Félagsbréf - 01.12.1962, Side 52

Félagsbréf - 01.12.1962, Side 52
48 FÉLAGSBRÉF dal og konu hans Sigríðar DavíSsdóttur Tómassonar frá Hvassafelli. MóSir Sigríðar, en kona Jóns, var Björg, f. 1818, d. 1900, Þórðardóttir frá Kjarna í Eyjafirði, Pálsson- ar, bónda á Þórðarstöðum, Sörlastöðum, síð- ar Þröm í Langadal í Húnavatnssýslu, Ás- mundarsonar bónda að Þverá í Fnjóskadal Gíslasonar. Kona Þórðar Pálssonar var Björg Halldórsdóttir, Björnssonar bónda á Æsu- stöðum í Eyjafirði og víðar. Sigriður fluttist til Reykjavíkur 1866 til fósturs hjá föðursystur sinni Sigríði Jóns- dóttur*) og manni hennar, Jóni Þorkelssyni rektor. Þar ólst hún upp og átti heima í Latínuskólanum frá þvf er Jón varð rektor 1872. Gekk hún oft undir nafninu „Sigga í skólanum" og mú sjá það af ballkorti, sem prentað er í ævisögu Hannesar Þorsteinssonar, þjóðskjalavarðar. Þá var Jón Árnason þjóðsagnaritari um- sjónarmaður skólans og átti þar heima ásamt konu sinni, Katrínu Þorvaldsdóttur, fram til þess að umsjónarmannsstarfið var lagt niður 1879. Með þeim Katrinu og Sigríði var góð vinátta, þótt Katrín væri 27 árum eldri. Sigríður giftist 8. júní 1888 Jóni Stein- grimssyni, cand. theol. frá Prestaskólanum i Reykjavik 1887. Hann vígðist 6. nóv. sama ár til Gaulverjabæjar, en þjónaði í Reykjavík veturinn 1887—’88, fyrir Ilallgrím Sveins- son, síðar biskup, er þá var erlendis. Hann tók við Gaulverjabæ í fardögum 1888, dó þar 21. maí 1891. Þeim hjónum varð þriggja sona auðið, en hinn elzti dó eins og hálfs árs gamall, tæpu ári á undan föður sínum. Ári eftir lát manns síns fluttist Sigriður með tvo syni sína til Reykjavikur og fór til systur sinnar, Bjargar og manns hennar, •I isl. æviskrám eftlr Pál Eggert Ólason er faðir Sigríðar rektorsfrúar sagður Árna- son, en það er rangt. Meðal bræðra Slgriöar rektorsfrúar var séra Magnús Jönsson, sið- ast prestur í Laufási, faðir Jóns forsætisráð- herra og þelrra systkina. Myndin af Katrinn Þorvaldsdóttur og Sigríði Jónsdóttur í „lslandsför Mastiffs." Magnúsar Bjarnasonar skólastjóra Stýri- mannaskólans. Þar missti hún yngsta soninn, Jón, tveggja ára gamlan 1894, en miðsonur- inn, Steingrímur, lifði. Var hann rafmagns- stjóri í Reykjavik frá byrjun rafveitunnar þar 1921 til 1961. Sigríður giftist öðru sinni 22. ág. 1901 í Reykjavík, Ólafi Guðna Kristjánssyni frá Lokinhömrum í Arnarfirði, skipstjóra a Þingeyri við Dýrafjörð og að Hrafnabjörgum í Arnarfirði. Þau eignuðust ekki böm. Þau Sigríður og Ólafur hættu búskap að Hrafnabjörgum 1927 og fluttust til Reykja- víkur til Steingríms, sonar Sigríðar. Hun dó 19. júní 1930, en Ólafur 1. okt. 1961, nær 85 ára gamall, f. 28. okt. 1876 að SeUátrum í Tálknafirði. Bjarni GuSmundsson.

x

Félagsbréf

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.