ari þessi hafi tíðkað að merkja á skeljar hlutskipti til handa gestum sínum: einn hlaut tíu gullpund, annar tíu flær, tíu mýs eða tíu birni. Vert er að minn- ast þess að Elegabalus óx upp hjá prestum sólguðsins í Litlu Asíu og bar enda nafn hans. Til eru einnig ópersónulegir hlutir: einn segir fyrir um að safír frá Tapro- banon skuli fleygt í Evfrat; annar að fugli skuli sleppt lausum af turnþaki; þriðji að hverja öld skuli handfylli af sandi bætt við (eða tekin af) óendan- legum sandinum á ströndinni. Afleiðingarnar eru á stundum skelfilegar. JTeillavænlegum áhrifum Félagsins eigum við að þakka að hendingin er rótgróin í öllum siðvenjum okkar. Sá sem kaupir tíu krukkur af damaskusvíni furðar sig sízt ef í einni leynist töfradrykkur eða eitursnákur; skrifarinn sem bókfest- ir gerning situr sig sjaldnast úr færi að læða inn villu; sjálfur hef ég aukið þessa fljótlegu frásögn ógnstöfum hér og oflofi þar. Kannski einnig dularfull- um leiða.... Sagnfræðingar okkar, sem eru skarpsýnastir í heimi, hafa komið sér upp aðferð til að komast fyrir hendinguna; alkunnugt er að þessi aðferð er (í meginatriðum) traust þótt hún verði vitaskuld ekki látin uppi án þess að beitt sé fyrir sig blekkingum að vissu marki. Svo mikið er víst að öll saga Félagsins er gegnsýrð skáldskap. .. . Fornletrað skjal, fundið í musteri, kann að hafa komið til fyrir drátt dagsins í gær eða fyrir mörgum öldum síðan. Ekki kemur svo út bók að engu skeiki frá eintaki til eintaks. Skrifararnir eru á laun eiðsvarnir að gera stöðugt niðurfellingar, viðauka og breytingar. Sömuleiðis er iðkuð óbein lygi. Félagið hliðrar sér hjá allri auglýsingamennsku af guðdómlegu lítillæti. Trúnað- armenn þess eru að sjálfsögðu óþekktir; skipanirnar sem það gefur stöðugt út (kannski í einni sífellu) eru í engu frábrugðnar þeim sem svikahrappar koma á framfæri. Og hver getur státað af því að vera sannur svikahrappur? Fylliraft- urinn sem finnur upp á hlálegri tilskipan, draumamaðurinn sem hrekkur upp

x

Félagsbréf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.